Anschluss Að sameina alla Þjóðverja undir einu þýsku ríki var draumur Hitlers. Austurríki var þar engin undantekning. Hann skrifaði í Mein Kampf að á samband skyldi koma þótt það yrði gert með valdi. Austurríki var einnig heimaland Foringjans og stærsta landsvæði þar sem Þjóðverjar bjuggu undan Þýskalands að Vestur Prússlandi undanskildu. Hitler þurfti að bretta uppá ermarnar til að ná markmiðum sínum en það tókst honum og innlimun Austurríkis árið 1938 var eitt af fyrstu og stærstu þáttum þess verkefnis.

Austurríki er það ríki í Mið-Vestur Evrópu sem hefur orðið fyrir hvað mestum landfræðilegum breytingum á 20. öldinni. Við upphaf aldarinnar var það í sambandi við ungversku krúnuna og var þá stórt miðstýrt ríki sem náði yfir nær allann Balkanskaga og hluta Austur Evrópu.
Í höfuðborginni Vín, sem var heimsborg með nokkrar milljónir íbúa sat keisarinn og ríkti yfir mörgum þjóðum. Í landinu bjuggu Þjóðverjar (Austurríkismenn), Ungverjar, Tékkar, Slóvakar, Rúmenar, Króatar, Rúþenar, Serbar, Albanir, Pólverjar, Ítalir, Gyðingar og fleiri.
En árið 1914 réðust hermenn ríkisins inn í nágrannaríkið Serbíu eftir að Bosníu-Serbinn Gavrilo Princip myrti erkihertoga Austurríska-Ungverska keisaradæmisins, Franz Ferdinand.
Eftir þetta lýstu Rússar Austurríkismönnum stríði á hendur og þannig hófst heimstyrjöldin fyrri. Fjórum árum síðar, árið 1918 liðaðist ríkið undir lok eftir ósigur sinn í stríðinu.
Keisaradæmið skiptist niður í Austurríki, Ungverjaland og Tékkóslóvakíu og restin var svo innlimuð í Rúmeníu, Pólland og hið nýstofnuðu Júgóslavíu (sem reyndar hét þá, Konungsríki Serba, Króata og Slóvena).


Republik Deutschösterreich, 1919

Austurríki sem var núna pínulítil, frekar dreifbíl, landræma milli Ítalíu og Þýskalands hafði verið skorðað við landsvæðið sem flestir Þjóðverjar (Austurríkismenn) bjuggu á. Hinir kosnu fulltrúar í Reichsrat (þing Austurríska-Ungverska keisaradæmisins) lýstu því yfir að sjálfstætt tímabundið bráðarbyrgðaráð myndi stofna sjálfstætt þýskt-austurrískt ríki. Ráðið var með nokkra fyrirmenn af þinginu og Karl Renner var valinn var kanslari. Í nóvember 1918 sagði keisari Austurríkis-Ungverjalands formlega af sér og daginn eftir var ríkið Republik Deutschösterreich eða Þýsk-Austurríska lýðveldið formlega stofnað. Bráðarbyrgðaráðið með Karl Renner í fararbroddi settu fram nýju stjórnarskránna en í henni sagði að Deutschösterreich væri einskonar hluti af Þýskalandi. Einnig voru atkvæðagreiðslur í helstu borgum landsins til dæmis Salzburg og Tyrol þar sem 98-99% kjósenda vildu hreina sameiningu við Þýskaland.

En Bandamenn voru með málin algerlega í sínum höndum enda tóku þeir flestar þær ákvarðanir sem taka þurfti í Saint-Germain-en-Laye samningunum (en þeir voru „Versalasamningar“ Austurríkis-Unverjalands). Þeir óttuðust þýskt stórveldi og gerðu allt sem í sínu valdi stóð til að Þýskaland (og Austurríki) væri sem valdaminnst. Þeir tóku algerlega fyrir allar hugmyndir um sameiningu og bönnuðu þeim líka að stofna efnahagssamband eða pólitískt samband eða slík sambönd nema það yrði samþykkt í The League of Nations. Einnig var það í Versalasamningumnum sem Þjóðverjar þurftu að skrifa undir að þeir viðurkenndu sjálfstæði Austurríkis. Til að undirstrika þetta allt fengu Bandamenn Austurríkismenn til að breyta nafninu á landinu úr Þýsk-Austurríki í Austurríki.

Austurríska Borgarastyrjöldin

Austurríki slapp ekki við heimskreppuna miklu, og líkt og í nágrannaríkinu Þýskalandi (og flest allri mið og autur Evrópu) var mikið um Gyðingaandúð og and-semítískt viðhorf. Það voru miklir umbrotatímar í Austurhluta álfunnar, og líkt og í Ítalíu urðu fasistar áhrifamiklir í Ungverjalandi, Þýskalandi og Austurríki og fleiri löndum. Á árunum 1933-1934 voru mikil uppþot í landinu. Eins og líkt var með nágrannaríkjunum börðust aósíalistar og fasistar um völdin. Báðar fylkingar höfðu myndað einkaheri sem börðust í götubardögum líkt og í Þýskalandi. Þessi tími er því oft kallaður Austurríska borgarastyrjöldin þó ástandið hafi verið mjög spennuþrungið í langann tíma sem hægt er að rekja allt til byrjun þriðja áratugarins eða 1921-22. Vinstrimennirnir í landinu voru með einkaher sem kölluðu sig Schutzbund en einkaher hægrimannanna hét Heimwehr. Og á þinginu börðust hægrisinnaði, Kristilegi sósíalistaflokkurinn sem hafði verið við völd undanfarin ár og Sósíaldemúkrataflokkurinn sem var á vinstri vængnum.

Eins og áður sagði var ólgan hvað mest á árunum 1933-1934 enda voru hágværar raddir austurrískra nasista sem vildu sameinast Þýskalandi Hitlers, en nasistar fengu alræðisvald þar í landi árið 1933. Eftir mikið mannfall þar sem nokkur hundruð manns lágu í valnum og yfir þúsund manns særðir náðu Heimwehrað sigra. Kanslari Austurríkis Engelbert Dullfoss bannaði nasistaflokkinn og alla sósíalistaflokka og gerði Austurríki að einflokksbundnu fasistaríki (að Ítalskri fyrirmynd, það voru sterk bönd á milli hans og Mussolinis) þar sem Kristilegi sósíalistaflokkurinn og meðlimir Heimswehrsameinuðust og stofnuðu nýjann flokk, Vaterländische Front.


Nasistar sækja í sig veðrið

Þótt nasistar hefðu verið útlægjir héldu þeir þó áfram að láta í sér heyra. Margir flúðu til Þýskalands og lögðu á ráðin á meðan aðrir voru með uppsteit og læti og, svo dæmi sé tekið,sprengdu rafstöð sem lamaði samgöngur Vínar. Dullfoss tók hart á þeim og lagði mikið uppúr því að þeir nasistar sem handteknir voru yrðu refsað, og hver sá nasisti sem hefði sprengju í fórum sínum yrði skotinn. En nasistarnir voru því miður ekkert lamb að leika sér við og í júlí 1934 réðust tíu ausutrrískir nasistar, dulbúnir sem lögreglumenn og austurrískir hermenn, inn í sjórnarráðshúsið í Vín þar sem Dullfoss var á ríkisráðsfundi. Þeir héldu bygginguni og öllum sem inni í henni voru í gíslingu í sex klukkustundir þar til Kurt von Schuschnigg menntamálaráðherra í ríkisstjónar Dullfoss lét hermenn umkringja stjórnarráðið. Nasistarnir hringdu í sendiherra Þýskalands og fengu hann til að ræða við Schuschnigg og félaga og fékk hann þá til að leggja niður vopn og hleypa nasistunum út og náða þá þar til þeir kæmust til Þýskalands. En Schuschnigg var enginn vitleysingur og um leið og tilræðismennirnir voru komnir út réðust austurrísku hermennirnir á þá og handtóku þá. Þeim var komið fyrir í steininum og forsprakkarnir hengdir. Nokkru síðar tók Schuschnigg við kanslaraembættinu og hélt uppteknum hætti að verjast hryðjuverkum nasista sem kostuðu um 800 hermenn og borgara lífið á árunum 1934-1938. Hann setti marga nasista auk kommúnista í fangabúðir sem starfræktar voru á þessum árum.


Foringinn tekur málin í sínar hendur

Eftir að Hitler hafði gefið skít í Versalasamninganna með því að setja á herskyldu árið 1935 og koma sér upp svakalegum her (með skriðdrekum og sjóher með kafbátum og flugher, en allt þetta var sérstaklega tekið fram að þær mættu alls ekki hafa) og marséra inn í Rínarhéröðin varð Schuschnigg hræddur um að innrás væri möguleg. Svo hann vildi hafa hinn stóra nágranna sinn góðann og árið 1936 undirritaði hann samning við Hitler þar sem hann frelsaði alla austurrísku nasistanna sem sátu í fangabúðunum og veitti stuðningsmönnum nasista aðild að stjórn landsins og í staðinn lofaði Hitler að blanda sér ekki framar í innanríkismál Auturríkismanna.
En Austurríki var ekki eina fasistaríkið sem sá hversu hátt og hratt Þjóðverjar risu. Mussolini hafði ávallt verið trúr Austurríkismönnum og persónulegur vinur Dullfoss. Hann hafði brugðist mjög illa við morðinu á honum tveim árum fyrr og hafði meira að segja sent ítalskt herlið til landamæra Austurríkis með þeim afleiðingum að Foringinn neitaði aðild að morðinu og dró sig í hlé. En nú var dæmið búið að snúast við. Hitler sem alltaf hafði virt Mussolini eins og lærifaðir sinn var nú kominn frammúr honum og Mussulini þurfti á hans hjálp í stríðinu í Eþíópíu. Svo í september árið 1937 fór Mussolini í heimsókn til berlínar þar sem þeir undirrituðu sáttmála sem varð forfaðir Öxulveldanna. Nú var Austurríki eitt í taflinu við Þjóðverja og þann 5.nóvember kallaði Hitler saman sex af sínum æðstu og fremstu kónum þar sem hann ræddi framtíð Þýskalands. Þar sagði hann að Þjóðverjarnir í Austurríki og Tékkóslóvakíu yrðu að sameinast þýska ríkinu og vandamál þýskalands yrðu ekki leyst nema með valdi. Þrír fundarmeðlimir voru á móti þessu, þar sem þeir óttuðust að Bretar og Frakkar gerðu eitthvað, þeir Werner von Blomberg, Werner von Fritsch og Konstantin von Neurath en Hitler var fljótur að losa sig við þá og láta verkin tala.
Þann 12. febrúar 1938 kom bauð Hitler Schuschnigg að hitta sig í Berchtesgaden í Suður-Þýskalandi. Schuschnigg var vitanlega hissa og stressaður enda vissi hann ekkert hvað stóð til og þegar hann reyndi að tefja tímann með því að segja Hitler hversu fallegt útsýnið væri úr fjallasetrinu greip Foringinn dónalega fram í fyrir honum og sagði „Við erum ekki hingað komnir til að ræða útsýni og veður.“ Svo snéri hann sér að erindi heimboðsins, sem var að setja honum úrslitaskilmála. Schuschnigg varð að gera nasistaflokkin löglegann (en hann var enþá bannaður þrátt fyrir útkomu sáttmálans ’36) og hann átti að skipa nasistann Arthur Sayss-Inquart í stöðu innanríkisráðherra og aðra nasista í stöður varnarmála-og fjármálaráðherra.


Schuschnigg spilar sinn síðasta leik

Nú sá Schuschnigg sig í vondum málum. Ráðherrarnir nýskipuðu voru strax farnir að grafa undir valdi hans og hann grunaði aðra valdaránstilraun. En hann snéri sér til þjóðarinnar og reynda að vinna vinsældir hennar. Hann losaði kommúnistana og sósíalistana úr fangelsi og þeir fengu að spóka sig um á almannafæri þar sem þeir studdu ríkisstjórnina þar sem hún var að þeirra mati skömminni skárri en nasistarnir. Schuschnigg boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 13.mars til að finna út hvort fólk vildi sjálfstæði eða innlimun, og til að forðast unga menn sem höfðu í miklu mæli hallast heillast af nasismanum hafði hann aldurstakmarkið 24 ára. Foringinn var ekki sáttur við þetta og varð æfur við tilhugsunina um að Austurríki myndi viðurkenna sjálfstæði sitt með atkvæðagreiðslu en þýska áráðursráðuneytið hélt því fram að það væru uppreisnir í Ausutrríki og hafði Hitler þá tylliástæðu til að ráðast inn í landið til að koma á lög og reglu. En fyrst gaf hann Schuchnigg úrslitakosti: „Ef atkvæðagreiðslunni verður ekki frestað gerir þýski herinn innrás“. Þann 11.mars hætti hann við atkvæðagreiðsluna, en Hitler hafði skrifað undir árás þýska hersins án þess að bíða eftir svari.
Seinna þetta kvöld sagði Schuchnigg af sér og gaf út yfirlýsingu í útvarpi þar sem hann sagði að þetta yrði hann að gera til að koma veg fyrir stríð og blóðbað. Svo leifði hann nasistum að taka við restinni af ríkisstjórn sinni en þegar kom að því gera Arthur Sayss-Inquart að kanslara beitti Wilhelm Miklas forseti Austurríkis neitunarvaldi sínu og neitaði að skrifa undir en þá gat Sayss-Inquart ekki sent boð til þjóðverja um hjálp til að „koma á lög og reglu“ í nafni ríkisstjórnarinnar. Þá lét Hitler falsa skjal sem var undirritað af kanslaranum svo innrás hans var orðin „lögleg“.
Það var svo ekki fyrr en um miðnæti þennann viðburðarríka dag sem Miklas gerði Sayss-Inquart að kanslara, en þá höfðu nasistar náð á sitt vald öllum aðal stjórnarbygginum ríkisins og handtekið flesta leiðtoga ríkisstjórnarinnar.


Reichsgaue Ostmark

Morguninn 12.mars komu þýskar hersveitir loks að landamærum Austurríkis og var þeim fagnað gríðarlega. Fólk veifaði fánum og henti til þeirra blómvöndum. Seinna um daginn kom Foringinn sjálfur á Mercedes-Benz bifreið sinni og heimsótti fæðingarbæ sinn Linz og þaðan til Vínar. Alls staðar var honum fagnað af múgnum sem frelsara.
Daginn eftir var ríkisstjórnin lögð niður og landamærin opnuð og landið innlimað. Þjóðverjar brettu upp ermarnar og byrjuðu strax að fangelsa óvini sína, kommúnista, sósíalista, Gyðinga og fleiri hópa, samtals um 70.000 manns. Um mánuði síðar var innlimunin staðfest með þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var 10. apríl. En hún var varla marktæk. Fyrir utan hvern kjörklefa stóðu opinberir starfsmenn og tóku við atkvæðunum auk þess sem um 400.000 mans höfðu misst kosningarétt sinn sökum stjórnmálaskoðanna, en niðurstaða kosningarinnar var að 99,73% þjóðarinnar kaus „Ja“ við innlimuninni. Landið hét nú Reichsgaue Ostmark og var Seyss-Inquart ríkisstjóri.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,