Byltingarsinninn Subcomandante Marcos Lítið sem ekkert er vitað um fyrri hluta lífs mannsins á bakvið lambúshettuna en þó eru til getgátur um hver hann er. Marcos er leiðtogi Zapatista Army of National Liberation (EZLN) sem er hópur vopnaðra byltingarsinna í Mexíkó. Marcos er sérstakur karakter. Hann sést aldrei án lambúshettunnar, hann reykir stöðugt pípu, og hvert sem hann fer tekur hann lukkudýrið sitt með sér, sem er bangsi sem lýtur út eins og hani. Ed Bradley þurfti að fara lengst inní frumskóga Mexíkó til að finna hann og ná viðtali við. Hann nær frábæru sambandi við fólk með dramatískum og mælsku ræðum sínum og kraftmiklum skrifum sínum.

Getgátur um uppruna Marcos


Margir, og þar á meðal mexíkanska ríkisstjórnin telja að Marcos sé Rafael Sebastián Guillén Vicente. Guillén sótti nám í Instituto Cultural Tampico framhaldsskólanum, kristilegur skóli staðsettur í borginni Tampico í héraðinu Tamaulipas, en þar er líklegt að hann hafi kynnst félagshyggjuguðfræði (Liberation Theology).

Guillén flutti síðar til Mexíkóborgar þar sem hann útskrifaðist frá Metropolitan Autonomous University (UAM), síðar fékk hann mastersgráðu í heimspeki hjá National Autonomous University of Mexico (UNAM), og byrjaði að vinna sem professor hjá UAM. Síðar hvarf hann. Á meðan á ‘the Great March’ til Mexíkóborgar árið 2001 stóð yfir þá hélt Marcos ræðu í UAM þar sem hann kom fram á það að hann hafi áður komið í þennan skóla.

Fjölskylda Guillén veit ekki hvað varð um hann og þau neita að tjá sig um það hvort þau haldi að Marcos og Guillén sé sami maðurinn. Marcos hefur einnig ætíð neitað að hann sé Guillén.

Fjölskylda Guilléns er áberandi í borgarlífinu í Tamaulipas héraðinu. Þau eru á fullu í pólitíkinnii þar og systir Guilléns er lögmaður þar. Hún er líka áhirfamikill meðlimur Byltingarsinnaflokksins, flokkurinn sem réð yfir Mexíkó í meira en 70 ár.

Eins og margir aðrir af hans kynslóð þá varð Guillén fyrir miklum áhrifum af atburðunum sem áttu sér stað fyrir Ólympíuleikana í Mexíkóborg 1968 þar sem hundruðir manna voru myrtir. Hann varð herskár innan Maoist samtakanna. En samt sem þegar tekin var sýn af innfæddum bændum í Chiapas þá gerbreyttist hugmyndafræði Zapatistas samtakanna (EZLN), og Marcos hefur tekið að sér meiri nálgun til félagslegrarbyltingar sem hefur verið lýst af sumum sem póst-módernismi, aðrir segja að hugmyndir hans og aðferðir líkjast meira hugmyndum Antonio Gramsci um Marxista sem var vinsælt í Mexíkó þegar Gullén var að byrja í háskóla.

The Other Campaign byltingin !

Í grein eftir Marcos sem birtist í mörgum fjölmiðlum, þá sagði hann frá herferð EZLN sem þeir kölluðu ’The Other Campaign’. Hann sagði að EZLN myndu ekki hafa í hyggju að bjóða fram frambjóðanda til kosninganna í Mexíkó árið 2006. Í staðinn vildu samtökin fá nýja stjórnarskrá sem bannaði einkavæðinu á auðlindum og veita yfir 57 infæddum ættbálkum sjálfsstjórnun. Meira en 900 samtök hafa gengið til liðs við ‘The Other Campaign’ herferðina. ‘The Other Campaign’ hefur einnig tilkynnt að það gæti orðið endurskipulagning innan EZLN samtakanna, loka þinginu, hvetja erlenda fylgismenn til að yfirgefa svæði þeirra og loka upplýsingamiðstöð EZLN í San Cristóbal de Las Casas.

Marcos ferðast um á svörtu mótorhjóli, líklega í minningu um Che Guevara. Á meðan á ferðinni stóð breytti hann nafni sínu í Delegado Zero. Hann kom fram í mexíkanska ríkissjónvarpinu þann 9.Maí árið 2006. Þar talaði hann um uppþotið sem braust út eftir að lögreglan reyndi að bera út blómasala úr verslunum sínum í bænum Texcoco. Hann talaði um hversu óhæf lögreglan væri og hversu miklu ofbeldi hún þyrfti alltaf að beita.

Marcos og aðrir talsmenn EZLN neituðu því hvað þeir héldu um ný-frjálslynt stjórnarfar í Suður-Ameríku, eins og í ríkisstjórnum í Brasilíu, Argentínu, Venesúela, Úrúgúvæ og Bólivíu árið 2006, þar sem þeir áttu að hafa haldið fram að þessar ríkisstjórnir myndu ekki koma fram með þýðingarmiklar breytingar. Sem hugsanleg forysta fyrir Mexíkó telja þeir að ríkisstjórn sem stjórnast af Partido de la Revolución Democrática (PRD) flokkinum með kandidátinn Andrés Manuel López Obrador sem myndi taka fyrrverandi forseta Mexíkó, Carlos Salinas de Gortari sér til fyrirmyndar og myndi neita að leggja niður stefnumál sem eru blekkt af Heimsbankanum, Heimsverslunarsamtökunum og Bandaríkjunum.

Fundir sem haldnir hafa verið af ‘The Other Campaign’ frá Janúar til Júlí 2006 hafa haft einhver áhrif á López Obrador, fyrrverandi borgarstjóra Mexíkóborgar og forsetaframbjóðandi, sem fór fyrir kosningaherferð í Chiapas í Desember 2005. Marcos leist aldrei vel á López Obrador og snupraði allt kosningakerfið.

Þótt svo Marcos og EZLN hafa lagt skýrt fram að verkefni þeirra sé að tala fyrir fátækt, hafa þeir frá því síðan í vor ekki getað talað fyrir fátækt vegna áhyggja á verkalýðsfélugum. Hrun Pasta de Conchos námunnar í Coahuila í Febrúar 2006, sem drap 65 námumenn hefur kannski skapað tækifæri. Lögregluofbeldi gagnvart stálverkamönnum í Michoacán í Apríl 2006 sem drap tvo og slasaði yfir 40 hefur einnig ýtt undir það. Samt sem áður á Maí Daginn (Alþjóðlegur hátíðardagur) árið 2006, í staðinn fyrir að sýna fram á samstöðu með námumönnum og stálverkamönnum í Mexíkóborg, þá skipulagði ‘The Other Campaign’ að ganga á mismunandi tíma og stöðum og flytja boð um verkamenn sem bar yfirskriftina; ‘Réttur til að taka framleiðsluna eignarnámi’.

Það sem Marcos hefur skrifað

Síðastliðin 14 ár hefur Marcos skrifað meira en 200 ritgerðir og sögur. Hann hefur gefið út samtals 21 bók með þessum ritgerðum og sögum. Í ritum hans skrifar hann niður pólitísk og heimspekilega sýnishorn hans, sem sumu er hægt að taka mark á og sumu ekki. La Historia de los Colores er líklegast ein af þekktustu bókum hans, en það er barnabók. Hún er byggð á Mayum sem eru þjóðsagnakenndar persónur í Mexíkó. Sagan kennir börnum umburðalyndi og virðingu fyrir öðru fólki. Á þessari síðu er hægt að finna fjöldi ritgerða og pistla eftir hann.

Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Subcomandante_Marcos
http://www.globalautonomy.ca/global1/glossary_entry.jsp?id=PR.0014
http://flag.blackened.net/revolt/mexico/ezln/2001/marcos_interview_jan.html
http://flag.blackened.net/revolt/mexico/ezln/1998/inter_marcos_nov98.html