Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen(betur þekktur sem Manfred von Richthofen) fæddist 2. maí 1892 í Breslau, sem var þá hluti af Þýska keisaradæminu, en er núna hluti af Póllandi. Hann var þýskur flugmaður sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni og þótti sá allra besti, en hann átti skráð yfir 80 tilfelli þar sem hann grandaði flugvélum bandamanna. Hann var því sannarlega ljár í þúfu þeirra sem börðust fyrir friði í Evrópu.

Hann flutti 9 ára gamall með fjölskyldu sinni til Schweidnitz í Þýska keisaradæminu(núna Swidnica í Póllandi), þar sem hann undi sér við veiðar og reiðmennsku. Árið 1911 skráði hann sig í riddaraliðissveit, en þetta var fyrsta liðssveit Alexanders III keisara. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust svo út barðist Manfred fyrst sem riddaraliðsmaður á hesti, en þegar það varð ljóst að þeir ættu enga möguleika gegn nýjasta vopninu, vélbyssunni, skráði hann sig í flugsveitina þar sem hann fékk starf sem eftirlitsmaður.

Eftir að Manfred hitti Oswald Boelcke, sem var einni frábær orrustuflugmaður, ákvað hann að að verða einnig orrustuflugmaður. Seinna meir valdi Boelcke Manfred til að vera í flugsveit sem var aðeins skipuð afbrags flugmönnum, svokölluð Jagdstaffel. Það var svo í Frakklandi árið 1916 sem Manfred vann sinn fyrsta sigur í háloftunum, og alls ekki þann síðasta. Þegar hann var svo kominn í herstöðina aftur skrifaði hann bréf til vinar síns og bað hann um að gera handa sér silfurbikar sem á stæði dagsetning og tegund óvinaflugvélarinnar. Þegar Baróninn var svo kominn með 60 bikara var búið að loka fyrir allar sendingar útúr umkringdu Þýskalandi.

Manfred þótti ekki vera afburðar flugmaður, en óvenju kænn og snjall þegar kom að bardaga, og ætíð fylgdi hann svökallaðarri hertækni sem var kennd við lærimeistara hans, eða “Boelcke taktíkin”. Þótt rauði Baróninn væri þekktastur fyrir rauðu Fokker Dr.I þríþekjuna sína, byrjaði hann ekki að fljúga á henni fyrr en 1917, en þar á undan hafði hann flogið á ýmsum gerðum Albatros flugvélanna, sem reyndust honum þó vel.

Það var svo 21. apríl 1918 sem Rauði Baróninn lenti í síðasta skiptið. Hann var í flugbardaga við Kanadíska flugvél þegar hann fékk eina kúlu í gegnum flugvélina og í gegnum líkamann. Hann náði þó að nauðlenda nálægt Somme-ánni og lést hann stuttu eftir það.