Josef Mengele. Gerði þetta í sögu í 9. bekk:)

Þessi ritgerð fjallar um Josef Mengele (1911 – 1979?) af því að hann var það áhugaverðasta sem ég fann tengt seinni heimsstyrjöldinni. Josef Mengele var frægastur fyrir sjúkar tilraunir sínar á mönnum í útrýmingarbúðunum Auschwitz og að hafa flúið réttlætið fram til dauðadags, í yfir 30 ár.


Æska og menntun Josef Mengele

Josef Mengele fæddist 16. mars 1911 í Günzburg, Þýskalandi. Hann var elstur þriggja sona hjónanna Karl og Walburga Mengele. Móðir hans stjórnaði heimilinu með harðri hendi og sumir telja að hún hafi gert Josef það brenglaðan að hann hafi getað gert allt það sem hann gerði í Auschwitz. Pabbi hans átti verksmiðju sem framleiddi landbúnaðarvörur og var hann i góðum efnum. Josef gekk ágætlega í skóla og þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið hár í einkunnum var hann skýr, myndarlegur og heillandi drengur sem varð mjög svo eftirsóttur af hinu kyninu í Günsburg þegar hann óx úr grasi. Pabbi hans vildi að hann, elsti sonur hans tæki við verksmiðjunni af honum en Josef átti alltaf þann draum að eiga feril í vísindum og sagði eitt sinn við vin sinn að nafn sitt mundi einhvern tímann verða í alfræðiorðabókum. Árið 1930 útskrifaðist Josef úr menntaskóla, þá 19 ára að aldri og lærði þá mannfræði og dýralækningar í háskólanum í München. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu í mannfræði 1935 og 1938 fékk hann doktorsgráðu í læknisfræði. Báðar doktorsgráðurnar hans voru afturkallaðar 1964.


Nasistinn Mengele

Háskólanám hans í München hefði kannski ekki skipt sköpum, sögulega séð, ef þar hefði ekki verið hjarta hins sívaxandi nasistaflokks undir stjórn pólitísks byltingarsinna, Adolfs Hitler.
Mengele, líkt og þúsundir annarra ungra Þjóðverja, heillaðist af skoðunum þeirra og árið 1931 gekk hann til liðs við varaher sem kallaði sig Stahlhelm sem deildi sömu öfgafullu skoðunum og nasistaflokkurinn en var samt sem áður ekki tengdur flokknum. Árið 1934 voru samtökin innleidd í SA, her nasistaflokksins en skömmu síðar var Mengele neyddur til þess að segja sig úr hernum vegna nýrnavandamála.
Hann hóf störf sem aðstoðarmaður árið 1937 við “Institute for Third Reich Hereditary, Biology and Racial Purity” (sem gæti þýtt “Stofnun fyrir arfleifð Þriðja ríkisins, líffræði og hreinleika kynþátta”) sem aðstoðarmaður prófessors Otmar Freiherr von Verschuer. Von Verschuer var mikill stuðningsmaður Hitlers og hafði mikil áhrif á Mengele í þeim efnum og í maí sama ár gekk Mengele í nasistaflokkinn. Í maí 1938 sótti hann um og var samþykktur í SS og þegar stríðið braust út, 1939, var hann æstur í að fá að berjast fyrir föðurlandið og var hann samþykktur í Waffen SS sem var bardagasveit SS. En vegna þessara þrálátu nýrnavandamála sinna komst hann ekki á vígvöllinn fyrr en í júní 1940. Árið 1939 giftist hann konu, Irene Schönbein og eignaðist seinna með henni soninn Rolf. Á árunum 1940-1942 var hann sæmdur æðstu herorðum Þýskalands, járnkross af annarri gráðu og járnkross af fyrstu gráðu. Það var einmitt í janúar 1942 þegar hann dró tvo þýska hermenn úr brennandi skriðdreka sem að hann slasaðist og var dæmdur óhæfur til frekari bardaga og vann einnig til fyrstu gráðu járnkrossins ásamt því að vera hækkaður í stöðu kapteins. Í maí 1943 samþykkti SS ríkisforinginn Heinrich Himmler umsókn hans um starf í útrýmingarbúðunum Auschwitz, Póllandi.


Auschwitz

Mengele átti að vinna sem læknir í Auschwitz Birkenau sem voru sjálfar útrýmingarbúðirnar, nánar tiltekið í „Sígaunabúðunum“. Í ágúst 1943 voru allir í þeim búðum sendir í gasklefann og fékk hann þá vinnu sem yfirmaður læknadeildar Birkenau. Í Auschwitz ávann Mengele sér viðurnefnið Engill dauðans sem er heldur drungalegra en gamla gælunafnið hans, Beppo. Mengele, ásamt öðrum læknum staðarins var falið það verkefni að velja hverjir ættu að fara beint í gasklefann og hverjir ættu að vera þrælkunar-fangar í búðunum. 10-30% manna var hlíft í bili en 70-90% manna fóru beint í dauðann þegar Mengele benti með reiðpísk -sem hann hafði með sér-, hvert fólk átti að fara. Til vinstri og viðkomandi lifði um sinn, til hægri og viðkomandi var drepinn strax.
Samkvæmt mörgum heimildum er hann sagður vera ábyrgur fyrir morðum á 400 þúsund manns en aðrir segja það stórlega ýkt. Þarna framkvæmdi hann einnig margar viðurstyggilegar tilraunir á völdum föngum undir því yfirskyni að hann væri að framkvæma erfðafræðirannsóknir. Stór hluti fórnarlamba tilrauna hans voru tvíburar og talið er að hann hafi gert tilraunir á um 3000 tvíburum og þar af hafi um 200 komist af lifandi. Hann gerði einnig tilraunir á fólki sem var á einhvern hátt frábrugðið á genatískan hátt, t.d. dvergum.


Tilraunir Mengele

„Dr. Mengele hafði alltaf verið áhugasamari um Tibi. Ég veit ekki alveg af hverju – kannski af því að hann var eldri tvíburinn. Mengele framkvæmdi nokkrar aðgerðir á Tibi. Fyrst, eftir aðgerð á hryggnum á honum var hann lamaður. Hann gat ekki lengur gengið. Síðan tóku þeir af honum kynfærin. Eftir fjórðu aðgerðina sá ég hann aldrei aftur. Ég get ekki sagt ykkur hvernig mér leið Það er ómögulegt að orða það hvernig mér leið. Þeir höfðu tekið föður minn, móður mína, tvo eldri bræður mína – og núna, tvíbura minn…“
Svona hljóðar frásögn eins tvíbura sem slapp úr Auschwitz og það er einmitt þetta sem Mengele er allra þekktastur fyrir, sjúkar tilraunir sínar á mönnum. Lítið er til af gögnum en vitað er að tilraunir hans fólust meðal annars í aflimunum, fjarlægingu á líffærum, kynskiptiaðgerðum, sifjaspellsfrjóvgunum, sauma tvíbura saman o.fl. Allar hans aðgerðir voru framkvæmdar án svæfingar eða deyfingar! Tvíburarnir sem voru tilvonandi sjúklingar hans höfðu sér álmu og var þess sérstaklega gætt að þeir yrðu ekki fyrir barsmíðum, þyrftu ekki að þræla og fengu næga næringu. Það er umdeilt hvort að hann hafi talið sig vera að rannsaka genafræði eða bara verið að misnota vald sitt en nær allir eru fullvissir um að hann hafi einungis verið að skemmta sér. Hann leit ekki á fórnarlömb sín sem fólk, að minnsta kosti ekki jafn mennsk og hann var sjálfur. En samt sem áður krufði og rannsakaði Mengele alla og skráði niður svo mikið að það þurfti tvo flutningabíla til þess að flytja gögnin þegar hann sendi þau til von Verschuer sem síðan eyðilagði þau. Vegna þessa er lítið til af nákvæmum upplýsingum um tilraunir hans.


Flótti og felur

Þann 18. janúar 1945 voru Auschwitz búðirnar rýmdar. Innrás Sovétmanna var hafin í Pólland á leið þeirra til Berlínar. Í kjölfar rýmingarinnar var Mengele fluttur í útrýmingarbúðirnar Gross Rosen í Silesia, Póllandi, vestan við Auschwitz. Hann flýr lengra vestur áður en Gross Rosen er frelsað 11. febrúar af Sovétmönnum. Hann er svo handsamaður sem stríðsfangi nálægt München, dulbúinn sem óbreyttur fótgönguliði. Honum var síðan sleppt vegna þess að ekki þótti mikill tillgangur með því að halda fótgönguliða í varðhaldi. Þetta voru að sjálfsögðu hörmuleg mistök en haustið 1948 ákvað Mengele að það væri ekki jákvæð framtíð sem byði hans ef hann héldi sig í Þýskalandi og fluttist hann til Argentínu þar sem að hann bjó í u.þ.b. áratug. Árið 1959 flýr hann frá handtöku og ferðast til Brasilíu og þaðan til Paraguay. Árið 1961 flytur hann til Brasilíu þar sem að hann vingast við fyrrverandi nasista, Wolfgang Gerhard, sem leyfir Mengele að nota nafn sitt og auðkenni. Mengele lifir sem flóttamaður fram til, að talið er, 7. febrúar 1979 þegar hann fær hjartaáfall í sundi. Fregnir af dauða hans eru ekki gerðar opinberar heiminum fyrr en árið 1985.


Eftir að hafa kynnt mér ævi þessa manns eða ómennis, er ég fullviss að hann var ein versta sort af siðblindingja og sadista sem fyrirfinnst. Mér finnst líka undarlegt að svona eftirlýstur maður hafi getað flúið réttvísina í 30 ár þrátt fyrir að verðlaunaféð til höfuðs honum hafi verið 3,4 milljónir dala.


Heimildir:
Inngangur:
1. http://en.wikipedia.org/wiki/Josef_Mengele
2. http://www.moreorless.au.com/killers/mengele.html
3. http://www.jewwatch.com/jew-holocaust-lies-hoax-frauds- blackflagops-auschwitz.html

Æska Mengele’s:
1. http://history1900s.about.com/library/holocaust/blmengele.htm
2. http://www.bbc.co.uk/dna/h2g2/A2875368
3. http://en.wikipedia.org/wiki/Josef_Mengele
4. http://www.moreorless.au.com/killers/mengele.html
5. http://www.wsg-hist.uni-linz.ac.at/auschwitz/HTML/Mengele.html
6. http://www.crimelibrary.com/serial_killers/history/mengele/family_2.html

Nasistinn Mengele:
1. http://www.crimelibrary.com/serial_killers/history/mengele/3b.html
2. http://en.wikipedia.org/wiki/Stahlhelm%2C_Bund_der_Frontsoldaten
3. http://en.wikipedia.org/wiki/Sturmabteilung
4. http://en.wikipedia.org/wiki/Josef_Mengele
5. http://www.moreorless.au.com/killers/mengele.html
6. http://www.bbc.co.uk/dna/h2g2/A2875368
7. http://en.wikipedia.org/wiki/Waffen_SS
8. http://isurvived.org/Frameset4References/-Auschwitz-DrMengele.html


Auschwits
1. http://isurvived.org/Frameset4References/-Auschwitz-DrMengele.html
2. http://en.wikipedia.org/wiki/Josef_Mengele
3. http://www.crimelibrary.com/serial_killers/history/mengele/index_1.html
4. http://www.jewwatch.com/jew-holocaust-lies-hoax-frauds-blackflagops-auschwitz.html
5. http://visindavefur.hi.is/?id=6381
6. http://www.holocaust-history.org/short-essays/josef-mengele.shtml

Tilraunir á mönnum:
1. http://en.wikipedia.org/wiki/Nazi_human_experimentation
2. http://en.wikipedia.org/wiki/Mengele
3. http://www.auschwitz.dk/Mengele.htm
4. http://www.holocaust-history.org/short-essays/josef-mengele.shtml
5. http://isurvived.org/Frameset4References/-Auschwitz-DrMengele.html

Flótti og felur:
1. http://www.moreorless.au.com/killers/mengele.html
2. http://www.bbc.co.uk/dna/h2g2/A2875368
3. http://www.auschwitz.dk/mengele.htm
4. http://www.historylearningsite.co.uk/joseph_mengele.htm



Myndaskrá:
1. http://www.leninimports.com/mengele2.jpg

Endilega commenta