Gjergj Kastrioti- Skenderbeg


<b>Gjergj Kastrioti- Skenderbeg</b>

Gjergj Kastrioti, sem seina varð Skenderbeg, var yngsti sonur Gjon Kastrioti, prins í mið Albaniu. Gjergj Kastrioti fæddist í Krúja árið 1405. Móðir hans var prinsessan Vojisava.

Í stríði við Tyrki árið 1423 tapaði Gjon Kastrioti, faðir Skenderbeg, og varð að gefa alla fjóra strákana til Soldánsins. Einn af strákum var Gjergj Kastrioti-Skenderbeg sem þá var 18 ára. Soldáninn neyddi alla fjóra strákana til að gerast Múslimar, þess vegna þurfti Gjergj Kastrioti að taka upp nafnið Skenderbeg. Skenderbeg var hjá Soldáninum í 20 ár, og hann kom aftur til heimalandsins og í borg sína Krúja árið 1443.

Í þann tíma sem hann var hjá Soldáninum lærði Skenderbeg í herskóla. Honum líkaði best við sverðið og að ríða á hestbaki. Soldáninum Múrat fannst Skenderbeg mjög góður og leyfði honum að lifa, en hann drap bræður hans. Skenderbeg varð herstjóri hestamanna soldánsins.

Skenderbeg tók þátt í mörgum stríðum hjá soldáninum og snéri alltaf aftur sem sigurvegari. Þegar Skenderbeg var hjá soldáninum, réðust tyrkir inn í Albaniu. Þess vegna var hann mjög miður sín og vildi einhvern megin koma í veg fyrir það. Hann sá tækifærið þegar soldáninn sendi hann til að berjast á móti kristnum mönnum í Evrópu, þeir höfðu sem leiðtoga Janosh Huniad frá Ungverjalandi. Herirnir tveir, mættust í Konovica nálægt Nish í Serbíu. Skenderbeg barðist ekki og flúði ásamt albönskum hermönum sínum til Albaniu. Skenderbeg neyddi fulltrúa soldánsins til að gefa honum undirskrift um að soldáninn samþykkti að sleppa borg hans Krúja. Hann fór til Albaníu og án þess að fara í stríð náði hann heimaborg sinni. Um leið og hann kom kallaði hann á fólkið sitt til að berjast á móti tyrkjum. Í kastala sínum dró hann að húni svartan og rauðan fána. Þessi fáni er enn í dag fáni Albana.

Eftir að hafa tekið borg sína Krúja, náði Skenderbeg öðrum stöðum sem tyrkir höfðu lagt undir sig í Albaniu. Skenderbeg skipaði öllum albönum sem höfðu tekið íslam trú að gerast aftur kristnir en þeir sem neituðu yrðu hálshöggnir. Þetta blóðbað var hluti af áætlun hans um að losna undan áhrifum tyrkja. Fólkið dáðist að honum fyrir það hvernig hann slapp frá tyrkjum. Þetta var hans sterkasta vopn því þaning gat hann sameinað albani. Hann kallaði saman alla leiðtoga landsins og sagði þeim að sameinast til að fara í stríð við tyrki. Þekktustu leiðtogarnir voru Pal Dukagjini, Pjeter Shpati, Gjergj Balsha, Andrea Topia, Theodor Muzaka og Stefan Cernojoviq frá Svartfjallalandi. Þeir söfnuðust saman 2. mars 1444 í dómkirkjunni St. Kolli og Skenderbeg var valinn leiðtogi allra herjanna.

Þegar Gjergj Kastrioti-Skenderbeg upphóf stríðið, var her tyrkja ennþá í borgunum Vlora, Kanina, Gjirokastra, Berat og Elbasan, vegna þess að tyrkir höfðu lagt undir sig öll Balkanskagalöndin árið 1389 í ,,Kosovo bardaganum“ undir stjórn serba. Búlgaria féll árið 1393. Eini kristni leiðtoginn sem ennþá var að berjast var Janosh Huniad frá Ungverjalandi.

Í Júni 1444 sendi Soldáninn 25.000 manna her til að berjast á móti Gjergj Kastrioti- Skenderbeg. Leiðtogi þeirra var Ali Pasha. Skenderbeg varð var við komu þeirra og gerði þeim fyrirsát í dal nokkrum. Hann umkringdi óvinina og drap 7000 menn af her tyrkja en Skenderbeg missti tvöþúsund. Eugen páfi IV blessaði sigur hans og
Ladislav, konungur Póllands og Ungverjalands, Dúka frá Borbonje og Filip le Bón frá Frakklandi heilsuðu upp á hann.

Frá og með 1444 sendi Soldáninn her á hverju ári til þess að berjast á móti Skenderbeg en Skenderbeg vann þá alla. Að lokum fór Soldánin Murat II árið 1450 sjálfur ásamt miklum fjölda hers til að berjast á móti Skenderbeg og umkringdi kastala hans í Krúja. Í fimm mánuði vörðust Albanir í stjórn Skenderbeg kastalann í Krúja og að lokum gáfust tyrkir upp og fóru. Í fyrsta sinn hafði það gerst að her tyrklands tapaði í fylgd Soldánsins. En albanar höfðu misst allt of mikið. Til þess að halda áfram stríðinu á móti tyrkjum bað Skenderbeg um hjálp frá Alfonso V. Samningurinn var undirskrifaður 26. mars árið 1451. Fyrir hverja orustu á móti tyrkjum borgaði hann Alfonso fyrir hjálpina.
Árið 1451 giftist Skenderbeg Androniku en hún var af höfðingjaætt.
Árið 1457 sendi Soldáninn her með 80.000 hermenn á móti Skenderbeg. Tyrkir töpuðu stríðinu í þetta sinn líka og drápust 30.000 hermenn þeirra. Eftir þennan sigur gerði Kalikst páfi III Skenderbeg að herstjóra Vatikans. Afkomandi soldánn Múrats, soldáninn Mehmet sendi nokkrum sinnum her til að berjast ámóti Skenderbeg í Krúja en allar tilraunir hans voru án árangurs.

Þá ákvað Soldán Mehmet að fara sjálfur í stríð á móti Skenderbeg. Hann lagði af stað með 200.000 hermenn. Hann umkringdi kastala Skenderbeg í Krúja, en Albanir gáfust ekki upp allt þangað til Skenderbeg lést 17. janúar 1468 vegna sjúkdóms. Skenderbeg er mesta þjóðhetja albana.

Þessi stríð voru mjög eyðileggjandi og þreytandi fyrir albani, bæði líkamlega og andlega. Í fimmhundruð ára stjórn tyrkja á Balkanskaganum voru albanir beittir mesta harðræðinu. Tyrkir sundruðu albönum og neyddu þá til þess að skipta um trú, svo ennþá í dag eru albanar mjög sundrað fólk.