Societas Draconistrarum Mér datt bara í hug um að skella einni grein um Societas Draconistrarum hérna.

Societas Draconistrarum er latína og gróf þýðing er Order Of The Dragon eða Regla Drekans.

Societas Draconistrarum var gerð af Serbum. Ekki er vitað hvenær hún var stofnuð en 13.desember 1408 voru meðlimir reglunnar upplýstir fyrir almenningi. Verkefni hennar árið 1408 var skipað af konung Ungverjalands(sem seinna varð konungur Þýskalands) Sigismund og konunni(Barbara Cilli) hans til að vernda konungs fjölskyldunna. Meðlimir gengu undir heitinu Draconists.

Serbískur riddari að nafni Miloš Obilić stofnaði reglu drekans. Þegar reglan var stofnuð voru meðlimirni tólf, í reglunni voru eingöngu aðalsmenn. Meðlimir reglunnar voru allir með einhverskonar skartgrip í líkingu við myndina sem er með greininni, einnig voru hjálmar þeirra með dreka á. Upprunalegt markmið reglunnar var að drepa soldán Ottoman veldisins Murad I.

15. júní 1389, þegar bardaginn um Kosovo. Fór Miloš og menn hans inní Ottoman búðir og börðust alla leið að soldáninum Murad, þetta kvöld var Murad drepinn af Miloš. Við þessa för dóu ellefu meðlimir reglunnar. Sá eini er lifði bar nafnið Stefan Lazarević seinna þegar Sigismund endurvakti regluna var nafnið Stefan Lazarević efst á lista yfir þá sem kæmust í regluna.

Árið 1431 ákvað Sigismund að hleypa fleirum inní regluna, til að gera sem mest úr reglunni bauð hann mönnnum sem höfðu sterk pólitísk áhrif eða sterkan herafla. Meðal þeirra sem gengu til liðs við regluna var Vlad II sem fékk viðurnefnið Dracul eftir að hafa gengið til liðs við regluna, en Dracul er latína og merkir dreki eða djöfull, seinna gekk Vlad III til liðs við regluna en hann gekk undir viðurnöfnunum Draculea sem merkir son of the devil/dragon eða á íslensku sonur djöfullsins/drekans þetta viðurnefni fékk hann því að faðir hans Vlad II var í reglunni og seinna viðurnefnið var Tepes sem er latína og merkir á ensku The Impaler eða á íslensku merkir impaled að vera rekinn í gegn.

Reglan var sterk þangað til að Sigismund lést árið 1437, án sterks styrktar aðila fór reglan fljótt að missa áhrif og völd.

Meðal þessa 24 meðlima voru menn á borð við
Alfonso konungur Aragon og Naples
Ladislaus II konungur Póllands
Christopher III, hertogi af Bavaria og Konungur af Danmörku.

Svo bara ef ykkur langar til að vita meira um Ottoman veldið eða hvernig Vlad II Tepes fékk það viðurnefni eða eitthvað álíka bara láta mig vita.

Auðvitað taka tillit til þess að þetta er mín fyrsta grein. :)