Großdeutsches Reich, og heimssýn nasista “Ein Volk, Ein Reich, Ein Führer”

Það sem Adolf Hitler átti við með einu ríki, einni þjóð og einum foringja er draumur hans um sameiningu þýsku þjóðarinnar undir einu miðstýrðu þýsku ríki. Hitler þoldi ekki þegar hann sá Þjóðverja dreyfða um hin ýmsu lönd, Þýskaland, Austurríki, Tékkóslóvakíu, Pólland, Danmörk, Frakkland, Belgíu, Sviss svo eitthvað sé nefnt, og eftir að hann hafði látið verkin tala varð Großdeutschland, eða Stór-Þýskaland stærsta herveldi Evrópu á styrjaldarárunum.

Á þessu korti sést svæði sem þýskumælandi Þjóðverjar bjuggu á sikra 1925.

Prússland, Bæjarland, Oldenburg, Saxland og fleiri ríki sameinuðust í eitt þýskt ríki árið 1871. Þýska keisaradæmið var stórt og spannaði mun stærra svæði en Þýskaland nútímans. Prússland náði frá landamærum Hollands og Belgíu og langt inn í það sem við köllum Pólland í dag. En eftir að Þýskaland tapaði fyrri heimstyrjöldinni missti það mikið landsvæði. Í Versalasamningunum 1919 misstu Þjóðverjar eftirfarandi:
• Saarland, sem er svæði við landamæri Frakklands, var sett í umsjá The League of Nations (sem var alþjóðastofnun, forfaðir Sameinuðu þjóðanna) næstu fimmtán árin, þá var atkvæðagreiðsla milli íbúanna hvort Frakkland eða Þýskaland fengi svæðið.
• Danir fengu Norður-Schleswig, auk nokkurra borga í Schleswig-Holstein.
• Frakkar innlimuðu Alsace-Lorraine sem er svæðisræma á landamærum Frakklands.
• Pólverjar fengu allt Vestur Prússland, austurpart Efri Slésíu og hafnarborgina Danzig (Gdansk) en hún var sett undir forræði League of Nations.
• Tékkóslóvakía fékk borgina Hulczyn og restina af Evri Slesíu.
• Memel var undir stjórn Frakka og svo Litháa.
Þetta voru stærstu svæðin sem Þjóðverjar misstu og auk þess þurftu þeir að greiða fram miklar fúlgur til að borga skaðabætur fyrir stríðið og máttu ekki vera fleiri en 100.000 manns í hernum. Þýskaland var niðurlægt og atvinnuleysi og fátægt tröllriðu landinu.

En árið 1933 tók Adolf Hitler sér alræðisvald (auðvitað væri leið Hitlers til valda efni í aðra stærri grein) og hóf endurbætur í Þýskalandi. Hann batt enda á langvarandi atvinnuleysi með að hundsa Versalasamingana og ráða menn í hina nýstofnaða þýska her Wehrmacht árið 1935. Svo lagði hann grunn að nútíma vegakerfi og stofnaði atvinnu með því að leggja hraðbrautir þvers og kruss yfir landið. Hitler reif Þýskaland uppúr eymdinni og vesældinni, gaf skít í Vesturveldin og gerði Þýskaland að einu af þróuðustu ríkjum Evrópu.

Uppbygging Stór-Þýskalands hófst árið 1936 þegar þýskar hersveitir marséruðu inn í Rheinland, sem var landsvæði í Þýskalandi meðfram landamærum niðurlandanna og Frakklands sem þjóðverjar, samkvæmt Versalasamningunum, máttu ekki hafa her í. Svo 12.og 13.mars árið 1938 var Austurríki innlimað, auðvitað væri innlimun Austurríkis efni í aðra grein en í stuttu máli þá komu Þjóðverjar austurrísum nasistum til valda og með þjóðaratvæðisgreiðslu og samþykki nýju nasísku ríkisstjórnarinnar var Austurríki innlimað án átaka.
29. september 1938 komu saman leiðtogar stærstu velda Evrópu í München og ræddu um hvað gera skildi til að koma í veg fyrir stríð. Útkoman var sú að Þjóðverjar innlimuðu Súdetahéröðin í Tékkósklóvakíu en þar bjuggu um 3.2 milljónir þjóðverja. En 15. mars 1939 hertóku þjóðverjar restina af Tékklandi og stofnuðu leppríkið Slóvakíu. Tékkland var innlimað í þýska ríkið en var þó að nafninu til verdarsvæði þjóðverja.
Þá var komið að aðalmálinu, Vestur-Prússlandi.
1. september 1939 hófst seinni heimstryjöldin með innrás Þjóðverja í Pólland. Þá var Vestur-Prússland og Evri Slésía innlimuð og restin af Póllandi ekki beint innlimað , en fór undir sérstaka herstjór sem kallaðist Generalgouvernement.
Eftir fall Frakklands 1940 innlimuðu þjóðverjar svo Alsace-Lorraine.

Á þessu korti sést Stór-Þýskaland og landamæri Þýskalands fyrir stríð. Svo eru merkt með grænu Reichsgaue sem voru innlimuðu svæðin.

Lebensraum

Eftir að hafa sameinað þjóðverja undir einum hatti hrundi Hitler og hans kónar aðgerð í gang sem byggðist á dýrkun þeirra á aríska kynþættinum. Þýskaland hafði fengið aftur þau svæði sem þeir höfðu misst og Gestapo sá um að halda lög og reglu innanlands auk þýsku lögreglunar.
Hernumdu svæðin voru undir stjórn hersins og SS. Hvert hernumda ríki varð gert að Reichskommissare og yfir því var eins konar ríkisstjóri eða Reichskommissar.
Leppríkjunum var stýrt með arðræningu og valdbeitingu, í raun voru þau “sjálfstæð” en ef þau höguðu sér ekki vissu ráðamenn þar að það var minnsta mál fyrir þýska herinn að ráðast á þau.
Innrásin í Sovétríkin 1941 var ekki bara óhjákvæmileg að hálfu þjóðverja vegna krossferð þeirra gegn bolsévisma, heldur áttu svæði Sovétríkjanna að vera notuð undir Lebensraum eða landnám Þjóðverja. Generalplan Ost var planið sem þjóðverjar byggðu á heimsvaldastefnu sína í Sovétríkjunum. Eftir að Rauðin herinn skyldi sigraður átti að gera alla slava að ókeypis þrælum(margir voru fluttir til þýskalands að vinna í þýskum vopna og hernaðarbúnaðarverksmiðjum þótt stríðinu væri ólokið), og flytja Þjóðverja og aðrar “óæðri, en samt ekki réttræpar” þjóðir eins og Englendinga, Frakka, Belga, Normenn, Dani og fleiri inn í hin auðugu lönd Sovétríkjanna og Póllands. Sovésku landsvæðunum voru skipt niður í þrjú Reichskommissare, Reichskommissariat Ostland, sem voru Eystrasaltsríkin, Reichskommissariat Ukraine, sem var Úkraína og restin af evrópuhluta Rússlands var Reichskommissariat Moskau en þjóðverjar náðu ekki að stofna það.

Í virðingarstiga nasista voru Þýskir Þjóðverjar efstir, þar á eftir komu Þjóðverjar sem bjuggu utan Þýskalands, þaðan komu svo aðrar Evrópskar þjóðir, svo slavar, Pólverjar, og að lokum gyðingar sem áttu ekki tilverurétt og reyndu þjóðverjar að útrýma þeim af yfirborði jarðar.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,