12. apríl 1945, þegar Harry S. Truman tók við forsetaembættinu eftir andlát Franklins D. Roosvelts, varð stefna Bandarískra Stjórnvalda í garð sovétmanna mun harðari. Winstone Churchill talaði fyrstur manna um járntjaldið og nauðsyn þess að veita kommúnisma viðnám árið 1946.
Bandaríkjamenn óttuðust mjög að svétmenn myndu reyna að ná fleiri svæðum í Evrópu en bara Austur-Evrópu og reyndist það á rökum reist.
Bandaríkjamenn ætluðu ekki bara að stöðva framrás kommúnisma, heldur líka hraða uppbyggingu í Evrópu og í því skyni stóðu þeir fyrir Marshall hjálpinni sem hófst árið 1947, og var henni ætlað að styrkja efnahag Evrópu en fræðimenn telja að það hafi haft þau áhrif að kalda stríðið hafi aukist.
Í febrúar árið 1948 stóðu kommúnistar í Tékkóslóvakíu fyrir valdaráni með hjálp sovéska hersins og voru öll Austur-Evrópsku löndin að Júgóslavíu undanskilinni undir stjórn sovétríkjanna.
24 Júní 1948 var Berlín lokað og var það í tæpt ár. Vesturveldin sáu íbúum vestur-Berlínar fyrir nauðsynjum.
Sambandslýðveldi Þýskalands var formlega stofnað í maí 1949 og þar með varð Þýska alþýðuveldið að raunveruleika og skipting Evrópu með Járntjaldinu.