Ég þurfti að skirfa heimilda ritgerð um norræna goðfræði. Mér fannst þetta nokkuð gott veit ekki með ykkur.

Guðir forfeðra okkar

Hér á eftir mun ég fjalla um fjóra af þeim guðum sem forfeður okkar trúðu á. Þeir voru guðir landnámsmannanna og áhrifamáttur þeirra þvarr nokkuð eftir að kristni var lögfest hér árið 1000. Heiðni hefur þó haldist með þjóðinni allt fram á þennan dag á eftir að lifa svo lengi sem önnur trúarbrögð.

Óðinn var æðstur ásanna. Hann bjó í Valhöll. Á Óðinn trúa heiðnirmenn þegar þeir fara í stríð og til hans fara þeir við dauða. Hann er því bæði stríðsguð og guð dauðans. Til Óðins er leitað eftir visku og skáldskap. Hann ræður því hversu ríkir menn eru af þeim hæfileikum. Óðinn kann galdra betur en aðrir og einnig getur hann leitað ráða hjá hinum dauðu.
Nöfn bar Óðinn fjölmörg eða 169. Meðal nafna hans voru: Grímnir, Helbindi, Svipall, Bölverkur, Báleygur Síðhöttur, Síðskeggur, Sviðrir og Hárbarður. Útlit Óðins er einstakt, því hann er eineygður. Milli staða ríður hann hesti sínum Sleipni sem er áttfætlingur. Hann ber jafnan spjótið Gungni, sem er hugsmíði dverga.”(Guðirnir okkar gömlu Bls 58)
Óðni fylgja alltaf hrafnar tveir, Huginn og Muninn. Þá fylgja honum einnig tveir úlfar Geri og Freki. Geri sem gerandi og Freki en hans hæfileikar eru innan ramma lýsingarorðsins frekur.
Í Valhöll situr Óðinn í hásæti sínu Hríðskjálf. Þaðan sér hann um heim allan. Enginn hefur leyfi til að setjast í Hríðskjálf annar en Óðinn. Aðeins er vitað til þess að Freyr hafi tillt sér þar eitt sinn er hann Gerði Gymisdóttur.
Kona Óðins er Frigg og áttu þau Baldur. Önnur börn Óðins eru: Þór sem hann átti með Jörð. Þór er því sonur hins og jarðar sem minnig á uppruna ýmissa annarra indóevrópskra guða. Höður hin blindi, Týr, Hermóður hinn hvati og Víðir eru einnig synir Óðins. Þeirra mæðra er hvergi getið. Víðir er fæddur í þeim tilgangi að hefna föður síns. Snorri Sturluson gaf honum viðurnefnið „hinn þögli ís“. Þá skal einnig nefndur sonur Óðins og Rindar, Váli. Hans hlutverk var að hefna Baldurs.


Óðinn heitir Alföður vegna þess hann var pabbi allra goða. “Hann heitir Valföður, því að hans óskasynir eru allir þeir er í val falla. Þeim skipar hann Valhöll og Vingólf og heita þá einherjar”(Snorra-Edda bls 36)
Í Valhöll til Óðins fara allir þeir sem falla fyrir vopni. Þeir berjast alla daga og deyja enn lifan við á kvöldin og ganga til drykkja og matar. Þegar stríð er þá ræður Óðinn því hverjir munu deyja. Hann ræður reyndar bara helmingum vegna þess að Freyja ræður hinum helmingum.

Þór er sonur Óðins og Jarðar og varð til við samruna þessara geimsafla hinins og jarðar. Þór er himneskrar ættar. Í germönskum málum er merking orðsins Þór, þruma.
Þór ekur um í vagni og ferðast með þrumugný og hefur þruman verið persónugerð í honum. Vagninn draga hafrar hans Tanngrisnir og Tanngnjóstur. Vegna þess hve mikið hann er í vaginum sínum þá er hann kallaður Öku-Þór. Hin sérkennilegu nöfn lýsa þeirri önn sem það er að draga Þór um loft og láð í vagni undir þrumugný. Auk þess að draga Þór um loft og láð eru hafrarnir veganesti Þórs. Hann borðar þá hvert kvöld á ferðum sínum, kastar beinum þeirra á húðirnar og hafrarnir rísa heilir á fætur að morgni.
Þór var sterkastur goðana. Hann var verndari þeirra og þegar með hamarinn Mjölni að vopni. Þegar hann hóf Mölni á loft þá merkti það að þursar hefðu orðið fyrir honum.
Mér finnst Þór vera spennandi guð, eins konar „íþróttaguð”ef hægt væri að kalla það svo.
Hér á Íslandi er Þór mjög vinsælt nafn. Sértaklega sem millinafn. Það er talið að menn séu að skíra í höfuð á Þór. Einnig eru mjög vinsæl stúlknanöfn, skírðar í höfuðið á Þór samanber Þórdís og Þóra. Kona Þórs er Sif og kann hún að vera eins konar „ættargyðja sbr. orðinn sifjar og sifjaspell.” (bls 67) Synir Þórs voru Magni og Móði, en þá átti hann með tröllkonunni Járnsöxu.Ullur var sonur Sifjar og gekk Þór honum í föðurstað.
Þór á þrjá kostgripi. Einn þeirra er hamarinn Mjölnir. Sagt er að þegar Mjölnir fer á loft þá er það yfirleitt bergrisar eða Miðgarðsormurinn sem kenna á því. Næsti gripur er Meingjarðir og þegar hann setur þær utan um sig þá “vex honum ásmeginn”
(Snorra-Edda bls 38). Þriðji er Járnglófar sem eru einshvers konar hanskar. Þá má hann ekki missa þegar hann lyftir Mjölnir á loft.

Freyja er dóttir Njarðar. Af ætt Vana. Hún á bróðir sem heitir Freyr ,ekki mikið hugmyndaflug með nöfn þar, og eru þau mjög falleg og máttug. Freyja er ágætus af ásynjum. Hún á bæ á himin sem heitir Fólkvangar og heitir salur hennar Sessrúmir. Hún ræður einni hverjir deyja í stríði á móti Óðini eins og þegar hefur komið fram. Hún er í raun guð ástarinnar, því er gott að heita á hana til ástar.
Freyja á tvo ketti sem hún ríður á. Hún ríður einni stundum orustusvíninu Hildisvíni. “Hún er nákvæmust mönnum til á að heita, og af hennar nafni er það tignarnaf og ríkiskonur eru kallaðar frúr”.(Snorra-Edda bls 41-42)
Maður hennar Freyju heitir Óður barn þeirra heitir Hnoss. Í sumum heimildum á hún annað barn sem heitir Gersemi. Þegar maður Freyju Óður hvarf leitiðhún lengi af honum í ókunnum þjóðum þá tók hún sér mörg nöfn meðal annas:
“Mardöll, Hörn, Gefn, Sýr”(asatru.is/vor_sidur/thekktgod.html)
Margir velt þeirri spuringu fyrir sér hvort Óður og Óðinn hafi verið sami maðurinn. Mér finnst það nokkuð líklegt vegna þess hve lík þessi nöfn eru. Einni sért oft ef lesið er á milli lína um goðafræði að samband Óðins og Freyju sé mjög náðið.
Þess vegna væri alls ekki ólíklegt að fullyrða að þeir séu sami maðurinn.

Óðinn er skyldur ýmsum öðrum guðum í indóevrópskum trúarbrögðum. Hjá Grikkjum er það Seifur. Saman rekja þeir ættir til tortímingaraflanna. Báðir eru ótrúir konum sínum, sem sýnir sig best í að þeir eignast mörg börn með öðrum konum, Seifur þó mun fleiri. Báðir eru guðirnir víðförulir og skýla sér gjarnan bak við dulnefni og dulargervi.

Þór er að mínu mati ekki ósvipaður Seifi þrumuguð. Mér finnst hann jafn vel líkari Seifi enn Óðinn enn það má samt sem áður deila um það. Samt má ekki gleyma því að Þór var verndari ásana eins og Seifur var verndari guðana grísku.

Heimildri
http://www.asatru.is
Snorri Sturluson. 1998. Snorra-Edda. Idnú, Reykjavík.
Sölvi Sveinsson. -. Guðirnir okkar gömlu. Iðunn, Reykjavík