Marco Polo - Smá Úrdráttur um líf hans Marco Polo fæddist Feneyjum, í september árið 1254. Hann var sonur Niccolo Polo landkönnuðar. Niccolo og bróðir hans Maffeo ferðast til Kína, eða Kaþei eins og þeir kölluðu það árið 1260 þá var Marco einungis 6 ára. Í Kína hitta þeir Kúblai stórkan og eru teknir opnum örmum. Þeir snúa aftur til Feneyja árið 1969. Þá kemst Niccolo að því að kona hans er látin og sonur hans Marco er orðinn 15 ára. Kúblai stórkan var búinn að biðja þá um að koma aftur með eitt hundrað kristna trúboða frá páfanum, til að boða kristni til Karþei, en Kúblai var mjög áhugasamur um trúarbrögð og hann bað einning um sýnishorn af vígðu olíunni í Grafarkirkjunni í Jerúsalem. En þegar Niccolo og Maffeo komu til Feneyja árið 1269 þá var páfinn nýlátinn. Það tók kirkjuþingið vanalega mjög langan tíma að finna nýjann páfa og þetta var engin undantekning.
Niccolo og Maffeo biðu í 2 ár eftir því að nýr páfi yrði kosinn. Þeir ákváðu þá að fara af stað þrátt fyrir að ekki væri búið að kjósa nýjann páfa. Þeir fóru því fyrst til Jerúsalem að ná í sýnishornið af vígðu olíunni. Þegar þeir voru komnir þangað var búið að kjósa nýjan páfa, Gregoríus tíunda. Hann gat ekki sent frá sér hundrað trúboða, en þess í stað sendi hann með þeim Polofrændum bréf til Kúblais um að ástandið væri þannig að hann gæti ekki sent svo marga menn. Hann sendi því tvo helstu munkanna með Polobræðrunum, en þeir tveir gáfust upp þegar herská þjóð, Mamlúkar höfðu ráðist inn í Landið helga, þ.e. Jerúsalem. Sagt var að öllum ferðamennum til Austurlanda stafaði ógn af þeim. En Niccolo, Maffeo og Marco ákváðu að taka þá djörfu áhættu að snúa aftur til Karþei til þess að útskýra fyrir Kúblai stórkani hvers vegna sendiferð þeirra hafði mistekist. Þeir voru 3 ár á leiðinni til Karþei. Kúblai tók þeim opnum örmum og fyrigaf þeim að þeir hefðu ekki getað komið með neina trúboða. Kúblai leist mjög vel á Marco og hreifst af hinu góða minni hans og hæfileika til þess að lýsa öllu mjög nákvæmilega eins og það var.
Árin 1275-1292 ferðast Marco í þjónustu Kúblais til að skoða önnur lönd og trúarbrögð. Hann sér margt sem engin evrópumaður hafði séð áður og verslar margar trúarvörur fyrir Kúblai, sem dæmi mætti nefna tönn Búddha, sem hann keypti af munkum á Indlandi. Eftir 17 ár í Karþei eru þeir Polofrændur komnir með mjög mikla heimþrá og biðja Kúblai um heimleyfi, hann vill helst ekki að þeir fari og bannar þeim það. Þegar drottning Kúblais dó þurfti að senda eftir nýrri eiginkonu handa honum, af sömu ætt. Kúblai valdi 17 ára prinsessu Persa, Kókatsjin, hann var sjálfur 76 ára. Polobræðurnir sáu það sem tækifæri til að komast aftur heim og báðu um leyfi til að fylgja prinsessunni sjóleiðina og fara síðan heim. Þeir fá það en á leiðinni fá þeir fréttir að Kúblai hafi látist og í staðinn fara þeir til sonar hans Arghúns Kans sem var einnig látinn en prinsessan er í staðinn gift syni hans. Þá loksins gátu þeir Polobræður komið heim eftir 23 ára fjarveru.
Árið 1298 var Marco handtekin af Genúamönnum sem tóku yfir Feneyjum, en Marco stjórnaði stríðsgaleiðslu. Meðan að Marco sat í fangelsi sagði hann fangelsisfélaga sínum, Rustichello ferðsögu sína. Rustichello skrifaði hana niður, þar sem Marco var ekki læs né skrifandi. Þegar Marco losnaði var bókin fullkláruð og gefin út undir nafninu Lýsing heimsins, síðar undir nafninu Ferðasaga Marco Polo. Fáir á þessum tíma trúðu lýsingum hans og var hann alltaf kallaður Marco milljón. Þegar Marco andaðist árið 1324 sagðist hann að hann hefði aldrei sagt frá helmingnum af því sem hann sá.

-hluti af fyrirlestri

–Anna Björg Auðunsdótti
This is an incredibly romantic moment, and you're ruining it for me!