Póseidon

Ég ákvað að skrifa þessa grein vegna annarar greinar sem var skrifuð hér en hún var hreinlega móðgun við Póseidon.

Póseidon var goð í forntrú Grikkja. Aðalega var hann dýrkaður sem guð hafsins, lækja og vatna en einnig tengist dýrkun á honum frjósemi og gróðri, einnig var hann talinn eiga ábyrgð á jarðskjálftum og fleiri jarðhræringum þar sem sjórinn lá í kringum allan heiminn og gat hann hrist hann að vild. Helsta einkennistákn Póseidons er Þríforkurinn en einnig er hægt að þekkja hann á ótal kynjaskepnum, hestum og nautum sem elta hann hvert sem hann fer.

Póseidon var sonur Krónosar og Rheu. Eftir að bræðurnir Seifur, Póseidon og Hades höfðu varpað föður sínum úr stóli skiptu þeir heiminum á milli sín þar sem Póseidon fékk hafið í sína umsjá.

Grikkir til forna voru með fyrstu almennilegu siglingaþjóðum við Miðjarðarhaf og var því Póseidon vinsæll og til mikkils metin hjá Grikkjum. Helstu staðirnir sem hann var dýrkaður á voru Korinta og Rhódos en einnig fjölmargir aðrir hafnarbæir.

Amfitríta hét kona Póseidons en eins og aðrir forn-grískir guðir hélt hann ekki miklum trygðum við hana. Póseidon átti fjöldan allan af hjákonum og afkvæmum einnig.

Afkvæmi Póseidons voru fjölmörg og má nefna Tríton sem var sonur hans og Amfitrítu en hann var hálfur maður og hálfur höfrungur. Hann var einskonar fylgigoð Póseidons. Pólýfemos var sonur Póseidons en hann var þekktastur fyrir að ver kýklópinn sem hindraði för Oddyseifs. Pegasos átti einnig að vera sonur Póseidons en móðirin Medúsa. Einnig er hægt að nefna fjölmörg enn, Euphemus sem gat gengið á vatni; gullna reyfið; Hallirrhothius en Ares drap hann og var það upphaf mikkillar rimmu milli Póseidons og Aresar en hún var útkljáð með dómi hinna tólf guða; auk margar minna þekktra.

Margar sögur eru til af guðinum eins og til dæmis þegar hann gegn vilja Seif gengur í lið Grikkja í Trójustríðinu og hjálpar þeim en ég bendi ykkur á að lesa Illíonskviðu Hómers til að vita meira um það. Ein þekktasta sagan um Póseidon er þegar hann keppir um hylli borgarinnar Aþenu við sjálfa Aþenu. En það átti að vera þannig að hvort goðið átti að gefa borginni eina gjöf. Póseidon ætlar að gefa borginni ferskvatnslind en gerir mistök og hún verður sölt. Á meðan gefur Aþena borginni vínviðin sem íbúar velja betri gjöf svo að Aþena verður verndargyðja Aþenu. Póseidon verður þá svo æfur af reiði að hann lætur sjó flæða yfir allan Attíkuskagann. Margir hafa eflaust heyrt þessa sögu allt öðruvísi en eins og þið ættuð vita eru þessar fornsögur Grikkja til í mörgum útgáfum. Í einni temur Póseidon hestinn fyrir borgina en það er heldur ekki nógu gott.

Ég tel þetta svona ágætis yfirlit um goðið en ég gæti eflaust skrifað margt fleira. Kannski mun ég skrifa um fleiri goð ef ég nenni.

Helstu heimildir New Larousse Encyclopedia of Mythology og minn eldklári haus.
As we kill them all so God will know his own