Anastasía Anastasía Romanov var fædd 18.júní 1901, en hún lést 16.júlí 1918, aðeins 17 ára gömul. Hún var yngst af dætrum Nicholas II og þótti vera klár og tápmikil stúlka. Anastasía átti einn yngri bróður, Alexei en var hann með sjúkdóminn dreyrasýki sem gengur í fjölskyldum sem giftast mikið skyldmennum (kónga- og keisarafjölskyldum). Mamma þeirra hafði stöðugar áhyggjur af Alexei, en ólíklegt þótti að hann myndi komast til fullorðinsára. Anastasía átti líka tvo hunda, Shipka og Jemmy, en henni þótti mjög vænt um þá báða.
Anastasía og allar aðrar konur í fjölskyldu hennar höfði rauðbrúnt hár og blá augu, en þær þóttu alltaf vera einstaklega fallegar. Í kringum unglingsárin varð Anastasía fremur feit en samt hélt hún fegurð sinni. Foreldra Anastasíu og systkina hennar vildu þeim allt hið besta í lífinu og voru afar ástríkir foreldrar. Þær systurnar kunnu allar ensku og rússnesku og voru vel menntaðar. Þær deildu mjög miklu s.s. herbergjum, en vegna einangrunar þeirra frá umheiminum voru þær fremur barnalegar.

Raspútín var umdeildur heilagur maður sem Alexandra drottning (móðir Anastasíu) leitaði til vegna Alexei og veikinda hans. En hann var sagður hafa mikla hæfileika til lækninga. Yfirleitt fyrirleit fólk þennan munk og skildi þess vegna ekki hvers vegna keisarafjölskyldan leit svona mikið upp til hans. En almenningur vissi heldur ekki af veikindum Alexei og hvað Raspútín gat gert fyrir fjölskylduna.
Árið 1914 þegar að heimstyrjöld byrjaði fór Nicholas II að heiman og Alexandra drottning stjórnaði keisaraveldinu á meðan. Á meðan Raspútín stjórnaði fór ríkisstjórnin að hrynja hægt og sígandi. Á endanum bauð keisarafjölskyldan Raspútín í mat og drap hann, það reyndist þó ekki auðvelt. Fyrst var reynt að eitra fyrir honum, síðan að skjóta hann og lokum var honum drekkt þegar að ekkert annað dugði.

Þetta var Raspútín í raun og veru og líklega var það hans sök að fjölskyldan var myrt. En hann hafði komin slæmu orði á fjölskylduna og gert margt rangt og þess vegna var hún svo hötuð.
Eftir að Raspútín var drepinn tóku hermenn keisarafjölskylduna sem gísl. Þau fengu aldrei frið og á endanum voru þau flutt til Síberíu. Þar bjó fjölskyldan í 78 daga og að kvöldi 6.júlí var þeim öllum sagt að klæða sig og flutt í kjallari í húsinu sem þau dvöldust í. Þar stilltu þau sér upp í tvær raðir en byssumenn komu og fylltu herbergið og hófu að skjóta. Það skrítna var að Anastasía og tvær systra hennar dóu ekki strax. Talað er um að þær hafi saumað demanta inn á kjóla sína til að flytja þá með sér og þess vegna hafi skotin endurkastast. En á endanum voru þó allir drepnir þarna í kjallaranum.

Þess má geta að margar konur hafa gefið sig fram í gegnum árin undir því yfirskini að vera Anastasía en líklegast þykir þó að hún hafi verið myrt ásamt hinum í fjölskyldunni.

Vonandi hefur einhver gaman af því að lesa þetta, en í upphafi átti þetta að vera partur af ritgerð :)

http://www.royalty.nu/Europe/Russia/Anastasia.html
Upplýsingarnar eru allar af þessum link.