Valdatími Stalíns Þessi grein er ekki tengd Seinni-Heimstyröldinni svo sumir geta andað léttar og aðrir farið í fýlu
Þessi grein lýsir stjórnarháttum Stalíns og hversu sama hann var um mannslíf svo lengi sem það tengtist framför og er engan veginn að upphefja hann og ákvarðanir hans.

Valdatími Stalíns hófst með dauða Leníns Janúar 1924 og eftir það hófst tími mikillar ofsóknar og miklar breytingar.
Fyrsta verk Stalíns var að fá Kamanjev og Zínovjev (þeir tilheyrðu þremeningsbandalagi sem sá um stjórnina þegar Lenín veiktist) til að hjálpa sér að losna við Trotský. Trotský var svipt embætti sínu síðan rekinn úr flokknum og sendur síðan í útlegð til mið-Asíu, svæði Sovétríkjanna en árið 1929 var hann útlegður úr Sovétríkjunum þar sem Stalín lét myrða hann 1940.

Markmið Stalíns voru þrenn þegar hann komst til valda, Byggja upp öflugan iðnað, þjóðnýta landbúnað og þvinga þjóðina til algjörar undirgefni. Stalín tókst að uppfylla markmið sín en hann náði þeim með fórnum miljóna manna og mikilli harðræði og kúgunar en eftir dauða Stalíns fóru Sovétríkin hnignandi þar sem eftirmenn hans sáu ekki neina skynsamlega ástæðu fyrir fórnum sem hann krafist af fólki.

Eitt af fyrstu verkum Stalíns var að stoppa NEP-áætlinuna til að geta einbeitt sér meira að þvingaðri iðnvæðingu Sovétríkisins.
Árið 1927 tilkynnti Stalín að “heimsvaldasinnar” væru að búa sig undir árás á Sovétríkin til að geta haft ástæðu fyrir auknum vopnaframleiðslu til að geta varist gegn (ímynduðu)óvinum Sovétríkjanna en talið er að öll iðnvæðing í Sovétríkjunum miðaðist við hernaðarþarfi.
Fyrsta fimm ára áætlunninn var tilkynnt 1929 sem færði allan þjóðarbúskap undir miðstýrða áætlun og varð lögð áhersla á fjárfestingavörur t.d járn kol og þungavinnu vébúnað og sama ár var tekinn upp samyrkjubúskapur í landbúnaði en tilgangur þess var að tryggja völd kommúnista í sveitum og ná stjórn á matvælaiðnaðinn til að geta brauðfædd borgarbúa.Samyrkjubúskapur fólst í því að ekkert landsvæði mátti vera á einkaeign og Ríkið setti upp risastóra ríkisbúgarða þar sem bændum var skylt að búa nema með sérstöku leyfi. En ekki voru allir ánægðir með samyrkjubúskap þar sem Kósakkar (Ríkir sjálfstæðir bændur) vildu ekki gefa upp löndin sín þar sem það hafði verið svo stutt síðan að bolsévikar (Kommúnistar sem byrjuðu byltinguna og tóku við stjórninni eftir byltinguna ) höfðu lofa bændum jarðnæði til bænda á tímum byltingarinnar. Mikil harka var beitt gegn bændum sem mótmæltu samyrkjubúskap og milljónir bænda voru fluttir í nauðungavinnu í samyrkjubúum og þeir kusu frekar að eyðileggja alla uppskeru og fella búfé frekar en að vinna í samyrkjubúum en útaf því snarminnkaði landbúnaðar framleiðsla sem olli einni verstu hungursneyð sem vitað er um. Milljónir manna dóu útaf hungursneyð.
Eftir að iðnaðaruppbyggingin hófst fóru lífskjör ínúa Sovétríkjanna sí hnignandi og eina sem fólkið fékk frá ríkistjórninni voru tóm loforð um batnandi lífskjör. Á árinu 1933 voru kjör verkafólks kominn niður í 1/10 þess sem það hafði við byrjun iðnaðaruppbygginguna (1926-1927).
Til að bæta framleiðslu tók Stalín upp kapítalistar að ferðir og 1931 sagði hann að það væri “öfga-vinstri” sjónarmið jafnræðishugmynd að allir væru borgað jafnt og þýddi að ófaglærður verkamaður hefði ekki sömu hvatningu til að bæta vinnu sína og að faglærður maður færi á milli starfa þangað til að hann fengi starf sem var metinn að verðleika og samkvæmt Stalín skaðaði þetta framleiðslu þannig að hann lét setja upp launakerfi sem gerði grein á milli þeim hæfustu og slökustu.

Árið 1934 var Sergej Kírov flokksforingi Bolsévika í Leníngrad, grunur stóð um að Stalín hefði skipulagt morðið sama þótt að Kírov hefði hyllt hann sem einn “mesta herstjórnarsnilling frelsunar erfiðisvinnufólks í landi okkar og öllum heiminum”.
En morðið á Kírov hafði tvær ástæður, losa við hugsanlegan keppinaut í Bolsévika flokkinum og til að geta hafið baráttu gegn and-sovéskum og hafði þar með tækifæri til að losna við alla hæstsettustu menn sína sem höfðu fylgd honum síðan tíma Leníns.
Hreinsuninar á fjórða áratuginum fólust í því að Stalín gaf tilskipun til yfirvalda á hverjum stað að berja “meintu” glæpamennina þar til þeir játuðu á sig glæp sem þeir frömdu aldrei og síðan voru þeir dæmdir í sýndarréttarhöldum sem stóðu vanalega yfir í nokkrar mínútur og eftir það voru sakborningarnir annað hvort dæmdir til dauða, vinnuþrælkunnar eða útlegðar. Á hápunkti hreinsunninar gaf Stjórnmálaráðið út kvóta til hvert hérað um hversu margir skildu vera sendir til dauða og hversu margir væri sendir til þrælkunarbúðir. Rauði herinn slapp ekki við ógn hreinsunninnar, af 5 marskálkum voru 3 “útrýmdir” og og af 15 hershöfðingjum hurfu 13, af 9 flotaforingjum lifði aðeins einn af. Eftir fall Sovétríkjanna var enginn dæmdur fyrir hreinsaninnar,
Hreinsanir urðu að dauða mörg milljóna manna.

Valdatími Stalíns endaði með dauða hans 5.mars 1953 af háum blóðþrýsting en það var ekki valinn nýr leiðtogi fyrr en árið 1956 og var Níkíta Khrústjov og markmið hans var að láta allt tengt Stalín hverfa úr Sovétríkjunum (Áróðurs málverk- og styttur af Stalín þannig hluti) og “Stalínismi” gerður ólöglegur til að geta gleymt þeim harðindum sem var kallaður valdatími Stalíns
Valdatími Stalíns stóð yfir í 1928-1953 og talið er að milli 10-50 milljóni manna hafi dáið á valdatíma hans en talið er að það sé ómögulegt að þrengja töluna niður.Heimildaskrá:

Kommúnisminn eftir Richard Pipes (Þýdd af Jakob F. Ásgeirsson og Margrét Gunnarsdóttir)

Íslands- og Mannkynsagan II eftir Margrét Gunnarsdóttir og Gunnar Þór Bjarnason

http://www.answers.com/stalin