Skólaritgerð - Jón Sigurðsson Við máttum velja eitthvað eitt málefni (mátti ekki gera alla söguna) og ég ákvað að velja æskuár Jóns Sigurðssonar.
Enjoy

Inngangur

Jón Sigurðsson átti þann langþráða draum að íslenska ríkið yrði sjálfstætt. Sá draumur átti eftir að rætast og eiga allir Íslendingar að fá að læra um þennan mikla mann.
Ég ætla að rita um æskuár Jóns Sigurðssonar og vona að það heppnist vel

1. kafli – Uppeldisstaður Jóns.

Fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar var Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hrafnseyri var landnámsjörð mikil og höfðingjasetur. Örn nokkur frændi Geirmundar heljarskinns var fyrstur til að byggja í Arnarfirði, en staldraði þar stutt við, segir í Landnámu. Grélöð og maður hennar, Ánn rauðfelldur settust að á Hrafnseyri í kjölfar Arnars, en það var Grélöð fann hunangsilm úr grasi þar og valdi hún þess vegna staðinn.

Samkvæmt fornleifarannsókna Þjóðminjasafnsins þá staðfestu þau þá frásögn ,,Landnámu” að byggð hafðist á Hrafnseyri í kringum árið 900. Þó að nafnspjald þeirrar Ánar og Grelaðar, fyrstu ábúenda þar, hafi ekki fundist. Grelutóttir vitna um byggð þeirra, en ljóst er að um árið 1000 var bærinn fluttur upp í hvamminn og hefur hann staðið þar síðan.

Árið 1811 á Bótólfsvöku sem var á laugardegi, eignuðust hjónin Sigurður Jónsson, prestur og Þórdís Jónsdóttir son og skýrðu þau hann Jón Sigurðsson. Eins og ég sagði áður var það í Hrafnseyri við Arnarfjörð sem Jón fæddist og átti hann þrjú systkini. Jón var elstur, en hin hétu Jens og Margrét.

Jóni var kennt snemma að bjarga sér sjálfur og var alinn upp við hirðusemi, iðjusemi og nákvæmni. Var hann haldinn að allri aðgengilegri vinnu svo sem tíðkaðist þá til, svo sem til sjávar og svo framvegis.

Hús Jóns sem hann fæddist í árið 1811 hefur nú verið endurgert. Þegar Ísland fékk lýðveldi (17. júní 1944) fól Alþingi ríkisstjórninni að búa til nefnd til að stýra framkvæmdum á Hrafnseyri í minningu Jóns Sigurðssonar. Hrafnseyranefnd var þessi nefnd kölluð hefur starfað alla tíð launalaust en hefur samt stjórnað á staðnum alla sína tíð.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti opnaði safn Jóns Sigurðssonar 3. ágúst 1980 og hafa um sextíu þúsund manns sótt Hrafnseyri heim eftir það. Til að gestir finni þeir vera velkomnir og fari á braut með góða tilfinningu fyrir þessum helga sögustað þjóðarinnar þá er mikil áhersla lögð á að staðurinn haldi sér snyrtilegum og aðlaðandi.

2. kafli – Uppeldisfólk Jóns

Séra Markús Eyjólfsson:
Þegar Jón var átta ára gamall (árið 1817) fluttist að Hrafnseyri, séra Markús Eyjólfsson, sem hafði verið prestur á Söndum í Dýrafirði. Séra Markús var mikill fræðimaður og sagður hafa verið listaskrifari. Hann dvaldi á Hrafnseyri þangað til hann lést árið 1830. Er sagt að Jón hafi numið talsverðan fróðleik af kynnum sínum við hann.

Þórdís Jónsdóttir:
Móðir Jóns hét Þórdís Jónsdóttir. Samtímaður Þórdísar, séra Oddur Sveinsson, prófastur á Hrafnseyri lýsir Þórdísi svo:

,,Hún var í meðallagi há, vel vaxin, andlitið frítt og gáfulegt, augun móleit og fjörmikil kona, var hún hæglát og geðgóð, en stjórnsöm á heimili. Að jafnaði var hún fáorð, en hafði það til að vera hnyttin og jafnvel meinleg í orði, ef henni þótti miður.”

Frú Þórdís var góðhjörtuð og örlát við fátæka ,,Þú villt gefa allt, Þórdís” sagði maður hennar eitt sinn þegar Þórdís var að gefa fátækum. Þórdís taldist oft til svokölluðu ,,Svörtu ættar” sem margir á Vestfjörðum töldust til en það var útaf dökkum háralit og brúnum eða dökkum augum. Jón sór sig einnig í ,,svörtu ættina” en varð seinna hvítur fyrir hrærum.

Séra Sigurður Jónsson:
Sigurður var faðir Jóns. Séra Sigurður stundaði sjóróðra á vorin lengst framan af starfsárum sínum. En var hann ekki alltaf á sjó því hann kom heim um helgar vegna embættisgjörða. Hann var talinn hörku sjómaður og aflasæll. Á veturna kenndi hann piltum að lesa og skrifa.
Oddur Sveinsson sagði svo um séra Sigurð:

,,Sem prestur og prófastur var séra Sigurður efunarlaust flestum samtíðarmönnum sínum fremri að reglusemi og vandvirkni í öllu. Hann var að vísu ekki sérlega fljótgáfaður eða bráðskarpur, sem menn kalla, en hafði einkar gott minni og greindargáfu og kunni yfir höfuð vel að nota gáfur sínar.”

Hann var mjög góður söngvari hann Sigurður. Þegar hann var í Hólavallarskóla var hann valinn til að vera forsöngvari. (Hallgrímur Sveinsson, 1994: 8)

Margrét Sigurðardóttir:
Margrét var systir Jóns og giftist hún skipherranum Jóni Jónssyni frá Suðureyri í Tálknafirði og fyrstu búskaparárin voru þau í húsmennsku hjá foreldrum Margrétar en fluttu síðan á Steinanes í Arnarfirði. Jón stjórnaði skipum frá Bíldudal í langa tíð og var talinn vera góður sjómaður. Þau tvö eignuðust heil ellefu börn en aðeins sjö af þeim komust til fullorðinsára.

Mjög innilegt samband var milli þeirra systkina. Jón styrkti Margréti fjárhagslega um nokkurt skeið og lagði árlega inn 50 ríkisdali á verslunarreikning hennar á Bíldudal þegar hún varð ekkja með mörg börn í ómegð. Einnig lagði hann inn hjá syni þeirra Sigurði ,,Þú mátt heita faðir barnanna.” segir Margrét í bréfi til Jóns og þakklæti hennar til bróðurins varla betur lýst.

Jens Sigurðsson:
Jens var bróðir Jóns. Hann nam skólalærdóm af föður sínum líkt og Jón og var um nokkurt skeið einnig í Bessastaðaskóla og þaðan útskrifaðist hann árið 1837 með góðum vitnisburði. Hann lauk síðan guðfræðiprófi árið 1845 úr Hafnarháskóla með 1. einkunn. Þeir bræður voru í samvistum í Kaupmannahöfn og mjög gott var á milli þeirra alla tíð.

Jens giftist Ólöfu Björnsdóttur, Gunnlaugssonar yfirkennara við Latínuskólann, en þar varð Jens líka yfirkennari og síðast rektor. Jens og Ólöf eignuðust níu börn. Bjuggu þau lengi við Aðalstræti í Reykjavík sem var lengi bækistöð þeirra Jóns og Ingibjargar þegar þau komu heim frá Kaupmannahöfn. (Hallgrímur Sveinsson, 1994: 10)


3. kafli – Menntun

Jón fór ekki í Bessastaðaskóla eins og aðrir jafnaldrar hans sem ætlað var að ganga menntaveginn. Jón Sigurðsson var kennt í foreldrahúsum. Lærði hann samt flestar greinar sem kenndar voru í Bessastaðaskóla sem voru latína, latneskur stíll, danska, danskur stíll, gríska, hebreska, íslenskur stíll, skýring nýja testamentisins, trúarbrögð, sagnfræði, landafræði og stærðfræði. Það var Sigurður Jónsson, faðir Jóns sem kenndi honum þangað til Jón var orðinn 18 ára.

“Öll framför mannkynsins er byggð á því að halda því við, sem einu sinni er numið, og láta það ganga frá einum knérumi til annars; með því að ein kynslóð býr þannig undir fyrir aðra, verður því komið til leiðar, að mannkyninu fer alltaf fram, þegar á allt er litið, þó oft hafi verið farið afvega, og stundum sýnist heldur reka en ganga.”

Þessu svaraði Jón Sigurðsson þegar hann var spurður um gildi menntunar.


Lokaorð

Vona ég að þessi ritgerð hafi verið góð og eitthver hafi lært af henni. Ég lærði sjálfur heilmikið um Jón, fjölskyldu hans, heimili hans og margt fleira. Ég ætla að enda þetta á tilvitnun úr ávarpi Íslendinga árið frá árinu 1849

,,Íslendingar! Ef þér sitjið nú af ykkur þetta tækifæri, það besta færi, sem fram hefur boðist um mörg hundruð ár til að ná frelsi og þjóðarréttindum, þá er hætt við, að slíkt komi ekki oftar, og þá lifir sú smánarminning þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi, að fyrir dáðleysi hennar og ósamheldni hafi Ísland enga viðreisn fengið, því þeir hafa beðið sjálfir um að legga á sig ánauðarokið.”

Pazzini