Hitler, Sieg Heil Ég veit að það eru margar greinar hér um Hitler, Arnarhreiðrið og WW2 og fleira en mig langar að deila þessu með ykkur, þetta var gert fyrir skólann og ég fékk 9,1 fyrir þetta. Njótið vel!

Formáli

Í þessari ritgerð ætla ég að skrifa um Adolf Hitler. Ég ætla að skrifa um uppvaxtarár hans, Nasistaflokkinn og Arnarhreiðrið. Ástæðan fyrir því að ég valdi að skrifa um Hitler er að ég hef áhuga á sögu hans og ég hef farið á staði sem tengjast honum, fangabúðirnar Dachau, Arnarhreiðrið og stríðsminjasafn í Þýskalandi og Bretlandi. Ég ætla að komast að því hvernig maður hann var og hvernig hann komst til valda.

UPPVAXTARÁRIN

Adolf Hitler fæddist í smábæ í Austurríki sem heitir Braunau 20. apríl árið 1889. Foreldrar hans voru Alois Hitler og Klara Hitler. Það er ekki alveg vitað hver var faðir Alois en hann fæddist árið 1837, utan hjónabands. Hann fékk eftirnafn móður sinnar, Maria Anna Schicklgruber en síðar fékk hann eftirnafnið Hitler. Hann var tollheimtumaður og vildi að Adolf yrði það líka en Adolf vildi verða listamaður. Alois dó árið 1903 og Adolf fékk arf þegar hann var orðinn 18 ára og fékk leyfi móður sinnar til að flytja Vínar til að fara í listnám. Honum mistókst tvisvar að komast í Listaháskólann í Vín en hann sagði mömmu sinni ekki frá því til að valda henni ekki vonbrigðum. Hún dó í desember sama ár.
Árið 1913 flúði hann til München til að þurfa ekki að fara í austuríska herinn. Hann náðist í janúar árið eftir og var sagt að ganga í herinn eða vera eitt ár í fangelsi. Hann var talinn of veikburða til að ganga í austurríska herinn en fékk að ganga í þýska herinn í byrjun fyrri heimsstyrjaldar. Hann stóð sig vel í hernum og var verðlaunaður með tveimur járnkrossum fyrir hugrekki. Í október 1916 slasaðist hann og það var farið með hann á spítala í Berlín. Hann jafnaði sig þó og þjónaði hernum í 2 ár í viðbót. Þýski herinn notaði Hitler sem njósnara eftir stríðið. Árið 1919 var hann látinn fylgjast með þýska Vinnumannaflokknum en stjórnvöld óttuðust að sá flokkur myndi gera uppreisn undir merkjum kommúnista.

Nasistaflokkurinn
Þó Hitler væri njósnari gat hann ekki stillt sig um að rökræða það ef einhver í flokknum sagði eitthvað sem Hitler var ósammála. Hitler sá að flokkurinn gæti verið tækifæri fyrir hann að koma sínum pólitísku skoðunum á framfæri en hann var fljótur að komast langt innan flokksins. Hitler varð aðal ræðumaðurinn í flokknum og þegar hann talaði fékk hann athygli allra. Hann talaði um hvað það var ósanngjarnt að kenna Þjóðverjum um fyrri heimsstyrjöldina og að þetta hefði verið Gyðingunum að kenna. Nafninu á flokknum var breytt í Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei sem þýðir Þýski Þjóðernissósíalistaflokkurinn en var skammstafað NAZI. Rauður fáni og hakakross varð merki flokksins. Hitler varð formaður flokksins árið 1921. Eftir að hafa setið 3 mánuði í fangelsi stofnaði Hitler Stormsveitirnar. Þær áttu að vernda Hitler og valda truflunum í öðrum stjónmálaflokkum.
Nýr kanslari tók við í ágúst 1923 sem hét Gustav Stresemann. Hann ákvað að halda áfram að borga bætur til Frakka. Hitler var mjög óánægður með það og gerði misheppnaða tilraun til valdatöku 8. nóvember 1923. Hann réðst inn á fund með stormsveitunum sínum þar sem 3000 stjórnmálamenn voru. Hann hótaði þeim sem vildu ekki ganga í lið með honum öllu illu. Landstjórinn heyrði um þetta og skipaði lögreglunni í München að handtaka hann. Hann fékk 5 ára fangelsisdóm. Í fangelsinu skrifaði hann Mein Kampf eða Barátta mín. Það var blanda af ævisögu og áætlun hans til að komast til valda. Hann sagði að aríar væru hinn eini hreini kynstofn sem væri til og gyðingar bæru ábyrgð á öllu sem Þjóðverjum var kennt um. Hitler slapp ú fangelsi eftir aðeins eitt ár af fimm. Eftir misheppnaða tilraun til valdaráns ákvað hann að fara réttu leiðina. Það tókst hins vegar illa og hann tók sér hlé frá stjórnmálum. Hann flutti til Berchtesgaden í þýsku ölpunum. Seinna ákvað hann að fara aftur í stjónmálin og í þingkosningunum árið 1928 fékk Nasistaflokkurinn 12 þingsæti. Hann lofaði að bæta hag þýsku þjóðarinnar og þá urðu vinsældir flokksins meiri. Í kosningunum 1930 fékk Nasistaflokkurinn 107 sæti og var næst stærsti flokkurinn. Vinsældir flokksins minnkuðu eftir að fjórir meðlimir SS-stormsveitanna frömdu morð á dreng með billijardkjuða. Hitler tókst að skapa ótta um byltingu og sagði að Nasistaflokkurinn væri sá eini sem gæti komið í veg fyrir hana.
Hitler var gerður að kanslara Þýskalands árið 1933. Hann bannaði alla aðra flokka en Nasistaflokkinn og sendi alla kommúnista í fangabúðir. Hann sendi líka alla sem voru ófærir um að vinna í fangabúðir. Árið 1934 hafði Hitler náð stjórn á öllu þýska ríkinu.
Hitler vildi aukið lífsrými og vildi tryggja það með landvinningum í austri. Hann vildi líka losna við alla gyðinga.
Þjóðverjar réðust á Pólland 1.september 1939 og tveimur dögum seinna lýstu Bretar og frakkar yfir stríði við Þjóðverja. Seinni heimstyrjöldin var hafin.




Endalok Hitlers

Þjóðverjar gersigruðu flesta heri Evrópu. En Bandamenn (Bretland, Frakkland og Bandaríkin) voru of sterkir fyrir her Þjóðverja. Sovétmenn voru líka sterkir og hjálpuðu bandamönnum. Í byrjun ársins 1945 hófu bandamenn sókn í austri og vestri. Vörn Þjóðverja var ekki nógu sterk gegn ofureflinu. Fólk flúði frá Sovétmönnum sem réðust inn í þýskaland.
Þegar Hitler sá að stríðið var tapað fór hann að íhuga sjálfsmorð. 29. apríl giftist hann Evu Braun í neðanjarðarbyrgi í Berlín. Daginn eftir frömdu þau sjálfsmorð.
Eftirmaður Hitlers, Dönitz aðmíráll gat ekki annað en gefist upp. Það var skrifað undir uppgjöf þýska hersins 7. maí og það var staðfest í Berlín daginn eftir.



Eva Braun

Eva Braun fæddist árið 1912. Hún hitti Hitler fyrst árið 1929 á ljósmyndastofu þar sem hún vann. Seinna varð hún ástkona hans. Árið 1932 reyndi hún að skjóta sig af því Hitler hélt framhjá með öðrum konum. Henni var bjargað og eftir þetta hætti Hitler að hitta aðrar konur. Samband þeirra var mjög leynt og þau sáust sjaldan opinberlega saman. Þau giftu sig 29. apríl 1945 en daginn eftir það frömdu þau sjálfsmorð, þegar Þjóðverjar höfðu tapað stríðinu.


Arnarhreiðrið

Arnarhreiðrið eða Kehlsteinhaus var eins konar sumarbústaður Hitlers. Martin Bohrmann lét byggja það í tilefni 50 ára afmælis Hitlers sem afmælisgjöf frá ríkinu. Það er í 1824 m hæð yfir sjávarmáli og stendur á tindi Oberzalsberg sem er beint á móti Untersberg í Austurríki. Haustið 1937 var byrjað að leggja veg upp á fjallið en Bohrmann sá sjálfur um að setja niður staura þar sem vegurinn átti að liggja. 3000 verkamenn sem unnu dag og nótt í samtals 13 mánuði sáu um að leggja veginn sem er 6,5 km að lengd. Það kostaði um 30 milljónir marka sem er 200 milljón króna virði. Vegurinn var vel gerður og liggur í gegn um 5 göng. Hann nær upp í u.þ.b. 1700 m hæð en þar voru gerð göng inn í fjallið sem liggja að lyftu sem flytur fólk upp um 124 m og endar inni í Arnarhreiðrinu. Lyftuferðin tekur 45 sekúndur. Áður fyrr var hún upphituð en hún var klædd með feneyskum speglum sem komu í veg fyrir að Hitler fengi innilokunarkennd. Öllu verkinu við veginn og húsið var lokið á tæplega þremur árum.
Hitler notaði húsið aðeins 13 sinnum samkvæmt bókum Bohrmanns. Hann þjáðist af öndunarörðuleikum og fékk aukinn hjartslátt í þessari hæð. Eva Braun kunni vel við sig og var þarna oftar en Hitler.
25 apríl 1944 gerðu Bandamenn loftárás á Arnarhreiðrið. Árásin kom svo óvænt að ekki var hægt að nota allt varnarkerfið.
Árið 1951 var húsið opnað almenningi en Bandaríkjamenn ætluðu að sprengja það upp en hættu við það því það þjónaði engum tilgangi. Sérstakar rútur sem eru aflmeiri en venulegar rútur hafa flutt ferðamenn upp að lyftunni frá árinu 1952 án slysa og óhappa.

Sumarið 1999 fór ég með fjölskyldunni minni í Arnarhreiðrið. Þar keyrði maður á einkabílum upp í um 800m hæð. Þar var rútustöð og þar fórum við með rútu upp veginn sem liggur að Arnarhreiðrinu. Það var mjög sérstakt að keyra þarna upp en hallinn á veginum var 25%. Þegar við vorum komin upp var sjúkrabíll með veikan mann sem beið á bílastæðinu við göngin sem liggja að lyftunni. Hann beið í nokkrar mínútur þar vegna þess að hannn þurfti að bíða eftir rútum sem voru að koma upp því vegurinn var einbreiður. En uppi við Arnarhreiðrið var mjög gott útsýni og húsið var mjög flott. Það var ekki mikið af hlutum sem voru þar þegar Hitler var þar en það var einn skápur sem var of stór til að komast út úr húsinu. Það voru margar myndir á veggjunum af Hitler og öðrum sem höfðu verið þarna á stríðsárunum.

Eftirmáli

Það er greinilegt að Hitler var ekki heill á geði. Hann hataði Gyðinga og aðra minnihlutahópa af því þeir voru ekki eins og hann. Það er merkilegt hvernig maður getur orðið svona vondur eins og Hitler. Kannski vildi hann að öllum liði vel en kannski var hann bara illmenni. Hann var ósáttur með að Þjóðverjum var kennt um fyrri heimsstyrjöldina og vildi bæta fyrir það. Hann var greinilega ekki rétti maðurinn í það að stjórna svona stóru og áhrifaríku landi.





Heimildaskrá


Florian M. Beierl, History of the Eagles’s nest, 2001, Obersalzberg, Þýskaland, bls. 18-103.

Höfundar: Margir, Heimssöguatlas, 1987, Reykjavík, Ísland, Bls 265-268

Þorsteinn Thorarensen, Að Hetjuhöll, 1967, Reykjavík, Ísland,

Knut Helle, Jarle Simensen, Kåre Tønnesson, Sven Tagil, Saga mannkyns 13. bindi, 1982, Gautaborg, Svíþjóð, bls. 230-250





http://www.spartacus.schoolnet.co.uk/GERhitlerA.htm

http://search.nndb.com/search/nndb.cgi?type=unspecified&query=hitler

http://www.snerpa.is/net/nostri/nostr2.htm#adolf

http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/thyskaland_arnarhreidrid.htm

http://kyle.hugi.is/saga/articles.php?page=view&contentId=1430016
Valtýr Björn í stuði: “Ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi verða þeir einfaldlega að fara nær”