Aumingi sem hugsaði ekki um annað en tísku, eða mikill leiðtogi sem sigraði alla óvini sína? - Montesuma, keisari Asteka Montesuma var keisari Asteka frá u.þ.b. 1502 til 1520. Á fyrstu ríkisárum hans var hann álitinn guð og réð yfir öllum þekktum heiminum; Á lokadögum hans sem keisara Asteka sá hann pínulítinn hóp af útlendingum eyða ríki hans auðveldlega.
Montesuma réð Astekum á hátindi valds þeirra. Ríki hans náði yfir gjörvalt nútíma Mexíkó, og allt til Gvatemala. Hann hafði sigrað nánast alla þjóðflokka í kringum hann, nema einhverja nokkra, sem þeir höfðu frjálsa af ásettu ráði (svo þeir gætu haft einhverja eftir til að fara í stríð við og fórna.
Þó Astekar hafi verið gríðarlegi ríkir og valdamiklir sóuðu þeir fjöldanum öllum af auðæfum sínum í að byggja gríðarstóra minnisvarða til guða sinna og héldu endalausar, dýrar veislur til dýrðar þeirra. Í svona veislum slátruðu þeir tugum þúsunda fanga og þræla og eigin fólki. Montesuma sjálfur lifði við mikla dýrð, föt hans gerð úr gulli, silfri og fjöðrum úr öllum heimsins litum og hann var þekktur fyrir að vera alltaf í mismunandi fötum, aldrei með sama gull heima hjá sér, og svar aldrei hjá sömu konunni tvo kvöld í röð. Hirðmenn hans og aðalsmenn voru einnig svona, en þeir voru þekktir fyrir mikla spillingu og leynimakk.
Í kringum 1520 leiddi Spánverjinn Hernando Cortes u.þ.b. 500 Spánverja, ásamt 20 hestum og 10 fallbyssum til stranda Mexíkó til landkönnunar. Hann frétti af hinum miklu auðævum Asteka og fór með sinn litla her vestur, staðráðinn í að sigra þessa miklu þjóð sem var talin vera rúmlega 7 milljónir talsins. Cortes brenndi skip sín til að tryggja að menn hans myndu ekki yfirgefa hann.
Hinir innfæddu sem Cortes mætti fyrst voru vanþróaðir, fátæklegir og frumstæðir. Þeir voru skelfingu lostnir yfir hinum spænsku “djöflum”, og meintu þá hestum. En Cortes var snjall og lofaði þeim því að ná sér niðri á hinum hötuðu Astekum, og fékk þannig til liðs við sig nokkur hundruð manns.
Montesuma horfði á komu Cortesar með ótta og ruglingi. Trú hans sagði að einn daginn myndi guðinn Quetzalcoatl koma aftur í gervi ljóshúðaðs mann með skegg, og þegar sá dagur kom áttu þeir að taka honum opnum örmum. Auðvitað var Cortes Quetzalcoatl, hvernig annars gæti hann stjórnað þessum her af djöflum? Á hinn bóginn var Cortes staðráðinn í hertöku ríkisins - ætlaði Montesuma ekki að mæta honum?
Á endanum, eftir hvöt ráðamanna hans, sendi Montesuma her á móti innrásarliðinu. En þeir voru engin vörn gegn her Cortes sem yfirbugaði þá mjög fljótlega. Innrásarmennirnir gengu síðan inn í höfuðborgina, Tenochitlan og mótspyrnulaust tóku Montesuma sem fanga. Hann var drepinn í lokin eftir uppreisn Asteka sem náðu að halda Spánverjunum útúr borginni í meira en 1 og hálft ár.
Maður veltir fyrir sér hvað hefði gerst hefði Montesuma sýnt hugrekki og mætt Cortes, og varað fólkið sitt við áður en að innrásarmennirnir náðu til höfuðborgarinnar. Hefðu Spánverjarnir getað sigrað Mexíkó á móti staðráðni og skipulagðri vörn? Gæti verið, og gæti líka verið að ef Astekarnir gætu hafa þraukað lengur hefðu þeir lært að ná tökum á hestinum, eða byssunni - eða að minnsta kosti ótta þeirra á þeim. Ef svo er, hefðu þeir örugglega orðið verðugri andstæðingar.