Durante degli Algihieri, betur þekktur sem Dante, fæddist fyrsta júní árið 1265. Dante, eins og hann verður kallaður hér, fæddist inn í hina velþekktu Algihieri ætt sem var mjög voldug í Flórens á þessum tíma. Þegar Dante fæddist inn Algihieri fjölskylduna þá fæddist hann líka inn í þau pólítísku áhrif sem hún hafði við umheiminn. Í þessu tilfelli þá voru það tengsl við hina velþekktu, og mikilsmetnu, Guelph, Guelph var ítalskt form af félagi hertoga. Guelph voru hertogarnir af Bavaria og höfðu þeir, eins og hertogum þykir vel sæmandi, mikil völd og mikla peninga að sama skapi. Miklum peningum og miklum völdum fylgir oft byrði ófriða og voru Guelph oft mjög þjakaðir af stöðugum ofsóknum mótaðila þeirra, Ghibellines. Segja má að Dante hafi fæðst inn í miðja orrustu stríðandi fylkinga og átti hann eftir að líða mikið fyrir það þegar fram dróg.
Dante varð fyrir því áfalli að missa móður sína, Donna Bella degli Abati, þegar hann var við ungan aldur. Faðir Dante, Alighiero, giftist aftur eftir dauða heitelskuðu eiginkonu sinnar, konan er varð fyrir vali hjarta Alighiero bar nafnið Miss Lapa di Chiarissimo Cialuffi, og hún kom Dante í móðurstað. Hinn nýkrýnda kona Alighiero ól honum tvö börn, og Dante tvö systkini, þau báru nöfnin Fransceco og Tana.
Dante, eins og margir karlmenn á þessum tíma, kvæntist mjög ungur eða tólf ára að aldri. Hann kvæntist Gemma di Manetto Donati dóttur hins valdamikla Messer Manetto Donati. Í rauninni þá var hjónaband Dantes og Gemma mjög pólítískur leikur leikinn af föður Dantes, sem fékk hann, með ýmsum ráðum, til að kvænast Gemmu. Faðir Dantes vildi öðlast hluta af völdum Donati og um leið koma sér undir verndarvæng hans. Þrátt fyrir að hjónaband Dantes og Gemmu stæði á brauðfótum pólítískra óróa þá voru þau samt hamingjusamlega gift og Gemma ól Dante mörg, og hraust, börn. Dante lenti reyndar seinna í því, eins og mörg frægðarmenni á þessum tíma, að mikið af óskilgetnum börnum, sem Dante átti í raun ekki, skutu upp kollinum og kröfðu þau Dante um peninga og hlutdeild í frægð hans. Það er þó talið, með nokkurri vissu, að Dante hafi aðeins átt þrjú börn, Jacopo, Pietro og Antonia. Þrátt fyrir að Dante hafi verið hamingjusamlega giftur Gemmu þá var hann alltaf ástfanginn af annarri konu, hún hét Beatrice Portinari, dóttir Folco Portinari, og Dante hitti hana fyrst þegar hann var níu ára gamall og féll hann fyrir henni við fyrstu sýn. Dante var ástfanginn af Beatrice alla sína ævi og birtist hún, sem nóttin, í mörgum af ljóðum hans. Þrátt fyrir að ást Dante á Beatrice hafi verið mikil þá fór hann aldrei frá Gemmu af ótta við að Beatrice skildi ekki endurgjalda honum ást sína. Dante sagði að vegna ást hans á Beatrice, og aðeins henni, þá gæti hann samið skáldskap og meistaraverk, Beatrice var sköpunargyðja Dante. Líf Dante varð óbærilegt þegar Beatrice dó árið 1290. Dante fann sér athvarf fyrir sorgir sínar í latneskum bókmenntum og byrjaði hann að velta sér upp úr heimspekilegu hliðum dauðans. Til að votta Beatrice hinstu kveðju sína þá gerði hann hana að sögupersónu í bókinni Gamanleikurinn Guðdómlegi, Beatrice birtist Dante í hreinsunareldinum í bókinni og hafði það mjög táknræna mynd að hún skyldi birtast honum þar.
Lítið er vitað um menntun Dante en víst er að hann sótti ekki skóla heldur er gert ráð fyrir því að hann hafi sjálfmenntast heima fyrir, hann var sinn eiginn meistari í einu og öllu, og átti það eftir að einkenna ævi hans sem á eftir fylgdi. Vitað er að Dante, líkt og mörg upprennandi skáld, kynnti sér ítalskar bókmenntir og latneska menningu. Þegar Dante var átján ára gamall þá hitti hann önnur upprennandi skáld, Guido Cavalcanti, Lapo Gianni, Cino da Pistoia og Brunetto Latini. Þetta voru, seinna meir, leiðtogar, ásamt Dante, bókmenntafélagsins Dolce Stil Nuovo.
Dante, eins og sagt var hér framar, fæddist inn í miðja orrustu stríðandi fylkinga og var hann tilbúinn í bardaga frá blautu barnsbeini. Hann varð flæktur fyrir alvöru, í deilur Guelph og Ghibelline, þegar hann barðist ásamt atvinnuhermönnum þess tíma, riddörunum, í orrustunni við Campaldino. Í þessari orrustu börðust Guelph-Flórensriddarnir gegn Arezzo Ghibellines, Dante ávann sér virðingu meðal bandamanna sinna fyrir hugrekki og leikni á bardagavellinum, en hatur andstæðinganna. Þrúgur reiðinnar hjá andstæðingum Dantes uxu og döfnuðu vel þegar hann var einn af riddurunum sem fylgdi Carlo Martello d'Anjou, einum af valdamesta Guelph leiðtoganum, í heimsókn hans til Flórens. Dante varð nú orðinn pólítíkus og tók þátt í valdabaráttunni sem átti sér stað daglega í Flórens. Til að auka enn við sinn pólítíska ferill sinn þá varð hann læknir og lyfjafræðingur og öðlaðist þannig meiri völd. Það urðu mikill tíðindi þegar Guelph sigraði Ghibelline og héldu menn nú að friður myndi komast á. Það voru slæm tíðindi fyrir Dante, sem pólítíkus, þegar Boneface áttundi páfi hugðist stofna þessum friði sem hafði komist á í Flórens í hættu með innrás inn í borgina. Upphafið að þessum ófriði á milli Boneface og stjórnarmanna Flórens átti rætur að rekja til slæmra framkomu þeirra, og almennings, gagnvart sendiboða hans, Charles de Valois. Borgarráð Flórens greip til þess að útnefna sáttarsemjara til að fara til Róm og friða Boneface, Dante fékk þessa stöðu.
Samningarviðræðurnar um sáttir voru einstefnusamræður haldnar uppi af Dante en Boneface og hans fylgdarlið hafði lítinn áhuga á friði.
Boneface og Dante voru gamlir kunningjar og því skipaði Boneface Dante að vera í Róm um tíma til að hann mætti forðast að meiðast þegar ráðist væri inn í Flórens. Dante átti nefnilega marga óvini í innrásarliðinu. Guelph hafði klofnað í tvo aðskilda arma, hvítu Guelp og svörtu Guelph. Þeir svörtu sameinuðust áður uppleystu Ghibelline og gengu með Boneface og innrásarliði hans inn í Flórens. Þeir gengu berserksgang þar og drápu meirihlutann, ef ekki alla, fylgdarmenn hvítu Guelph. Dante hefði hlotið sömu örlög og svo margir hvítir Guelph menn ef Boneface hefði ekki sett hann í stofufangelsi þegar hann neitaði að vera í Róm.
Ný stjórn tók við í Flórens og eitt af því fyrsta sem hún gerði í stjórnartíð sinni var að dæma Dante, fyrir óborgaðar skuldir og föðurlandssvik, í ótímabundna útlegð frá Flórens og fésekta. Dante get ekki borgað sektirnar og var hann því skipaður réttdræpur ef hann skyldi snúa aftur til Flórens. Í þessari útlegð sinni, sem engan endi átti að taka, byrjaði hann að gera útdrætti fyrir meistaraverk sitt, Gamanleikurinn Guðdómlegi. Gamanleikurinn Guðdómlegi var risastórt verk og tók það allan tímann sem Dante átti, hann skrifaði bókina sem mörg löng ljóð, nánar tiltekið 33 ljóð í hverju bindi. Bindin voru alls þrjú, Helvíti, Hreinsunareldur og Paradís. Í bókinni þá lýsir hann ferð sinni um helvíti, hreinsunareldinn, og að lokum paradís. Í ferð sinni um undirheima hefur hann tvo leiðsögumenn, stórskáldið Virgill og sína heittelskuðu Beatrice. Hvert bindi er talið vera meistaraverk sem hvert er öðru betra, eftir skoðun hvers og eins. Með því að skrifa svona epískt ljóð með miklum tilfinningum þá sýndi Dante fram á að ítalska væri hentugasta tungumálið til að sýna tjáningu í orðum. Dante er langfrægastur fyrir Gamanleikinn Guðdómlega en hann skilur samt eftir sig önnur bókmenntaverk, svo sem Convivio, safn ljóða, og La Vita Nuova, saga um ást hans á Beatrice Portinari.
Dante missti aldrei vonina um að vera endurkallaður úr útlegðinni og fá að snúa aftur til sinnar ástkæru borgar, Flórens. Þegar Henry sjöundi, konungur Lúxemborg, var að ráðast inn í Ítalíu sá Dante þar tækifæri til hefndar á þeim misverkum sem framinn höfðu verið í Flórens. Hann skrifaði Henry mikið af ofbeldisfullum bréfum þar sem hann kvatti þennan áður friðsama konung til að eyða svörtu Guelph, sem höfðu hreiðra um sig í Flórens. Henry, eða Arrigo eins og hann var stundum kallaður, réðst á Flórens og fellti stjórnina sem réð þar ríkjum og tók stjórnina í sínar hendur. Dante var ekki með í innrásinni og rétt áður en hann ætlaði að fara að flytja aftur til Flórens þá dó Henry og með honum öll von Dante um endurkomu. Dante flutti nú til Verona þar sem hann var tekinn undir verndarvæng Cangrande I della Scala.
Árið 1315 þá neyddi Uguccione della Faggiuola, herstjóri Flórens, borgarráð Flórens til að gefa öllum þeim, er voru í útlegð, upp sakir. Dante, eins og allir aðrir sem voru í útlegð, fékk almenna sakaruppgjöf staðfesta. Það var samt einn hængur á, litið var á þessa sakaruppgjöf sem viðurkenningu á glæpum sem það hafði framið og það yrði komið fram við fólkið, sem sneri aftur, sem afbrotamenn í trúarhátíð sem haldinn yrði seinna meir. Dante neitaði þessum skilmálum og ákvað að halda áfram í útlegð sinni. Dante hafði alltaf trú á því að hann myndi sjá Flórens á ný en það varð ekkert úr vonum Dante um endurkomuna. Prinsinn Guido Novello da Polenta bauð Dante að búa hjá sér í Ravennu og bjó hann þar til dauðadags árið 1321.