Kínverska keisaradæmið sem stjórnarfarsleg og menningarleg heild á rætur sínar að rekja í kringum 1750 f.kr. með uppgangi Shang ættarveldisins. Sumir sagnfræðingjar halda því þó fram að Shang ættarveldið hafi orðið til upp úr sigri á ættarveldi er kallað var Hsia, það veldi er samt svo forsögulegt að Shang ættin fær heiðurinn af því að vera talinn grunnurinn að Kína nútímans. Shang ættarveldið notaðist við brons í vopnasmíði og í gerð áhalda en hús og annað var þó gert úr viði eða hertri mold. Her þeirra var búinn bronsvopnum, bogum, stríðskerrum sem dregnar voru af hestum og jafnvel stríðsfílum en þeir lifðu í Kína lengi vel. Ekki ríkti Keisari þar heldur Konungur og undir honum aðalsmenn sem smá saman urðu mjög sjálfstæðir. Forfeðradýrkun var undirstaða samfélagsins. Samfélagið undir Shang var orðið það þróað að borgir risu og landbúnaður og bronz var undirstaða hagkerfisins. Eftir Shang ættaveldið tók svo við Chou ættarveldið. Chou veldið kemst til valda í kringum 1030 f.kr. en það hafði verið afskekkt lén Shang veldisins í vestri en þeim tókst að steypa Shang veldinu. En tími Chou ættarveldisins var skammur og sökum þess hvað Shangveldið hafið verið lítt miðstýrt þá risu hinir og þessir aðalsmenn með lén og merkar ættir upp og lýstu yfir sjálfstæði og í raun frá 1000 f.kr. til 200 f. kr. þá varð til fjöldinn allur af ríkjum með Konunga og sína eigin ættir á því svæði sem við nú köllum mið-Kína, og líktist Kína þá mest evrópu miðaldanna því endalaus stríð geisuðu milli konunganna. En Chou ættarveldið skildu samt eftir sig þá hugmynd sem þróuð var af þeim til að treysta vald sitt, en það var að kalla ætthöfðingjan ekki lengur yfirkonung heldur keisara sem var einskonar æðsti prestur ríkisins og var millimaðurinn milli himins og jarðar. Það er kaldhæðnislegt að í sömu mund og ríki Kína börðust á banaspjótum þá varð til sú menning sem Kína býr jafnvel en við í dag!
Byrjað var að nota járn og miklar framfarir urðu í landbúnaði á þessum óreiðutímum, mynt var tekin í notkun og miklar framfarir urðu í hernaði með járni og með notkun víggirðinga, uppgvötvun lásbogans og með fyrstu riddurunum og var stríðsvagninn smá saman saltaður. Einnig var Kong Fúzí, einn margra heimspekinga sem þá var uppi á þessum tíma og kom hann með þá kenningu sem varð eiginlega hluti að Kína, þ.e. hugmyndinni um fyrirmyndaríkið sem grundvallaðist á stéttskiptingu en ekki ættartengslum og var hún því einn hornsteinnin í hugmynd Kínverja um miðstýrt ríki óháð lénsmönnum.
Um 200 f.kr. þá náði í raun fyrsti keisari Kína, Cheng sem var ættarhöfðingi Ch´in ættarinnar að sameina Kína og í raun er nafnið Kína sama og Ch´in. Það má því segja að um 200 f.kr. hafi Kínverkska keisaraveldi orðið til eftir langa fæðingu. Einnig var fyrsti alvöru Kínamúrinn byggður undir hans stjórn.

Heimildir:
“Ancient Chinese Armies”. Cj Peers og Angus McBride.
“Samfélög hámenningar í mótun”. Rudi Thomsen.
og fleiri bækur sem ég er ekki með mér hér akkúrat núna….