Bandaríkin -  "Róm nútímans" Bandaríkin eru ung, og lakir fyrir neðan fjórþúsundtöluna að aldri, en Bandaríkin urðu sjálfstætt ríki árið 1776 að mig minnir en það þýðir að í ár er það 230 ára gamalt. Bandaríki Norður-Ameríku náði ekki svipaðri stærð og í dag fyrr en um miðja 19. öld, og varð ekki alvöru heimsveldi fyrr en á 20. öldinni. Ameríka var fyrsta evrópska nýlendan til að sundrast árangursríkt frá móðurlandi sínu (sem var Stóra-Bretland) og var með fyrstu löndunum til að greiða atkvæði um sérstök málefni (beint lýðræði) en létu sérstaka ríkisstjórn ekki um það.

Í kringum 1770 voru amerískir colonists (hvernig er best að orða þetta á íslensku? Nýlenduíbúar eða?) tryggir bresku krúnunni, en blanda af skattamálum og mjög slökum ráðherra Breta í Ameríku var glóðin af eldinum – Sjálfstæði. George Washington leiddi byltinguna og nýlenduhersveitina og varð síðar fyrsti forseti Bandaríkjanna. Barátta amerísku colonistanna (má ég ekki bara kalla þá það) við Breta var eins og Davíð á móti Golíat. En against all odds, náði George Washington, auk The Founding Fathers, að koma á fót nýju ríki, Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem Philadelphia var höfuðborgin. Seinna var byggð borg austan við Appalachia fjöll sem hét í höfuðið á George Washington, Washington D.C.. Um frá 1780-1900 var landið að vinna í eigin málum með landsskoðun, landkaup og þess háttar. Og – að sjálfsögðu, indíánar. Bretar voru búnir að sigra Vesturströndina frá indíánum og Spánverjar alla Mesó-Ameríku og Suður-Ameríku (auk Portúgala), en Frakkar í Kanada létu indíánana nokkuð eiga sig. En þá gerðist það einn morgun að Bandarískir veiðimenn voru að elta buffaló dýr og sjá þá niður af bjargi gríðarstóra borg. Þarna eru tjöld, indíánatjöld, og þetta var örugglega stærsta indíánaborg fyrr og síðar (stærri en Tenochitlán eða Cuzco), veiðimennirnir kölluðu borgina Litlu Stórhyrnu, eða Little Bighorn. Eigendur borgarinnar voru Síuxar, með Sitjandi Tarf í fararbroddi. Bandaríkjamenn réðust á borgina og var það einn allra hræðilegasti bardagi á bandarískri grund. Tugþúsundir indíána voru myrtir og borgin lögð í rúst. Aðrir bæir og þorp fylgdu eftir og bráðum höfðu indíánum fækkað um 85% rúmlega. En jæja, nóg af þessari indíánaþvælu í mér. – Ég ætla að halda áfram með Bandaríkin á 19. öld. Amerísk pólítík þróaðist hratt og landsvæðin komu í tugum ferkílómetra á vikum og dramatískri fólksfjölgun. Á hverjum degi komu þúsundir manna og kvenna. Frá Írlandi, Bretlandi og allsstaðar að úr heiminum. Og með sér höfðu þeir svarta manninn. Þeir gerðu hann að þræl sínum og með því var strikuð ósýnileg lína á milli Bandaríkjanna – Suður og norður. Suður-Bandaríki voru hlynnt þrælahaldi en Norður-Bandaríkin á móti því, en þetta endaði með blóðugri borgarastyrjöld sem stóð í 4 ár og hundruðþúsundir manna misstu lífið. Að lokum sigraði norðrið með Abraham Lincoln í fararbroddi og þrælahald var afnumið. Samt voru kynþáttafordómar í Bandaríkjunum jafn miklir og fyrr, þ.e. gríðarmiklir. En samt sem áður þegar þetta var bara fortíðin styrktist lýðveldið til mjög mikilla muna sem hefur ekki sést neinsstaðar annarsstaðar í heiminum fyrr og síðar.

Borgarastyrjöldin dró á eftir sér mikinn gróða fyrir Bandaríkin (Ekki það að hún hafi gert gæfumuninn heldur tíminn sem á eftir kom og þróunin). Þjóðin var að ganga inn í tímabil velmegnunar sem virtist aldrei ætla að stöðvast eftir langa baráttu og blóðuga uppbyggingu. Á næstu tveim áratugum rúmlega þrefaldaðist fjöldi verksmiðja, iðnvinnumanna og iðnaður yfir höfuð. Evrópskur innflutningur á fólki, stækkun lýðveldisins til vesturs, borgvæðing, vísindalegar uppgötvanir og langur listi yfir bandarískar uppgövanir. Þ.á.m. síminn, ritvélin, útvarpið, rafmagnsljósið, ísskápurinn, grammafónninn, flugvélin, bíllinn og hraðbankinn. Ný tækifæri gáfust og milljónir manna fluttu til Bandaríkjanna, til að reyna að öðlast ameríska drauminn. Svo var byggt “minningsvarði lýðræðis í Bandaríkjunum”, Mt. Rushmore fjallhöggmyndin sem Gutzon Borglum skapaði með höfðum fjögurra Bandaríkjaforseta: Thomas Jefferson, Theodore Roosevelt, George Washington og Abraham Lincoln. Þrátt fyrir að vera einna fremst þjóða í heimi í tækni, iðnaði og landbúnaði voru Bandaríkin ekkert að hugsa um heiminn í kringum sig.

Spænsk-Ameríska stríðið, árið 1898, kom Bandaríkjunum fyrst á kortið sem alvöru valdi, en það var ekki fyrr en í Fyrri heimsstyrjöldinni sem landið flæktist alvarlega í heimspólitíkina. Fylgjandi Versalasamningnum sem var gerður árið 1919 lögðust Bandaríkin bara á rassgatið og nutu velsemdar og gróða. Þekkt sem “The roaring 20’s”.
Til allra ólukku, var Adam ekki lengi í Paradís. Wall Street verðbréfamarkaðurinn brotlenti árið 1929 og kom af stað “The great depression”. Stöðugir bankaerfiðleikar og atvinnuleysi hrjáði landið. Þá varð maður að nafni Franklin Roosevelt kosinn forseti Bandaríkjanna og hann hrinti í framkvæmd bataáætlun sem kölluð var “New deal”. Prógrammið banvirkaði og Bandaríkin voru komin aftur á braut efnahagslega séð, og gæddi von og öryggi í bandarísku þjóðina, en hún var í örvæntingarfulli þörf fyrir báðu hvoru. Roosevelt leiddi Bandaríkjamenn gegn Hitler í Seinni heimsstyrjöldinni en dó einum mánuði áður en sigur var unninn. M.a. lét hann varpa kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki.

Sigur Bandamanna í Seinni heimsstyrjöldinni skildi eftir sig tvö súperveldi – Bandaríki Norður-Ameríku og Sovíetríkin. Á aðeins nokkrum stuttum árum voru fyrrum bandamennirnir orðnir óvinir í Kalda stríðinu sem var bara tense diplómatísk deila sem stóð í u.þ.b. 40 ár. Á fyrri hluta 6. áratugsins hélt velmegunin áfram í Bandaríkjunum en á seinni hluta áratugsins voru miklar menningalegar og félagslegar breytingar í loftinu. Efnahagurinn lak hægt en örugglega niður á 7. áratugnum en bati af því tímabili var til 9. áratugsins. Síðan hnignun Sovíetríkjanna á árunum 1989-91 voru Bandaríkin ein eftir sem soul survivor og er “Róm nútímans”. Þeir eiga ekki í neinum sérstökum vandræðum innlendis en auðvitað stríðin í Írak, Víetnam og Kóreu hafa skyggt á Bandaríkin í heimsmyndinni.

Takk fyrir mig og ég reyndi að vera eins hlutlaus og ég gat, nema með þarna indíánana sem er það mesta sem ég hata Bandaríkjamenn fyrir. Endilega skrifið skoðanir og segið hvað ykkur finnst um Bandaríkin, þó ég haldi að 80% hati þá. Ég hata þá ekki sérlega en finnst samt öll þessi stríð við við lönd eins og Víetnam og Írak algjör óþörf og mikil mistök Bandaríkjamanna en það er ljóst að þeir verða að vinna með hinum þjóðum heimsins til að geta haldið áfram að vera “súperafl nútímans”.