Það hefur vakið athygli mína að það vita fáir um fornu borgina Knossos. Hin forna borg Knossos er staðsett á miðri Krít. Núna er þetta gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. Knossos var byggð um það bil 1900 fyrir Krist og var byggð ofan á fyrrverandi byggð sem hafði verið eyði í nokkurn tíma. Hún var eyðilögð seinna í kringum 1700 fyrir Krist. Margir telja að það hafi verið annaðhvort út af innrás af meginlandinu eða stórum jarðskjálfta því að það hafa fundist rústir í kringum Knossos sem voru eyðilagðar á sama tíma og Knossos.

Stuttu eftir að Knossos var eyðilögð þá var hún brátt endurbyggð. Knossos var til á tímabilinu 1900-1375 fyrir Krist. Byggingarstíll Knossos var mjög sérkennilegur, Knossos lifði í hallarmenningunni á Krít sem var árin 2900-1000 fyrir Krist. Höllin var byggð í mjög opnum stíl, það voru ekki neinir varnarveggir til þess að vernda þá frá innrásum frá meginlandinu. Í staðinn voru veggir skreyttir með myndum af plöntum, dýrum og leikjum sem heimamenn voru að iðka. Þetta bendir til þess að eyjamenn hafi ekki verið vanir ofbeldi eða innrásum, þetta var þeim alveg óþekkt.

Árið 1375 f.Kr. var Knossos lögð í rúst. Ekki var vitað hvernig þetta gerðist en það eru tveir möguleikar. Annaðhvort var það eldgos í fjallinu Þeru. Hinn möguleikinn er sá að það gæti verið innrás frá meginlandi út af því að Mýkenumenn yfirtóku Krít á þeim tíma, samkvæmt Ódysseifskviðu.

Árið 1900 eftir Krist þá stundaði Sir Arthur Evans fornleifagröft á rústunum við Knossos. Þar gróf hann upp mikið af mikilvægum hlutum og fann mikið af hlutum eftir hallarmenninguna.

Ég tel þetta vera spennandi efni og hvet alla til að fræðast meira um þetta.

Ég vona að þið lærðuð eitthvað af þessu :)
Practice makes perfect, but no one is perfect, then why practice? - Billy Corgan