Adolf Hitler


þessi brjálaði harðstjóri og fyrrum einræðisherra Þýskalands fæddist þann 20. apríl 1889. Adolf Hitler fæddist inní mjög fátæka fjölskyldu. Hann var umvafinn ást og umhyggju frá móður sinni, en faðir hans lamdi hann til hlíðni sem algengt var á þessum tíma. Þegar Hitler var ungur strákur taldi fólk hann strax vera afburða gáfaðann og með mikla leiðtoga hæfileika. Hann var mjög trúaður og hafði mikinn áhuga á því að gerast munkur.
Hitler var aðeins 13 ára gamall þegar faðir hans dó. Hann ákvað að hætta í skóla með leyfi frá móður sinni og snúa sér að öðrum hlutum. 18 ára gamall sótti hann um inngöngu í listaháskóla í borginni Vín. Móðir hans lést úr krabbameini í desember 1907. Hitler tók dauða móður sinnar mjög allvarlega og var jafnvel ekki sami maðurinn á eftir.
Árið 1909 fekk Hitler bréf um að hann skildi gegna herþjónustu en Hitler var staðráðin í því að það skildi hann ekki gera. Hann fluttist til Þýskalands til borgarinnar Munchen til að forðast herþjónustuna. Þótt Hitler hafði kanski ekki haft áhuga á að berjast fyrir Austurríki þá skráði hann sig í herþjónustu fyrir Þýskaland í heimstyrjöldinni fyrri en þá var hann aðeins 25 ára gamall. Honum var úthlutað staða sem boðliði í staðinn fyrir hermann og hann tók því. Hitler og félagi hans voru boðliðar allveg til enda stríðsins, og þótti það nokkuð gott að þrauka það lengi í þessari stöðu, en flestir boðliðar voru skotnir í sundur eða spreingdir fyrstu dagana sína i hernum.

Fyrverandi ráðsmaður Þýskalands gaf út minningabók fyrir nokkrum árum og lýsti hann starfi boðliðanna svona
“Þó boðliðar okkar ættu rólegt líf, þegar kyrrð var á víglínunni, þá breyttist það skjótt, stax og kom til orustuátaka. Símaleiðslurnar til herdeilda og herflokkaforningjana voru yfirleitt skotnar mjög fljótt í sundur og ómögulegt var að koma fyrirmælum til skila nema með boðum”

Hitler gerðist foringi nasistaflokksins árið 1921 og varð svo gerður af einræðisherra Þýskalands árið 1933.
Þjóðverjar töpuðu fyrri heimstyrjöldinni og Hitler var staðráðin í því að hefna fyrir það og fá þau landsvæði til baka sem Þjóðverjar höfðu tapað. Þann 1.september árið 1939 réðust Þjóðverjar, undir stjórn Hitlers inní Pólland og hertóku það. En með þeirri innrás var teningnum kastað og tveimur dögum síðar lýstu vesturveldin stríði á hendur Þýskalandi. Seinni heimstyrjöldin var hafin!. Hitler rak öfluga útþenslustefnu með mikilli harðstjórn og miklum krafti. En svo fór svo að Adolf Hitler fyrirfór sér á loka dögum stríðsins 1945.

hurde