Árásin á Columbine Árásin á Columbine átti sér stað þann 20 apríl 1999 í Columbine menntaskólanum nálægt Denver og Littleton, Colorado í Bandaríkjunum. Tveir nemendur við skólann, þeir Eric Harris og Dylan Klebold framkvæmdu þessa árás sem hafði þær afleiðingar að tólf nemendur létu lífið, og einn kennari, og auk þess að slasa tuttugu og fjóra aðra, áður en að þeir frömdu sjálfsmorð.

Þetta er talin ein mannskæðasta skólaárás sem gerð hefur verið og næst mannskæðasta skóla árásin í bandarískri sögu.

Árásin vakti hörð viðbrögð meðal almennings, og var því vakin athygli á meðferð skotvopna í Bandaríkjunum. Líka var vakin athygli á eineltismálum, og hvaða áhrif ofbeldisfullir leikir og kvikmyndir hefðu á börn og unglinga.

Eric Harris fæddist þann 9 apríl,1981 í Wichita,Kansas. Foreldrar hans, þau Wayne og Kathy fæddust bæði í Colorado. Harris átti eldri bróðir sem bar nafnið Kevin Harris. Fjölskyldan hinsvegar fluttist mikið á milli fylkja þar sem faðir Eric var flugmaður. Fjölskyldan hafði búið í Ohio,Michigan, og New York. Þegar að Wayne hætti sem flugmaður, þá fluttist fjölskyldan til Littleton, þar sem Eric myndaði vinarbönd við dreng að nafni Dylan Klebold.

Dylan Klebold fæddist 11 september í Lakewood, Colorado. Átti Dylan bróður að nafni Byron. Nágrönnunum fannst Dylan koma frá stöðugri fjölskyldu, en tóku eftir að Eric Harris var farin að hafa áhrif á Dylan eftir árið 1996. Dylan varði æsku sinni á svæði vestur með Littleton, og eins og Harris, þá spilaði hann í ,,litla deildar hafnarboltanum''.

Vináttan

Stuttu eftir að þeir urðu vinir, þá tengdust drengirnir sérstöku svæði sem þeir höfðu útaf fyrir sig á netinu, og spiluðu þeir marga leiki í gegnum það. Bjó Harris til borð, eða heima fyrir leikinn Doom og þekktust þessi borð undir nafninu ,,borð Harris''. Herma sögusagnir að ekkert þessara borða voru byggð á uppsetningu Columbine háskólans.

Dylan og Eric lentu síðar í vandræðum fyrir að hafa brotist inn í bíl, og aðrar gerðir af ránum. En settu þeir sér gott fordæmi og höguðu sér vel og varð það til þess að dómur þeirra varð vægari.

Voru þeir félagar bendlaðir við lítið gengi sem gekk undir nafninu ,,Treanchcoat mafia''

Héldu þeir félagar uppi heimasíðu sem gekk undir nafninu REB, sem er stytting fyrir ,,Rebel'' eða uppreisnarmaður. Heimasíðan hafði ekki bara þann tilgang í að halda uppi gögnum fyrir Doom, heldur notuðu þeir félagar hana líka til að tjá hatur sitt á íbúum Littleton, og meðal annars minnihlutahópum.

Kaldhæðnislega sem það má hljóma, þá varð Harris fyrir því að vera kallaður samkynhneigður, meira að segja af kennurunum í skólanum. Snemma í byrjun mars 1998, þá setti Harris in haturslegan texta á vefsíðuna sína þar sem meðal annars stóð: ,,Guð, hvað ég get ekki beðið eftir því að fá að drepa ykkur'' og þar með átti hann við nemendur og starfsmenn Columbine menntaskólans.

Vel vopnaðir

18-ára nemandi í Columbine skólanum að nafni Robyn Anderson gerði kaup á tveimur haglabyssum og einum rifli handa Dylan Klebold. Þremur dögum áður en að skotárásin átti sér stað, þá fór Klebold með Robyn á skólaball. Anderson var aldrei yfirheyrð fyrir að hafa tekið þátt í málinu. Eftir að hafa fengið vopnin ólöglega, þá söguðu þeir af haglabyssunum. Skotmennirnir keyptu líka hálf sjálfvirka TEC-DC9. Texti af vefsíðu Eric
Harris
gaf í skyn að tveir aðrir drengir sem gengu undir nöfnunum ,,VoDka’’ eða ,,V’’ sem var Dylan Klebold og annar ónafngreindur samstarfsmaður, ,,KiBBz’’ sem átti sinn þátt í skotárásinni. Gaf síðan til kynna hatur Harris á fólkinu í kringum sig, og meðal annars sýndi hún framá það að þeir væru að eiga við sprengjur. Drengirnir höfðu lært að gera sprengjur í gegnum netið og frá bókum eins og
,, The Anarchist Cookbook’’.

Í bókum, dagbókum og tölvuskjölum, þá voru Harris og Dylan búnir að skrifa niður 67 manneskjur sem þeim líkaði ekki við. Aðeins eitt þeirra slasaðist í Columbine, og hann var væntanlega ekki merkt fórnalamb. Brook Brown sem var nemandi í Columbine sem eitt sinn var vinur Harris, en síðar meir leystist vinátta þeirra upp, sá Harris fara inn í skólann daginn sem árásin átti sér stað, þegar hann var að fara út til að fá sér sígarettu.

Brook spurði Harris afhverju hann væri að sleppa tíma. Harris svaraði í skyndi: ,, Brook, mér líkar vel við þig, farðu heim’’. Brook fór úr skólanum, fór heim til sín sem var í nálægð við skólann, og þegar hann fór að heyra byssuskot, þá hringdi hann í lögregluna.

Metnaðarfullar áætlanir

Dagbók sem fannst í herbergi Harris sýndi framá öll smáatriði í sambandi við árásina sem drengirnir hugðust framkvæma eftir klukkan 05:00, 20 apríl 1999. Árásin var áætluð í byrjun apríls 1998. Textinn í bókinni að gaf til kynna að drengirnir ætluðu sér að drepa upp í 500 nemendur í skólanum með því að nota byssur og heimagerðar sprengjur. Í dagbókinni var líka minnst á ,,góða felustaði’’ og svæði sem voru með lélega lýsingu sem gætu verið notaðar. Árásin átti að vera framkvæmd nákvæmlega 11:17 þegar sem flestir nemendur væru í mötuneytinu. Samkvæmt dagbókinni þá voru drengirnir búnir að gera áætlun um að gera árás á aðra skóla. Auka fréttir sýndu fram á að Harris og Dylan höfðu líkað ætlað sér að ræna flugvél og fljúga á Empire State bygginguna. Þó var þetta hálf óraunhæft markmið sem varð sem betur fer aldrei að veruleika.

Árásin á Columbine

Drengirnir drápu 12 nemendur og 1 kennara. Eric skaut sig í munninn með haglara og Dylan skaut sig í ennið á flatt svæði. Lík Harris fannst hjá bókahillu með lík Dylan við fætur sér.

Heimildir fundnar á http://en.wikipedia.org/