Fyrra stríð Rússa í Tsétséníu '94-'96, 2. partur Tsétsénía , 2. partur.

Framkvæmd aðgerðarinnar

Árásin var upphaflega þannig að árásarsveitunum var skipt í nokkra hópa sem gerði stjórnun flóknari og erfiðari og áttu þar að auki að fara eftir ákveðnum ásum. Höfuðstöðvarnar sem áttu að hafa umsjá með aðgerðinni gátu ekki haft nóg samskipti við sveitirnar, þannig að umsjánni var dreyft meðal nokkurra foringja. Engin raunveruleg yfir umsjá var þannig í þessu. Skipana aðferðir sem herráð Norður-Kákasus (svæðið sem Tsétsénía var í) var ekki fylgt eftir og ákvarðanir voru gerðar af Varnarmálaráðherra Rússlands, Grachev hershöfðingja.

Eins og upphaflega var planað átti aðgerðin að hafa fjögur stig:
1. stig: (28. nóvember – 6. desember 1994) Að búa til fjóra sér flokka úr “Ministry og Defense” (MOD, hin venjulegi rússneski her minnir mig) og “Ministry of Internal Affairs” (MVD, hin eiginlega herlögregla eða þeir sem sjá um vandamál innanlands).

2.stig: (7. – 9. desember 1994) Framsókn af þremur sveitum sem nutu verndar af flughernum til borgarinnar Grozny og umkringja hana. Búa til innri varnarhring og ytri varnarhring (til að umkringja svæðið). Ytri hringurinn mundi fara meðfram landamærum lýðveldisins á meðan innri hringurinn mundi nálgast Grozny sjálfa.

3. stig: (10. – 13. desember 1994) MOD sveitirnar frá suðri og norðri mætast með sveitum frá MVD og “Federal Counterintelligence Service” (FSK) við afmörkunar línuna við ána Sunzha og taka forseta höllina, ríkisbyggingar, sjónvarps og útvarps stöðvar og önnur mikilvæg markmið.

4. stig: (5 – 10 dagar) Sveitir frá MOD reyna að jafna ástandið og undirbúa að færa ábyrgðina á MVD. Aðgerðin heppnaðist ekki í tíma. Frá upphafi verkefnisins stóðu þeir andspænis lélegum skipunum sem bara gerði ástandið verra. Meira en sautján mánuðum á eftir innrásina, voru MOD og MVD enn þá að reyna eyða öllum herjum Tsétséna.
Það var í kringum október 1994, samkvæmt nýjustu fréttum (þá), að herforingjar í Herforingjaráðinu voru byrjaðir að skipuleggja aðgerðina í Tsétséníu. En með þessar upplýsingar fyrir hendi er erfitt að skilja samstarfs örðugleika þeirra. Einhverri sökinni er hægt að skella á vanmat þeirra sem plönuðu aðgerðina á Tsétsénum, en þessi afsökun er hreinlega ekki ásættanleg því að rússneska ríkistjórnin hafði vopnað þá og vissu eiginleika þeirra.

Varnarmálaráðuneytið bjó til þrjá eða hersöfnuði sem áttu að ráðast á Tsétséníu: Norður-hersöfnuðurinn – á Mosdok ásnum; Vestur-hersöfnuðurinn – Vladikavkaz ásnum; og Austur-hersöfnuðurinn – á Kizlar ásnum. Innanríkisráðuneytið bjó líka til sveitir úr sínum mönnum. Landgönguliðum úr flotanum var líka bætt í sveitirnar. Eitt af vandamálunum sem varð til ólukku meðal Rússana var að nota menn úr MVD á meðal manna úr hernum eða landhernum. MVD-menn eru ekki gerðir fyrir, né skipulagðir fyrir stórátök. Flestar MVD sveitir eru ekki með stórskotalið eða bryntæki. Þessar sveitir eru líka ekki venjulega þjálfaðar samhliða sveitum úr hernum. Lítið samstarf milli manna úr MOD og MVD var uppspretta margra vandamála á meðan bardagar í Tsétséníu stóðu yfir og sérstaklega í orrustunni um Grozny.

Innrásin inn í Tsétséníu reyndist enn þá erfiðari þegar firstu sveitir hermanna töfðust áður en þeir komust inn fyrir landamærin. 12. desember, var þröngvað að bílalestinni á Vladikavkaz ásnum af fólki sem bjó þar þannig að þeir komust ekki fet. Bílalestin á Kizlar ásnum stóð andspænis sömu vandræðum vegna mótmæla. Aðeins Norður-hersöfnuðurinn komst ferða sinna nær óáreitt, sem voru á Mozdok ásnum. En það entist ekki lengi, því þann 13. desember, áður en þeir komust til Grozny, var ráðist harkalega á þá af Tsétsénum sem voru studdir með fallbyssum og eldflaugum. Norður-hersöfnuðurinn tókst loksins að komast að Sunzha ánni þann 20. desember (heilli viku á eftir áætlun). Áætlunin hafði alveg farið úr skorðum og þurfti áætlunin aðeins meira en litla “fínstillingu”.

Eftir hina raunverulegu sókn inn í Tsétséníu, einbeittu herirnir sér að taka Grozny. Þeir byrjuðu þá 3. stig áður en 2. stig kláraðist, að umkringja Grozny. Pólitísk og ekki hernaðarleg mál ollu líklega þessu. Þetta voru hrikaleg mistök sem voru gerð, á sambandi við her Tsétséna sem var á bilinu 20.000 til 30.000 stríðsmenn.

Þann 31. desember 1994, réðust rússneskir herir á borgina Grozny til að taka hana. Aðal áhlaupið var beint að aðal-lestarstöðinni (sem var staðsett nokkrar húsalengdir suð-austur af forsetahöllinni). Kröftug móstpyrna Tsétséna neyddi Rússana til að hörfa að miðju borgarinnar og safnast saman á ný. Mikil þoka myrkvaði marga hluta borgarinnar og komu í veg fyrir að rússneskar herþyrlur gætu gefið nákvæma verndar skothríð fyrir hermennina. Tsétsénskir hópar manna gerðu skemmdarverk á skriðdrekum sem voru í broddi fylkinga og eyðilögðu þá síðan. Að lokum eftir þessa orustu, taldi einn maður sautján útbrunna skriðdreka og brynvarða flutningabíla fyrir framan lestarstöðina. Eftir að hafa komið sér út úr miðborginni reyddu Rússar sig á stórskotahríðir til að þrýsta á Tsétséna og til að minnka tölu bygginga sem að væru hentugir staðir til að verjast á. Í “the 131st Motorized Rifle Brigade”, var mannfall svakalegt og aðeins 18 af 120 stríðsvögnum kommst hjá eyðileggingu og nánast allir flokksforingjarnir voru drepnir í þessari Ný-árs sókn.

Einn foringjanna sem lifði af sagði að hans flokkur hafi fengið skothríð úr öllum áttum. Á meðan leyniskyttur gerðu þeim lífið leitt og eldflauga og sprengjuvöpu hríð dundi á þeim, fengu þeir ekki neitt af því sem þeir báður um; verndarskothríð, liðsauka né skotfærasendingar. Eftir Ný-árs burstið, reyndu rússneskir herir aftur að taka borgina. Bardagar í kringum lestarstöðina og forsetahöllina jukust því meira sem Rússar skutu á höllina með skriðdrekum og brynvögnum. Þann 9. janúar 1995, náðu Rússar loks stöðinni á sitt vald og héldu áfram að brjótast í gegnum borgina í von um að geta umkringt höllina. Þann 19. janúar, tóku þeir loks höllina sem var ekkert nema rústir einar. Yeltsin forseti lýsti svo yfir að aðgerðinni væri lokið og menn vildu sæma foringja flokksins sem náði höllinni á sitt vald með “the order of the Hero of Russia”.

Í janúar reyndu rússneskir herir að klára 2. stig, að umkringja Grozny og koma í veg fyrir fyrir að liðsaflar Tsétséna kæmust til borgarinnar.
Af einhverri óþektri ástæðu, mistókst Rússum að blokka alla vegi til borgarinnar og Tsétsénar náðu að flytja liðsauka til hennar. Þeim tókst ekki að loka borginni fyrr en 22. febrúar 1995. Hæstráðandi herjanna sem voru í tsétséníu, “Colonel-General Leonty Pavlovich Shevtsov”, fullyrti það, að út af öllum þessum mannlegu mistökum sem gerð hafa verið, leyfði friðsömum íbúum Grozny að flýja til fjalla. Léleg stjórnun var líklega ástæðan fyrir að svona illa gekk. Fyrir utan Grozny, byrjuðu Rússneskir herir að breyða úr sér til að hafa stjórn á öllum helstu samgönguleiðum sem lágu til Daghestan.

Rauveruleg stjórn Grozny var þó enn í höndum Tsétséna. Tsétsénar fóru í hálfgerðan “löggu-og-bófa” við Rússana með því að flýja inn í þröngar götur og húsasund og sprengja upp brýr sem lágu yfir Sunzha á. Þetta gerði Rússum erfitt fyrir að senda liðsauka til þeirra sem þurftu þess.

Jæja, ég vona að þetta hafi líka verið fræðandi og vil byðja menn taka tillit til allra stafsetningar villna og málfars villna þar sem þetta var líka erfitt að þýða.

3. partur, COMING SOON

Kv. Bjarki.