Púnversku stríðin Mesta verslunarborg við Miðjarðarhaf á upphafstímum Rómaveldis var Karþagó. Þar bjuggu afkomendur Föníka sem Rómverjar kölluðu Púnverja. Rómverjar háðu þrjár styrjaldir við Karþagómenn sem kallaðar er púnversku stríðin.

Fyrsta stríð þeirra var um yfirráð Sikiley. Stríðið hófst 264 f.Kr. og stóð í rúma tvo áratugi. Báðar þjóðirnar höfðu öflugan skipaflota en Rómverjar höfðu betur og fengu yfirráð yfir Sikiley, sem var þá orðið fyrsta skattland Rómverja.

Um 30 árum síðar var Rómverjum orðið nóg um veldi Karþagómanna og brast þá aftur út stríð. Karþagómenn voru búnir að byggja upp styrk og auðugar málmnámur og önnur náttúrugæði á Spáni urðu þeim drjúgur aflafengur. Hannibal, leiðtogi Karþagómanna, fór með 50 þús. Fótgönguliða, níu þúsund riddara og 37 stríðsfíla yfir Alpafjöllin og kom Rómverjum í opna skjöldu í borginni Cannes á Ítalíu. Versti ósigur Rómverja átti sér stað þar því þeir misstu 50 þúsund hermenn í þessarri einu orrustu. Síðar tókst þeim að sigra Karþagómenn og tóku þeir þá flota Púnverja og hrepptu Spán.

50 árum seinna fannst Rómverjum veldi sínu enn ógnað af Karþagómönnum og ruddust inní borg þeirra og rústuðu öllu, hnepptu íbúana í þrældóm og sáðu salti í jarðveginn svo það myndi aldrei neitt vaxa þarna aftur. Karþagó var lögð í eyði. Landið var gert skattland og nefnt Afríka. Landvinningum rómverska hersins fylgdu miklar breytingar heima fyrir. Ódýrt innflutt korn og fleiri tegundir matvæla streymdu til Ítalíu.

Ragnar Sigurðarson