Leonardo da Vinci, merkasti maður allra tíma? Skáletraða er skrifað 29. nóv 2005. Hitt er skrifað fyrir örfáum árum.

Jæja, er ekki málið að fara að dusta rykin af gömlum grunnskólasöguverkefnum, eh?
Hér kemur eitt svoleiðis um Leonardo da Vinci sem er jafnan talinn einhver algáfaðasti, hugmyndaríkasti og sköpunarglaðasti maður frá upphafi manna. Maðurinn var svo langt á undar sinni samtíð að það er nánast því með ólíkindum. Meðal annars gat hann skrifað svokallaða spegilskrift (skrift sem aðeins hægt var að lesa í spegli) sem ég held að ekki margir geti. Sagt var að hann hefði getað skrifað og málað á sama tíma og framkvæmt fleiri kúnstir sem okkur meðalmönnunum finnst vera með ólíkundum. Flestir tengja þennan mann við málverkið Mónu Lísu en það er auðvitað aðeins eitt af aragrúa verka sem þessi maður gerði en Vetrúvíusar-maðurinn svokallaði en það er teikning sem sýnir hlutföll mannslíkamans í réttum hlutföllum. Svone teikning sem flestir hafa séð en enginn veit í raun hvað þýðir. En hér kemur verkefnið:


—————————————-

Leonardo da Vinci fæddist árið 1452 í smábænum Vinci. Faðir hans var farsæll lögbókandi en móðir hans ósköp venjuleg sveitakona.
Bærinn Vinci hefur lítið breyst á þessum 552 árum síðan Leonardo fæddist. Steinhús eru í þyrpingu í kringum virki kastalans og klukkuturn kirkjunnar er enn kennileiti sem sést úr margra kílómetra fjarlægð. Vinci er umkringdur frjósamri jörð, á hæðunum eru ræktuð vínber og ávaxtatré og silfurgræn ólívutré setja svið sinn einnig á landslagið. Hæðirnar fyrir ofan Vinci vísa á fjallið Albano, háan tind þar sem Leonardo seinna gekk á og veitti náttúrunni sem þar er eftirtekt. Lækir renna úr fjallinu, framhjá Vinci og í ána Arno.

Fyrir forvitinn dreng sem elskaði fallegt landslag, hefur svæðið í kringum Vinci verið dásamlegur staður fyrir æskuheimili Leonardos. Leonardo mátti skoða skóginn, lækina, rannsaka pöddur, dýr og fugla sem hann seinna lýsti nákvæmlega í minnisbókinni sinni.
Áhugi Leonardos fyrir náttúrunni var greinilega hvatning fyrir málverkunum sem hann málaði á fullorðinsárunum. Nákvæmar og raunverulegar plöntur og blóm sem hann málaði við fætur engilsins í The Announciation og hellarnir og laugarnar sem umkringja persónurnar í The Virgin of the Rocks voru skapaðar af uppkasti sem hann gerði í æsku í bænum Vinci.

Þegar Leonardo var 12 ára flutti hann til borgarinnar Flórens með föður sínum. Af því að Leonardo hafði mikla teiknihæfileika, gerði faðir hans hann að lærlingi hjá Andrea del Verrochio, höfuðmálaranum í Flórens.
Í vinnustofu Verrochios lærði Leonardo iðn málarans s.s. að undirbúa striga, búa til pensla og að blanda málningu. Verrochio kenndi honum einnig að höggva í við, steina og leir.
Listamenn á 15. öld voru meira en bara snilldarmálarar og myndhöggvarar. Verrochio var ráðinn af ríkum kúnnum til að framleiða húsgögn, hljóðfæri, áttavita og einnig bjöllu fyrir dómkirkjuna. Leonardo fylgdist vel með og lærði allt sem framleitt var í vinnustofunni. Hann teiknaði stöðugt það sem framleitt var og þegar ekki þurfti á Leonardo halda í vinnustofunni, skoðaði hann borgina. Hann skoðaði og teiknaði allt sem vakti áhuga hans. Hann heimsótti dómkirkjuna sem verið var að byggja og teiknaði vandlega öll tæki og tól sem þar voru.

Þegar Leonardo var 21 árs og orðinn faglærður málari, leyfði Verrochio honum að hjálpa sér með mikilvægt málverk af skírn Krists. (Baptism of Christ) Leonardo málaði krjúpandi engil og hluta af bakgrunninum. Andlit engilsins sem Leonardo málaði er mjög fíngert og sýnir hæfileika Leonardos að framkalla tilfinningar mjög vel. Sagan segir að þegar Verrochio sá engilinn var hann svo hrifinn að hann ákvað að mála ekki framar. Þokukenndur bakgrunnur Leonardos í Skírn Krists sýna að hann var strax byrjaður að þróa tilfinninguna fyrir eins konar loftkenndu sjónarhorni. Þegar hann lauk við námið fór Leonardo að vinna fyrir ríkisstjóra Flórens, Lorenzo de Medici. Leonardo átti að mála Dýrkun Magi (Adoration of the Magi) í kirkju einni en hann lauk aldrei við verkið og árið 1483 flutti hann til Milan.

Þegar hann flutti til Milan sendi stjórnandi Flórens hann með silfur til stjórnanda Milan, hertogans Lodovico Sforza. Þá var Leonardo þekktur sem hæfileikaríkur tónlistarmaður ( ójá), málari og myndhöggvari. Leonardo skrifaði seinna undravert bréf til hertogans. Bréfið lýsti hrífandi hugmyndum Leonardos fyrir herinn. Hann skrifaði um hvernig hann gæti byggt sterkar brýr, mögnuð vopn, brynvarða stríðskerru og stríðsskip. Aðeins í endanum á bréfinu sagði Leonardo frá hæfileikum sínum í myndlist og myndhöggvun og bauðst til að smíða hest úr bronsi til að heiðra föður hertogans. Hertoginn var svo hrifinn að hann bauð honum stöðu málara og verkfræðings í konungshirðinni. Leonardo hafði mikið að gera í Milan, hann kom á fót vinnustofu og hafði sjálfur lærlinga, skipulagði veislur, byggði virki, lagði fram tillögu um nýjan skipaskurð og málaði mörg málverk. Leonardo vann einnig að málverkinu mikilfenglega Síðasta kvöldmáltíðin. Til allrar óhamingju er lítið eftir af meistaraverkinu. Leonardo notaði sem tilraun blöndu af temperu og olíulitum sem festust illa við rakan vegginn. Stuttu eftir að málverkið var fullkomnað árið 1498, byrjaði það að flagsa af. Samtímis því að mála Síðustu kvöldmáltíðina hannaði hann og smíðaði leirmódel af hestinum sem hann ætlaði að gera fyrir hertogann. Árið 1499 áður en að styttan hafði verið gerð úr bronsi varð Milan fyrir árás franskra hermanna. Fjölskylda hertogans flúði og franskir bogamenn eyðilögðu leirhestinn með því að nota hann sem skotmark.

Eftir 17 ár í Milan sneri hann nokkrum sinnum aftur til Flórens þar sem hann vann að mörgum mismunandi verkefnum. Árið 1503 var Flórens í stríði við nágrannaborgina Písa og vann Leonardo að áætlun um að flytja ána Arno frá Písa. Það átti að stöðva leið birgða til Písa en seinna átti að breyta ánni í skipaskurð sem nota átti á friðartímum. Hvorugt verkið var klárað en orðspor Leonardos sem uppfinningamaður og verkfræðingur var staðfest. Eftir stríðið við Písa byrjaði hann að mála aftur. Þá málaði hann eitt mesta málverk sögunnar, Mónu Lísu, sem nú er geymt á Louvre-safninu í París. Hann gerði einnig uppköst um flug fugla og reyndi mismunandi aðferðir við að hanna vél sem gæti flogið. Hann ákvað einnig að teikna risastórt minnismerki til minningar um sigur Florentinos í bardaganum við Anghiari. En hann kláraði aldrei málverkið og árið 1506 varð hann glaður að fara að vinna aftir í Milan.

Franski landsstjórinn í Milan, Charles d'Amboise bauð Leonardo að koma aftur til Milan.
Þar vann hann að ýmsum verkefnum s.s. verkfræði, líffærafræði og fleira. En þegar franski landsstjórinn lest árið 1511, urðu pólitískar breytingar til þess að Leonardo varð að flytja enn og aftur. Frá 1514-1516 vann Leonardo í Róm. Leonardo vildi gjarnan læra fleira um líffærafræði en kirkjan leyfði honum ekki að skera upp lík en í staðinn skar hann upp dýr. Í Róm rannsakaði hann einnig ljósfræði og reyndi hann að útbúa vinnustofuna sína með risastórum speglum sem hann ætlaði að nota til að rannsaka tunglið og stjörnur.

Stuttu eftir að einn vinur Leonardos, Giuliano, lést flutti Leonardo frá Ítalíu til Frakklands og þar eyddi Leonardo þremur seinustu arum ævi sinnar í að raða saman og klára að vinna ókláruð skjöl sem hann átti. Leonardo da Vinci lést svo árið 1519.
Svo merkilega vill til að vitað var Leonardo var grafinn í kirkju konungshallarinnar en það er ekki vitað lengur. Kirkjan og höllin voru eyðilögð í frönsku byltingunni svo ekki er hægt að finna gröf hans lengur.

Ég setti þessa spurningu upp í titlinum til að fá einhver viðbrögð við þessu. Er hann merkasti maður allra tíma? Er það Adolf Hitler eða Jesú? Minn maður er allavega Leonardo da Vinci.


Heimildir: www.mos.org/sln/Leonardo/WhatWhereWhen.html

Myndin er af Síðustu kvöldmáltíðinni og þar er búið að merkja “Maríu Mey”.