Erwin Rommel. “Erwin Rommel, goðsögn, hetja eða skúrkur?”

Það sama gildir um ást og hugrekki, vonin glæðir hvort tveggja.
Napoleon.


Erwin Rommel ólst upp í litlum bæ sem kallast Gmund og er í Swabia héraði. Faðir Rommels var kennari og agaði soninn vel. Rommel var miklill íþróttamaður en kunni lítið við námið sjálft, Rommel stundaði oft hjólreiðar, lék tennis, fór iðulega á skauta, stundaði róður og skíðamennsku. En aðaláhugamál hans snérist allt um svifdreka. Hann var , og er samkvæmt sálfræðigreiningum mjög greindur í rúmfræði og rúmmállsgreinum…..

Engin í fjölskyldu Erwin Rommels hafði áður stundað hermennsku og ákvað Rommel að sækja nám Royal Officer Cadet skólann í Danzig Rommel var nú engin afburðarnemandi en hann bætti það upp með óbylandi eldmóð og áhuga.
Í fyrri heimstyrjöldinni fékk frami Rommels góðan byr undir báða vængi og hann var hann herstjórnandi í Frakklandi og Ítalíu.


Það voru liðnir aðeins nokkrir mánuðir af fyrri heimstyrjöldini þegar hann var sæmdur Járn Krossinum. Hann hafði orðið skotfæralaus í baráttu við þrjá franska hermenn. En með byssustinginn einan að vopni sem var spenntur á rifilinn hans, réðist hann til atlögu við frönsku hermennina og lágu allir þrír frönsku hermennirnir í valnum eftir þau miklu átök, Rommel særðist lítillega á fæti.

En mesti heiður hans í fyrri heimsstyrjöldinni kom er hann vann sigur á ítölskum her við Caporetto fjall.

Hann hafði sýnt ótrúlega skipulagshæfni og útsjónarsemi við að ráða niðurlögum 150 ítalskra foringja, 9000 óbreittra hermanna og 81 fallbyssum ítalska hersins. Frægt er það þegar hann gekk einn síns liðs með nokkrum þýskum hermönnum sem voru aðeins vopnaðir rifflum inn í þorpið, og þar hitti hann fyrir ítalska herinn á miðju bæjartorginu.
Óbylandi sjálfstraust og einbeiting hans gerði ítölsku hershöfðingjana óstyrka en um leið lotningarfulla er Erwin Johannes Eugin Rommel, fyrirskipaði þeim að gefast upp og það án tafar, og hananú.

Hann var einn af þeim yngstu yfirmönnum þýska hersins sem höfðu verið heiðraðir með hinni merku og virtu “Pour le Merite” orðu. Erwin Rommel var eftir þetta hækkaður í tign sem “Captain”.

Theodor Werner einn af stjórnendum herfylkjum Rommels lýsti eitt sinn og svo snilldarlega:
“Þegar ég sá hann fyrst (1915) var hann mjög grannur og næstum eins og skólastrákur, en hann var innblásinn af einhverjum ólýsanlegum og ósýnilegum verndarhjúp, ávalt ákafur og viljugur að taka á skarið. Á einhvern mjög svo forvitilegann hátt varð það hugrakkur eldmóður hans sem keyrði alla hersveitina áfram frá fyrstu stundu, rólega og nákvæmlega í fyrstu, en svo smátt og smátt jók hann eldmóðinn svo snilldarlega, þar til að vorum allir orðnir svo innblástnir af frumkvæði og hugrekki hans að ekkert gat staðist baráttuvilja okkar. Við allir sem einn tilbáðu hann og höfðu óbylandi trú á þessum mikla hershöfðingja sem vann hjörtu allra fyrir prúðmennsku og hugprýði. Hann sýndi aldrei fram á neinn hrottaskap gagnvart óvininum og fór eftir settum reglum í hernaði í hvívetna. Hann var sannur herramaður sem ávann sér óskerta virðingu andstæðinga sinna.

Sagnfræðingurinn Martin Blumenson skrifaði um Rommel þau fleigu orð ”Ef að hann hafi farið fram á mikið þrekvirki frá hermönnum sínum, þá hafði hann gert nákvæmlega sömu kröfur til sjálf síns. Hann var mjög iðinn og barðist af mikilli hörku, hann hafði mjög fábrotið líf, var mjög opin í samræðum gagnvart sínum undirmönnum og var ævinlega trúr og sannur gagnvart eiginkonu sinni“. Nákvæmlega sömu orð er hægt að skrifa um Eisenhower Hershöfðingja, aðal andstæðing Rommels, en þeir voru báðir mjög hamingjusamlega giftir og voru þeirra hjónabönd byggð á mjög sterkum grunni.

Eiginkonur þeirra fengu reglulega bréf frá þeim. Í bréfaskriftunum við þær sögðu þeir hluti sem þeir mundu aldrei segja nokkuri sálu, þeir létu í ljós vonir sínar og þrár, hluti sem ollu þeim mestan kvíða, og kvörtuðu þeir sárann báðir undan því að geta ekki snúið til síns heima og hefja eðlilegt líf aftur í faðmi fjölskyldunnar. Möguleikann að finna aftur kyrrðina og friðinn sem þeir báðir svo sárlega þráðu. Þessir tveir einstaklingar sem í raun, hötuðu allt það sem þeir voru neyddir til að gera og þeirra heitasta ósk var að eiga frama í einhverju öðru en að vera stríðsherrar og færir Hershöfðingjar.
Rommel hafði margoft lýst því yfir að draumur hans var að verða verkfræðingur, við að smíða vatns-orku vélar um alla Evrópu. Þeir báðir eignuðust bara einn erfingja, sonur Rommels, Manfred, varð borgarstjóri Stuttgard og varð það honum að þakka að í þrjá áratugi breittist borgin mikið til hins betra og margar glæsilegar byggingar voru reistar og vegir byggðir. Sonur Eisenhowers, John, gekk í West Point herskólann og útskrifaðist þaðan 6 júní 1944, skemmtileg tilviljun á dagssetingu… Hann fór beint í herinn og var mjög liðtækur þar. Seinna meir gerðist hann Sagnfræðingur og sérhæfði sig í stríðssögunni. Manfred Rommel gekk í þýska flugherinn ”Deutche Luftwaffe", sem skytta á vélbyssu og útskrifaðist þaðan vorið 1944 fimmtán ára gamall.

Erwin Rommel var aldrei meðlimur í nasistaflokknum og þegar hann stjórnaði sínum víðfrægu African Korps bannaði Erwin Rommel SS sveitunum að koma til Afríku, hann vissi hvers konar ómenni voru uppistaðan í þeim sveitum. Sú málamiðlan náðist á milli Rommels og Hitlers að aðeins nokkrir einstaklingar úr sveitum Shuts Staffel væru staddir í Afríku til að yfirsjá að allt væri í reglu.

En Þegar Rommel náði fjöldanum öllum af stríðsföngum hvort sem það var í Afríku eða annars staðar hugsaði hann alltaf vel um stríðsfanga sína og í Afríku skipti hann vatnsbyrgðunum jafnt á millli þýsku hermannana sem og stríðsfangana.

Þó svo að Rommel hafi unnið mikið með Hitler, var Rommel sá eini sem hafði þor til að svara Hitler fullum hálsi. Það angraði Hitler mjög oft og iðulega. En ein af ástæðum þess að Rommel fór að vinna meira með Hitler á fyrri árunum var sú að hann dáðist af því hvað Hitler náði að berja stálið aftur í þýsku þjóðina, sem voru undir oki Versalarsamningsins og mikil fátækt og eymd skók landsmenn, Rommel sá vonarneista í augum landa sinna aftur og fólk var farið að eiga fyrir salti í grautinn. Þjóðarstoltið virtist vera endurreist…

Ást Erwin Rommels á föðurlandinu og það hugrekki sem hann sýndi í orrustum gera orð Napoleons ódauðleg…..