Dauðinn sem oft var kallaður Svartur Svarti dauðinn var hrikaleg farsótt sem átti upptök sín í Evrópu á miðri 14.öld. Plágunnar var fyrst vart á Sikiley árið 1347. Á þessum tíma var Sikiley miðstöð siglinga kaupskipa, enda breiddist plágan fljótt út. Plágunnar var fyrst vart hér á Íslandi árið 1402 og lagði þá um 70% landsmanna af velli. Seinni plágan kom á Ísland árið 1494 og lagði þá um 40% landsmanna af velli. Talið er að hún hafi drepið þriðjung íbúa Evrópu. Þrjár gerðir af Svarta dauða voru til, kýlapest, lugnapest og blóðrásarpest. Plágan var mjög smitandi, aðeins að vera í sama herbergi og smitaður maður gat smitað mann. Læknar vildu ekki hjálpa smituðum og létust flestir smitaðir á þriðja, fjórða eða fimmta degi. Áhrifin sem þessi plága hafði á fólkið var gríðarleg. En hvað var Svartidauði ?

Sjúkdómsins var fyrst vart í borginni Messina á Sikiley. Í október 1347 kom floti frá ítölsku borginni Genoe til Messina í Sikiley. Þegar skipið nálgaðist Messina voru menn um borð annahvort smitaðir eða dauðir. Um borð voru smitaðar rottur og flær. Mörg skip fundust á strönduð með engum mönnum um borð lifandi. Mörg þessarra skipa voru rænd og barst smitið með ránsfengnum. Sjúkdómurinn barst þá til Feneyja. Í júní árið 1348 barst sjúkdómurinn frá Ítalíu norðvestur til Evrópu, til landa eins og Frakklands, Spánar, Portúgal og Bretlands. Sjúkdómurinn var kominn um næstum alla Evrópu árið 1351. Plágan herjaði að jafnaði um átta mánuði á hverjum stað og dó síðan út. Hún sneri ekki við til sama staðar.

Sjúkdómurinn var í þremur myndum, blóðpest, lungnapest og kýlapest. Kýlpestin einkennist af kvalafullum kýlum um allan líkmann. Gífurlegar innri blæðingar fylgja blóðpest. Þeir sem eru með lungnapest hósta mikið og í hóstinum koma upp bakteríur og nálægir menn sem anda úðanum að sér smitast. Flestir sem smituðust af sjúkdóminum voru látnir á 4.veikindadegi. Læknar vildu ekki lækna sjúklinga sína vegna smithættu. Smitaðir buðu læknum oft allan auð sinn fyrir lækningu en læknar stóðu á sínu. Þegar sjúklingar dóu fengust engir til að grafa líkið vegna smithættunnar. Þar komu gavoti menn til sögunnar. Þeir fengu háar fjárhæðir fyrir að grafa líkin en fæstir fengu borgað, venga þess að þeir smituðust og dóu.

Útbreiðsla sjúkdómsins var mjög merkileg. Kýlpestin og blóðpestin bárust með biti smitaðra flóa. Flærnar komu úr rottum. Rotturnar skriðu oft dauðvona inná götur stórborganna. Rotturnar dóu svo og hræ þeirra kólnuðu. Þá byrjuðu sýktu flærnar að leita sér að næsta blóðheita skrokk Flær, menn og rottur voru hýslar veirunnar. Bakterían (Yersinia pestis) margfaldaðist inní flónni og lokaði fyrir maga flóarinnanr sem var þess valdandi að hún varð svöng. Flóin byrjaði þá að bíta önnur dýr. Þar sem maginn á flónni var lokaður þá varð flóin aldrei södd og hætti því ekkert að bíta dýr. Á meðan að flærnar voru að bíta dýr þá flæddi smitað blóð flóarinnar inní sár dýrsins. Þá var kominn nýr hýsill fyrir bakteríuna. Lungnabólga barst öðruvísi til manna. Það barst með hósta manna, en með hóstanum kemur úði með örlitlum dropum í sem bakterían hélt sér til.

Hægt var að hefta útbreiðslu sjúkdómsins með svokallaðri sóttkví. Þeir sem höfðu sýkina eða voru líklega smitaðir voru einangraðir í 40 daga. Þeir sem voru ekki með nein sjúkdómseinkenni eftir fjörtíu daga var sleppt úr einangrun. Skip sem talin voru vera sýkt voru látin vera í höfn í fjörtíu daga ásamt allir áhöfninni. Hús sem smitaðir áttu heima í voru einnig einangruð í fjörtíu daga. Sem dæmi um þetta síðastnefnda má nefna að þegar plága herjaði í nágrenni Manchester árið 1631, barst hún til gistihúss í borginni. Allir í húsinu dóu en það var sett í sóttkví og engir í borginni utan þess tóku pestina.

Tveir plágufaraldrar gengu yfir Ísland. Hinn fyrri barst með skipi til Hvalfjarðar í spetember 1402 og hafði um jól borist austur í Skálholt og norður í Skagafjörð, eða um 300 kílómetra leið á sextán vikum, sem tela verður mjög hraða yfirferð við erfiðar aðstæður. Um 60-80% landsmanna létust. Síðari plágan barst til landsins tæpri öld síðar, eaða 1494, trúlega með ensku eða þýsku kaupskipi. Hún grandaði um 30-50% landsmanna.

Heimildir um þennan atburð á Íslandi eru margar hverjar mjög skrautlegar. Svo virðist sem fólk hafi viljað gleyma þessu tímabili. Einnig voru líka það fáir eftirlifendur, fyrri plágan eyddi næstum út öll lífi á Íslandi. ,,….sumir tóku sig upp með hyski sínu og fluttu á öræfi og dvöldu þar, meðan plágan gekk og pestarmóðan lá yfir sveitunum.” (Siglaugur Brynleifsson. [Án árs]:134). Plágan á Íslandi hafði samt jákvæð áhrif á eftirlifendurnar. Færri voru nú um skiptingu þjóðarauðsins, sem var fólginn í jarðeignum og kvikfé. Þessir atburðir á Íslandi gleymast seint.

Efnahagurinn gjörbreyttist um gjörvalla Evrópu á þessum tíma, margir merkir menn dóu. Stærsta vandamálið var það að hæfni iðnaðarmanna hvarf þegar stór hluti af vinnuhópnum dó. Þar af leiðandi urðu þeir sem höfðu einhverja hæfni mikilvægari en ríka fólkið. Fátækir fengu að tjá sig meira en áður. Bændur og iðnaðarmenn fengu hærri tekjur. Þeir fátæku sáu svo mikinn dauða að þeir vildu njóta lífsins. Þrælar sem vildu frelsi fyrir að rækta land eigenda sinna var sagt að halda áfram vinnu sinni. Ræktun uppskerana hætti því þrælarnir neituðu að vinna. Uppskerur og dýr sem var ekki hugsað um byrjuðu að deyja vegna vanrækslu. Skógurinn fylltist af tömdum dýrum sem flúðu. Bændabýli urðu sjaldgæf. Lögin hurfu og hálfgerðar klíkur byrjuðu að ræna heimili. Svartidauði hafði fundið sér nýtt fórnarlamb, efnahaginn.
Kirkja kristinna manna kom mjög illa útúr þessari plágu vegna lyga og yfirlýsinga.

Einn af hópunum sem þjáðust hvað mest var kirkja kristinna manna. Hún tapaði orðstír sínum, trúarlegu valdi, og forystu yfir fólkinu. Hvernig ? Kirkjan lofaði lækningu, umhyggju og skýringu á plágunni. Þeir sögðu að það væri guðs vilji, en skýringin á þessarri hryllilegu refsingu var óskiljanleg. Fólk vildi svör, en prestarnir og biskuparnir höfðu engin svör. Prestastéttinn yfirgáfu kristnar skyldur sínar og flúðu. Fólk bað til guðs og bað um fyrirgefningu. Eftir pláguna þá gerðu reiðir og pirraðir þorpsbúar uppreisn gegn kirkjunni.

Svartidauðinn hafði einnig mikil áhrif á listina. Líkkistur voru með myndum af líkum á lokinu, sem sýndu oftast líkið í kistunni í sínum fallegustu fötum. Sumar líkkisturnar höfðu mynd af líkinu þar sem það var rotnandi í rifnum fötum. Margar höggmyndir sem voru gerðar voru af ormum og sniglum að japla á sjúkdóminum. Mörg málverk sýma fólk vera blanda geði við beinagrindur. Málarar voru svo niðurdregnir útaf sjúkdóminum að þeir byrjuðu einungis að mála myndir af leiðu eða dánu fólki.

Fólk er enn þann dag í dag að greinast með svartadauða. Á 19.öld geysaði plágan seinast yfir og þá fór hún yfir Kína. Í dag má enn greina merki hans í Asíu. Á vesturströnd Bandaríkjanna greinast nokkrir einstaklingar með sýkina á ári. Svartidauði getur því aftur orðið að drepsótt ef réttu skilyrðin eru fyrir hendi.

Áður en undirbúningur á þessarri ritgerð hófst vissi höfundur lítið sem ekkert um Svartadauða. Höfundur hélt að þetta hafi aðeins verið einhver sjaldgæf veiki sem aðeins tók sig upp á Íslandi. En að öðru komst höfundur. Þessi sótt var drápsvél. Eins og margir merkir menn hafa sagt þá var Svartidauði besti raðmorðingi seinni ára. Sjúkdómurinn er ekki dáinn og getur hann komið upp hvenær sem er, þannig allir skulu hafa varann á.


Ragnar Sigurðarson




Örnólfur Thorlacius. 2005. ,,Hvað var Svartidauði ?” Náttúrufræðingurinn 73:2-14.

Siglaugur Brynleifsson. 1970. Svarti dauði. Helgafell, Reykjavík.

Loftus M., Sherman A., Quan A., og Griffin M. [Án árs.] The Black Death. http://www.insecta-inspecta.com/fleas/bdeath/ [Sótt 6.september 2005.]

,,Black Death.” [Án árs.] Wikipedia. http://en.wikipedia.org/wiki/Black_Death [Sótt 6.september 2005.]