Borgarastyrjöld Bandaríkjanna eða þrælastríðið, eins og það er stundum kallað hófst árið 1861 og lauk árið 1865. Í borgarstyrjöldinni áttu í útistöðum, annars vegar norðurríkin og hins vegar suðurríkin. Það er hægt að segja að borgarastyrjöldin hafi verið fyrsta “nýtísku styrjöldin”, þar að segja að það voru notuð vopn sem setu svip á styrjaldir þær sem á eftir hafa komið. Einnig var, að þar kom skotgrafarhernaður fyrst fram.

Upptök borgarastyrjaldarinnar voru fyrst og fremst þrælahald. Norðurríkjamenn voru með andstyggð á þrælahaldi, og vildu að stöðva það, en afkoma Suðurríkjamanna byggðist á plantekrum sem voru reknar með vinnuafli þræla. En norðurríkja menn létu það ekki viðgangast að leyfa þrælahald, það væri smánablettur fyrir Bandaríkin og jafnframt töldu þeir að farið væri með þrælanna eins dýr. Forseti Bandaríkjanna á þessum tíma var Abraham Lincoln, hann setti hafnbann á Suðurríkjamenn, en með því gátu þeir ekki selt út helstu útflutnings vöru sín sem var baðmull.

Borgarastyrjöldinn hófst þegar Suðurríkjamenn hófu skothríð á Sumter virki í Norður-Karólínu, en nú var úr vöndu að ráða fyrir forsetann. Virkið var nefnilega í herkví og bönnuðu sunnanmenn, norðurríkjunum að senda vistir þangað en slíkt mundi kosta bardaga. Þannig að annað hvort mundu norðanmenn hefja barrdaga með því að senda vistir eða láta sunnanmenn ná virkinu mótþróalaust. Ákveðið var að senda virkinu vistir. En vistirnar komust ekki til virkisins, að morgni 12 .apríl 1861 hófst fallbyssu skothríð á Sumter, borgarastyrjöldin var hafin.


Sumter féll auðveldlega í hendur Sunnanmanna, sama dag og það gerðist hélt forsetinn ráðuneytisfund í Washington.og hvati alla til að ganga í herinn og verða föðurlandinu sínu til sóma. Næsta orrusta var háðin við fljótið bull Run sem er 50. kílómetrum suðvestur af Washington. Bæði norðurmenn og sunnanmenn voru illa undirbúnir undir þessa orrustu. Norðurmenn urðu gjörsigraðir og varð afgangurinn af her þeirra að snúa til Washington til að verja hana fyrir suðurmönnum. Tap norðurrmanna var helst útaf því að herforinginn þeirra var lélegur sem hét Mcdowell, en herforingi suðurmanna var miklu betri og hét Joseph Johnston. En það komu með tímanum miklu betri herforingjar í báðum liðum.



Bestu herforingjar í borgarastyrjöldinni voru hjá norðurmönnum: Ulysses S. Grant, en hjá suðurmönnum Robert e. Lee. Grant knúði Lee til uppgjafar við Appomattox 9. apríl árið 1865.


En til að gera langa sögu stutta lauk þrælahaldinu með því að Lincoln batt enda á það og sunnanmenn gáfust upp fyrir norðurmönnum.

Heimildir: Ævisaga Abrahams Lincolns eftir Thorolf Smith