Halló aftur. Í seinustu grein var ég að tala um rætur heimsvaldastefnunar en núna ætla ég að tala um áhrif stefnunar í öðrum löndum svo sem Suður-Afríku og Indlandi.

Rómanska Ameríka

Rómanska Ameríka var aldrei gerð að nýlendu á tímum heimsvaldastefnunar. Yfirráð Vesturlanda þar héldust með heimsmarkaðinum og efnahagslegri drottnun. Þar var hlutverk Rómönsku Ameríku að frammleiða hráefni fyrir Vesturlönd en að sama skapi að kaupa fullunna vöru, t.d. Brasilía selur Járn og kol til Vesturlandana og kaupa svo eimreiðar frá Bretlandi. Þetta ferli jók iðvæðingu í Evrópu en hélt Rómönsku Ameríku aftur og hindraði að þar tæki sér stað iðnbylting.
Fyrir utan Mið-Ameríku, þar sem Bandarískir hermenn réðust á lönd eins og Kúbu, Hondúras og Mexíkó á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, slapp Rómanska Ameríka við beina hertöku. Hins vegar varð efnahagsþróun þar á forsendumVesturlandabúa.
Efnahagsleg vanþróun og óstöðugleiki í stjórnmálum var gjaldið sem Rómanska Ameríka varð að greiða fyrir að vera háð Vesturlöndum, og álfan geldur þess enn.

Afríka

Hernaðarlegir landvinningar eða formleg yfirráð í anda heimsvaldastefnunar voru hins vegar efst á blaði í Afríku. Frá árunum 1881, þegar Frakkar gerðu Túnis að verndarríki, og 1882, þegar Bretar réðust inn í Egyptaland þróaðist einhverskonar kapphlaup á milli Vesturlanda í því að eigna sér “laus” svæði í Afríku. Enkum lögðu Frakar og Bretar mikil landsvæði undir sig og munaði minstu að það yrði styrjöld á milli þeirra, eins og þegar Breskir og Franskir herir rákust saman 1898 við Fashoda (Kadok) þar sem nú er Súdan. Aðferðir Vesturlanda við að fá yfirráð yfir þessum löndum voru allt aðrar en þær sem notaðar voru í Rómönsku Ameríku. Í Afríku var tekið, stolið og keipt land en í Rómönsku Ameríku var ekkert gert. Ástæðann er sú að Bandaríkjamenn lögðu bann á hvers konar hertöku í Suður Ameríku en í Afríku var ekkert svoleiðis bann.
Til að benda á hversu ódýrt var stundum að ná landi í Afríku má taka sem dæmi að konungur Belgíu Leopold 2. keypti 2,3 milljónir ferkílómetra frá 500 ættbálkum fyrir Biblíur og smá vefnaðarvöru. Ekki er samt hægt að segja að “kapphlaupið” hafi verið bara verið tímabil þar sem allir reindu að eigna sér sem mest.
Á Berlínarfundinum 1884-1885 skiptu Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Ítalir, Portúgalir, Spánverjar og Belgía Afríku á milli sín og tóku þá ekki tillits til þjóðernislegra eða landfræðilegra aðstæðna í álfuni. Svíar tóku meira að segja þátt í fundinum en var ekki úthlutað neinu landsvæði. Fundarmenn samþykktu einnig að beita sér gegn þrælahaldi. Formleg skipting Afríku hljóðaði á þá leið að Bretar réðu löndum bæði norðan- og sunnanvert í álfuni en setti Cecil Rhodes sér það markmið að eigna Bretlandi samfelt landsvæði frá norðri til suðurs. Frakkar fengu landsvæði í
norð-austur Afríku en einsettu sér það að eigna sér alla Norður-Afríku.
Þjóðverjar voru of seinir til leiks og urðu að láta sér nægja svæði í Suðvestur- og Austur Afríku.
Mikilvægasta forsenda þess, að Evrópumenn náðu tangarhaldi á Afríku, voru yfirburðir þeirra í hernaði og tækni. Stundum þurfti þó ekki að beita valdi, nægði þá að skjóta nokrum fallbyssukúlum að landi og gáfust þá heilu borgirnar oft upp. Oftast þurfti þó að beita valdi til að ná völdum og má nefna að 1907 drápu Þýskir hermenn 70.000 Afríkubúa í Suðvestur-Afríku.
Árið 1899 byrjaði í Suður-Afríku stríð á milli Breta og Búa. Ástæðan var sú að svæði Búa voru fyrir Bretum í leið þeirra að eiga veldi frá suðurodda til norðurodda Afríku.
Voru Búar mjög ila vopnaðir höfðu ekkert í Breta en fengu með sér ríkið Oranje og hófu skæru hernað gegn Bretum sem dró stríðið á langinn þangað til að Búar voru yfirbugaðir 1902. Búastríðið og áreksturinn við Fashoda varð til þess að mikil bylgja andúðar í garð Breta reis í Evrópu.

Indland

Fram að aldamótunum 1800 var Mógúlaríkið það öflugasta í Indlandi. Þá höfðu Frakkar, Bretar og Hollendingar,(Góa), átt nýlendur þar í aldir en engin sérstök stríð höfðu verið háð um yfirráð. Á Indlandi sóttust Evrópumenn einkum eftir kryddi og vefnaðarvöru fyrir vefnaðarvöruverksmiðjurnar heima. Bretar urðu leikseigastir í átökunum um yfirráð á Indlandi og fékk Ensk-Indverska verslunarfélagið einkarétt á verslun í Indlandi. Eftir 1870 réðu Bretar lögum og lofum í Indlandi.+
1857 varð uppreisn gegn Breskum yfirráðum í Indlandi og er hún nefnd
sepojauppreisnin eða bara fyrsta frelsisstríð Indlands.
Kveikjan að uppreisnini voru flugufregnir um, að til stæði að kristna Indland með góðu eða illu. Í upphafi uppreisnarinnar drápu Indverjar marga Breta, þar á meðar konur og börn. Mógúlarnir studdu við uppreisnina sem varð til þess að Bretar réðust á Delhi höfuðborg ríkisins. Á leiðinni til Delhi drápu Bretar þúsundir Indverja og lýsir Breskur foringi því á þá leið.

“Til þess að sýna og staðfesta makt og mikilleik bresku þjóðarinnar hengdum við tugþúsundir Indverja á leið okkar til Delhi. Áður voru þeir pyntaðir á herfilegasta máta. Þeir voru stungnir með byssustingjum og við neyddum ofan í þá heilagt nautakjöt.”

Bretar voru bálillir yfir uppreisnina og börðu hana niður með harðri hendi. Dæmi um aftökur voru að uppreisnarmenn voru bundnir á fallbyssur og svo var hleipt af…


Eitt sér maður, þegar maður pælir í heimsvaldastefnuni, að Evrópubúar voru til í að gera allt fyrir völd í öðrum löndum. Evrópubúar kúuðu þjóðir og frömdu þjóðarmorð án þess að fá það á samviskuna. Sjá má enn í dag ör stefnunar í Afríku og Suður-Ameríku þar sem mikil fátækt er og þjóðir mjög vanþróaðar.


Kveðja Bossoss
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”