Á því langa tímabili frá því landbúnaðarbyltingin hófst fyrir um 10.000 árum og fram á síðari hluta 18. aldar varð nær engin meiginbreyting á framleiðsluháttum og bjargræðisvegum mankyns.
En eftir 1750 hófust þau þáttaskil, sem kend eru við “iðnbyltingu”. Vélar knúðar gufuorku leystu vöðvaafl mansins af hólmi við fjölmörg störf.
Framleiðsla í verksmiðjum margfaldaðist og má til dæmis taka að á milli árana 1780 og 1840 jókst járnframleyðsla Breta um 5000%! Borgir stækkuðu, meðalaldur hækkaði,atvinnuleisi minkaði og fólki fjölgaði óhemjulega.
Enn var iðnbyltinginn bara dans á rósum.

Á sama tíma og atvinnuleysi minkaði fjölgaði barnavinnu og börn voru látin vinna jafnvel í
50 metra djúpum námum.
Á sama tíma og heilsa fólks fer batnandi gaus upp ótrúlegri mengun upp úr nýjum verksmyðjum.
Og þrátt fyrir að svona myklar framfarir voru gerðar héldu þeir fátæku áfram að vera fátæk og þau ríku að verða ríkari.
En svo má líta á þetta frá öðru sjónarhorni.
Ef engin iðbylting hefði orðið hefðu framfarir kanski staðið í stað og við værum ekki á sama þróunarstigi núna.

Á þessu tímabili voru samgöngur bættar til muna og almenn vitneskja aukin. Árið 1869 var lokið við súez skurð og á sama ári var líka lokið við járnbraut þvert í gegnum Bandaríkin,(Union Pacific Railroad). Íbúar London g París gátu lesið um hvað var að gerast í Indlandi fljótlega eftir að þar gerðist og gufuskip styttu sjóferðir allt að 70%.

Skoðanir um iðnbyltinguna eru oft mjög skiptar og eiginlega er ekki hægt að komast að því hvort að iðnbyltinginn gerði gott eða íllt en eitt getur maður þó verið sammála um, að án iðnbyltingarinnar
hefðu framfarir og vísindi ekki þróast.

Kveðja Bossoss
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”