Auschwitz kafli IV

Helvíti tekur nú við!

“Það eina lykil atriði sem er nauðsynlegt í því að hið illa fari með sigur af hólmi er að hinir réttláttu og góðu menn framkvæmi sama og ekki neitt!”
Edmund Burke (1729 - 1797)

Í seinasta kafla leiddi ég ykkur í gegnum hvernig þýski verkamannaflokkurinn var uppbyggður og hvaða menn hann hafði að skipa í sínum röðum og hvaða hugmyndir þeir höfðu gagnvart Gyðingum.

Sem formála og innlegg í þennan kafla langar mig að byrja á orðum fanga sem var í Auschwitz:

Möguleikar á að stunda hópmeðferð voru auðvitað takmarkaðar í fangabúðunum. Gott fordæmi var sterkara en nokkur orð. Skálaverðir sem ekki voru hallir undir yfirvaldið gáfust ótal tækifæri til þess að hafa víðtæk áhrif á þá sem undir þá voru settir, með réttlátri og uppörvandi framkomu. Tafarlaus áhrif hegðunar er alltaf sterkari en orð. En stundum höfðu orðin líka áhrif, ef einhverjar ytri aðstæður stuðluðu að því að huglæg móttökuskilyrði mögnuðust. Ég man eftir einu slíku dæmi þegar að ytri aðstæður ollu því að allir fangarnir í einum skálanum urðu sérstaklega móttækilegir.
Dagurinn hafði verið slæmur. Við útkallið var tilkynnt hvaða gjörðir voru framvegis taldar skemmdarverk og þar af leiðandi strax hegnt fyrir með hengingu. Til þessara afbrota taldist meðal annars að skera ræmur af gömlu teppunum okkar (til að vefja um ökklana) svo að minnsti “þjófnaður” var ekki liðinn. Nokkrum dögum áður hafði fangi sem var hálfdauður úr hungri farið inn í kartöflukjallarann og stolið nokkrum kílóum af kartöflum. Þjófnaðurinn komst upp og nokkrir fanganna vissu hver “innbrotsþjófurinn” var. Þegar búðarstjórinn komst á snoðir um þetta var þess krafist að afbrotarmaðurinn yrði framseldur, annars yrðu allir fangarnir látnir svelta í heilan dag. Auðvitað völdu 2.500 félagar að svelta.

Að kvöldi þessa “föstu”dags lágum við í skálum okkar - og það lá sérlega illa á okkur. Menn sögðu fátt og var gramt í geði. Þá slokknuðu ljósin ofan á allt annað, menn misstu alveg móðinn. En skálastjórinn var vitur maður, hann hélt stutta ræðu um allt það sem við vorum að hugsa um. Hann talaði um hvað margir úr okkar hópi hefðu dáið úr sjúkdómum eða fyrirfarið sér undanfarna daga. En hann velti því líka fyrir sér hvort hin raunverulega orsök þessa kynni að vera að þeir höfðu gefist upp. Hann hélt því fram að það ættu að vera einhver ráð til að koma í veg fyrir að fleiri úr hópnum yrðu þessari uppgjöf að bráð. Og svo vísaði hann málinu til mín.

Það veit Guð einn að ég var alls ekki í neinu skapi til að koma með neinar sálfræðilegar skýringar eða predika yfir félugum mínum til að veita þeim einhvers konar sállækningu. Mér var kalt og ég var svangur, pirraður og þreyttur en ég varð að herða mig upp og grípa þetta einstaka tækifæri. Aldrei hafði verið meiri þörf fyrir hvatningarorð en á þessari stundu.

Ég byrjaði á ómerkilegustu hugguninni. Ég sagði að aðstæður okkar í Evrópu á sjötta vetri annarrar heimstyrjaldarinnar væru alls ekki þær verstu sem hægt væri að hugsa sér. Ég sagði að hver og einn okkar yrði að spyrja sig hvað af því sem hann hefði hingað til misst sem að væri óbætanlegt. Ég gat mér þess til að þegar betur væri að gáð væri það í raun fátt. Sá sem enn væri á lífi ætti von. Heilbrigði, fjölskylda, hamingja, starfshæfni, auðæfi, þjóðfélagsstaða - allt þetta væri annaðhvort unnt að finna aftur eða byggja upp að nýju. Við værum þó ennþá með öll beinin heil. Allt sem við hefðum orðið að þola gæti nýst okkur seinna. Og svo vitnaði ég í Nietzsche: “Was mich nicht umbring, macht mich starker.” (Það sem gerir ekki út af við mig, eflir mig).

Fangi númer 119,104


Sérfræðingar Shutz Staffel.

Der Reichsfuhrer SS Heinrich Himmler réði í SS sérsveitir sínar aðeins menn sem áttu að bera af í þýsku samfélagi í gáfum og félagslegri hæfni. Þar á meðal voru lögfræðingar, kennarar, iðnjöfrar úr atvinnugeiranum, líffræðingar, vísindamenn og auðvitað, já þið gátuð rétt, læknar.

Ef þið eruð viðkvæm fyrir slæmum lýsingum á hrikalegum og ómannúðlegum pyntingum á börnum og fullorðnum, þá legg ég til að þið lesið ekki lengra. Þetta eru varnaðarorð mín til ykkar. Mörg ykkar munu eflaust ekki skilja hvaða tilgangi ég sé þjónað með því að vera að skrifa um þessi hroðaverk Nasista. En þar sem ég er mikill áhugamaður um sagnfræði, mannlegt eðli og hvað við getum gert og nýtt okkur í samfélaginu okkar til að verða betri manneskjur, þá tel ég það vera skildu mína hér að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar og ofstæki muni nokkurntímann innleiðast í okkar yndislega íslenska samfélag sem er ávalt að taka miklum stakkaskiptum og breytingum í tímans rás.

Það var ofstæki og fáfræði sem kom Nasistum til valda. Með sókn eftir visku ,fyrirhyggju og manngæsku munu þessir atburðir vonandi aldrei gerast aftur.


Læknarnir í Auschwitz.

Margar einangrunarbúðir á vegum Nasistaflokksins voru notaðar til margvíslegra læknarannsókna á fólki. Auschwitz var miðstöð þessara rannsókna sem var talin vera nauðsynleg til að efla hernað og tryggja framtíð Þýskalands sem hernaðarheimsveldis. Sérfræðingar á mörgum læknasviðum komu til starfa í Auschwitz, þar á meðal mjög virtir vísindamenn. Þeir settu upp rannsóknarstofur og skurðstofur; þeir námu líkamsparta af fólki, myrtu það og frömdu hræðilegar rannsóknir og skurðaðgerðir á líkum þeirra. Þau fórnarlömb sem lifðu af þessar hræðilegu skurðaðgerðir létust vanalega nokkrum dögum á eftir vegna sýkinga í líffærum og skurðum þeirra.


Kvensjúkdómalæknirinn Carl Clauberg var yfirlæknir á kvensjúkrahúsinu í Königshutte, Silesia. Allt frá seinni hluta ársins 1942 notaði hann suma hluta af fangabúðunum í Auschwitz til að framkvæma hundruð læknisfræðitilrauna sinna með því að sótthreinsa fjöldan allan af fórnarlömbum í tilraun sem átti að leysa ýmis vandamál herlækna á vígvöllunum. Eins gerði hann fjöldan allan af tilraunum til að reyna að gera hundruð manna og kvenna ófrjó. Sjúklingunum var komið fyrir á milli stórra röntgentækja sem var beint að kynfærum þeirra. Flestir sjúklingarnir sem fóru í þessar tilraunir voru teknir af lífi og kynfæri þeirra send til Breslau í svokallaðar “histopathological examinations” ófrjósemisgreiningar. Sum fórnarlömbin voru það illa brunnin á kynfærum og svæðinu þar umhverfis að þau höfðu sama og engar lífslíkur í Auschwitz með slíka áverka.
Dr. Carl sýkti eins eggjastokka kvennfólks með því að sprauta inn í þær sótthreinsi efnum.
Afleiðingarnar voru að eggjastokkar fórnarlambana bólgnuðu mjög mikið og hrikalegir kviðverkir og miklar blæðingar fylgdu þar á eftir. Eftir að fórnarlömbin létust kvalafullum dauðadaga voru eggjastokkarnir fjarlægðir og sendir til Berlínar til frekari rannsókna.
Yfirlæknir Auschwitz, Eduard Wirths, og bróðir hans sem var einnig kvensjúkdómalæknir frá Hamburg, stóðu einnig fyrir sínum eigin rannsóknum á konum í Auschwitz fangabúðunum og voru þeirra aðferðir ekkert mannúðlegri en hjá kollegum þeirra.


SS herforinginn Horst Schumann var yfirmaður tilraunastofnana sem voru í Grafeneck og Sonnenstein sem var í nágrenni Pirna. Þar voru sjúklingar sem voru andlega fatlaðir. Í þessum búðum fór fram verkefni sem kallaðist, “Þjóðernishreinsunarátak” . Þessi herforingi SS hersveitana var í Auschwitz einangrunarbúðunum í júlí 1941, sem skipulögðu áætluninna “Aktion 14f13”, þar sem hann leiddi svokallað læknaráð og skipulagningu á að fjarlægja þessa 570 manns sem féllu undir þau rök að vera andlega veikir eða jafnvel bara elliærir einstaklingar. Fjarlægja þýddi auðvitað útrýming. Schumann kom til Auschwitz árið 1942 og var þar í hálft annað ár með tilraunir sínar á að gera menn og konur ófrjó með notkun röntgen-geisla.

Johann Paul Kremer, prófesor í líffærafræði og mannlegun genarannsóknum við Háskólann við Munster, sá um tilraunir á mjög veikburða sjúklingum frá ágúst 1942, og í fjöldanum öllum af rannsóknum sínum á hungri manna og afleiðingum þeirra á meltingarveginn sá hann þjáningu manna sem voru okkur ekki hliðstæð þá.

Eins hafði SS Obersturmfuhrer eða Yfirhershöfðinginn, Hans Munch, sem var læknir og seinna meir undirmaður Bruno Weber sem stýrði “Heilbrigðisstofnun SS” í Auschwitz 1943 fyrir Waffen-SS eða hinu vopnuðu bardagasveitir SS. Hans Munch hafði mikinn áhuga á afleiðingum hungurs og lífslíkum manna við mismunandi aðstæður. Þessi stofnun var mikilvæg SS-liðunum og
hafði menn í sínum röðum sem voru efnafræðingar, líffræðingar og læknar.

Megnið af þessum svokölluðu rannsóknum var beint að veirusýkingum eins og bólusótt, malaríu, sótthita, magakvillum og sárasótt. Öllum þessum vísindarannsóknum var beitt gegn lifandi sem og dauðum föngum: Líkamshlutar af dauðum föngum í Auschwitz voru notaðir í rannsóknir á bakteríum og sjúklingar sem voru aflimaðir lifandi voru notaðir í blóðrannsóknir og færni líkamannans til að aðlagast miklum blóðmissi. Það tekur því ekki að telja það fram hér að enginn sjúklingur þessara rannsókna lifði af. Læknarnir komust að því í rannsóknunum að það skiptir verulegu máli fyrir lífslíkur hermanna hve hratt blóðmissirinn verður. Ef blóðmissirinn gerist snögglega eins og þegar stórar slagæðar og bláæðar fara í sundur minnka lífslíkurnar verulega, en hægfara blæðingar sem spanna lengra tímabil og blóðmagnið sem tapast er samt hið sama og í fyrra tilfellinu þá eru lífslíkur hermanna meiri.


SS Hauptsturmfuhrer eða yfirforinginn August Hirt stjórnaði öllum mannfræðirannsóknum í Auschwitz. Hirt var stjórnandi líffærafræðistofnunarinnar við ríkisháskólann í Strasbourg. Hans hlutverk í Auschwitz var að sýna fram á yfirburði Aría-kynstofnsins. Sumarið 1943 gaf hann þá skipun að tugir gyðinga yrðu mældir, sendir svo til Natzweiler - Struthof einangrunarbúðanna sem voru við Alsace, þar sem örlög syðinga og sígauna var dauðadómur. Þar næst var svo farið í að flá líkinn og fjarlægja öll innri líffæri þeirra, vöðva, lungun, hjartað, æðakerfið, meltingarveginn, heilann þannig að það eina sem stóð eftir af líkunum voru beinagrindur þeirra.
Ástæða þessa umstangs alls var sú þráhyggja SS Haupsturmfuhrer August Hirt að eiga sitt einkasafn af beinagrindum manna í sínu verðmæta líffærafræðilega safni, sem var honum svo verðmætt. Þar var stillt upp fjöldanum öllum af beinagrindum í öllum stærðum og gerðum. Nú loksins átti hann fullgert anotomiskt safn af “Homo-Sapiens”.


Herta Oberhauser var einn af fáum kvenlæknum í Auschwitz. Hún gerði sínar læknisfræði tilraunir á börnum og gengu tilraunir hennar út á að rannsaka hæfni barna með sýkingu í opnum skurðsárum. Til að flýta fyrir sýkingum í skurðsárunum setti Dr.Herta sand, fín glerbrot, sag og hálm í sár fórnarlambana. Stundum voru heilu vöðvarnir fjarlægðir og hálmur settur í stað þeirra. Þessar tilraunir höfðu þann tilgang að líkja sem mest eftir þeim sárum sem voru á vígvöllunum, er sprengjur sprungu í nálægð við hermann var ekki spurt að leikslokum, því höggbylgjan sem kom í kjölfar sprengingarinnar þeitti með sér sandi, jarðveg og jafnvel gleri ef hermaðurinn hafði verið svo ólánssamur að standa einmitt í glugganum er sprengjan sprakk.
Sýkingarnar á fórnarlömbunum voru yfirleitt það miklar að í stað þess að framkvæma aflimun þá var fólkinu þess í stað vísað í gasklefana og stundum þess vegna beint í líkbrennsluofnana. Birgðirnar af Cyklon-B voru farnar að vera að skornum skammti undir lok stríðsins.
Eins stundaði Dr.Herta tilraunir með að sprauta ýmsum efnum inn í blóðrásarkerfi barnanna meðal annars olíu. Einar hrikalegustu tilraunir hennar voru með að sprauta lofti inn í blóðrásarkerfi barnana og voru kvalir þeirra ólýsanlegar. Aflimanir og brotnám innri liffæra var einnig á hennar sérsviði.
Herta var dæmd í 20 ára fangelsi eftir WWII en var sleppt eftir fimm ára fangelsi. Hún hóf aftur störf sem læknir en hætti fljótlega eða um 1958.

Í desembermánuði 1944 sá viss læknir frá Hamburg til þess að hundruðir barna af gyðingaættum voru flutt til hans þar sem hann hafði rannsóknarstofur sínar í Neuengamme búðunum í nágrenni Auschwitz. Þar rannsakaði hann þau gaumgæfilega og framdi sínar hræðilegu tilraunir á fórnarlömbum varðandi berkla og veirusýkingar. Til að hilma yfir rannsóknir sínar á börnunum þá gaf hann þá skipun í apríl mánuði 1945 að hvert eitt og einasta barn sem var á lífi skildi vera hengt! Ekkert þessara barna komst undan dauðadóminum.

Svo voru aðrir minna þekktir læknar sem frömdu sínar læknisfræðilegu tilraunir á mönnum eins og Friedrich Entress, Helmuth Vetter og Eduard Wirths. þeir sýktu tilraunardýrin sín af hitasótt og fleiri bakteríusýkingum til að kanna betur bóluefnin sem voru framleidd í efnaverksiðjunni IG Farben sem var í næsta nágrenni við Auschwitz.
Eins gerðu þeir hræðilegar tilraunir á gyðingum varðandi ýmis eiturefni og hvaða áhrif þau höfðu á fólk og viðbrögð lækna við þeim. Þarna var þjálfunarstöð Nasista á bardagalæknum sínum eða SS Haupsturmfuhrers. Þetta voru hinar hræðilegustu læknisfræðilegu tilraunir á fólki sem um getur í sögu mannkyns.


Vinsælt var hjá SS Haupsturmfuhrer læknunum að kanna á fórnalömbum sínum hvernig þau brugðust við mismunandi skotsárum, ofkælingu, áhrifum líkamanns af mismunandi eiturefnum til að þeir þekktu örugglega einkennin hjá hermönnum þýska hersins, Der Deutsche Wehrmacht, ef þeir þóttust vera sárir af bardaga o.s.frv.



Stríðsglæpir Deutsche Luftwaffe gagnvart Gyðingum í Auscwitz.

Kaldur dauðdagi!

Þýski flugherinn, eða Der Deutsche Luftwaffe var að sama skapi sekur um það að framkvæma hræðilegar tilraunir á Gyðingum í Auschwitz. Þegar Hermann Göering fór að átta sig á þeim vanda sínum varðandi hrikalega illa skipulagða hernaðaráætlun sína varðandi árásirnar á Bretland, sá hann fram á að hann hafði ekki lengur á að skipa þeim vel þjálfuðu flugmönnum sem hann bjó svo ríkulega að í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Ástæðan var sú að flugmenn þýska flughersins lifðu yfirleitt af þegar flugvélar þeirra voru skotnar niður yfir Ermasundi. En stóra vandamálið var að þegar þýskir björgunarbátar komu þeim loks til bjargar dóu þeir nær alltaf úr ofkælingu. Sjórinn var þeim hreinlega of kaldur.

Þess vegna var tilvalið að betrumbæta aðbúnað og lífslíkur þýsku flugmanna með því að nota tilraunardýrin í Auschwitz þeim til framdráttar.

Tiraunirnar gengu út á að dýfa fórnarlömbunum ofan í ískalt bað og þau látin dúsa þar klukkustundunum saman eða svipað lengi og þýsku flugmennirnir í Ermasundi, svo var fórnarlömbunum kippt upp úr ísbaðinu og reyndar á þeim mismunandi upphitunaraðferðir, sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir að hjartað í mjög ofkældum sjúklingum myndi ekki fara í svokallað flökt og að lokum hætta að slá.
Ástæðan fyrir þessu hjartaflökti hjá ofkældum sjúklingum er að heilinn í okkur öllum hefur þá frábæru varnaraðferð að ef kjörhiti 5 mikilvægustu líffæra okkar, 37°C, (heili, hjarta,lungu,nýru, lifur), kólnar niður fyrir 36 gráður í celsíus, þá fer af stað varnarkerfi heilans og heilinn gefur boð til vöðva okkar að mynda varma í líkamanum með skjálfta, og koma í veg fyrir meira hitatap þessa mikilvægu líffæru líkamans.
Ef þetta varnarkerfi bregst, gefur heilinn þá skipun til vöðvanna að hætta samdrætti og heilinn fer að beina heitu blóðflæðinu að 5 mikilvægustu líffærum líkamanns. Þar af leiðandi fá útlimir okkar sama og ekkert blóðflæði og frumur útlima okkar fara að deyja vegna skorts á blóðflæði. Þegar frumur líkama okkar fara að deyja smátt og smátt mynda þær vægt eitur sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir líffæri okkar.

Fórnarlömb Nasista í Auschwitz fengu vægast sagt mjög hægan og sársaukafullan dauðdaga eru þau lágu á skurðarborðunum, ísköld, ofkæld og ofsahrædd. Þessi mannvonska er ólýsanleg og einu áhyggjur læknana voru einhverjar tölur sem komu lífi fórnarlambana nákvæmlega ekkert við.

Þegar svo lífshættulega ofkældum sjúklingi verður svo bjargað, byggist björgun hans á tækni og færni læknana. Það sem að læknarnir í Auschwitz voru að keppast við var að finna leiðir til að bjarga þessum mikilvægu flugmönnum þriðja ríkisins. Björgunarmennirnir höfðu alltaf svo stuttan tíma eftir að flugmönnunum var bjargað úr ísköldum sjónum þar til að þeir voru úrskurðaðir látnir.

Hrikaleg keðjuverkun:
Það sem getur gerst hjá lífshættulega ofkældum sjúklingum er að minnsta hreyfing á líkama þeirra getur haft þau áhrif að varnarkerfi heilans bregst, og allt blóðflæðið sem var beint á mikilvægustu líffærin flæðir allt í einu í útlimina á sjúklingnum. Þegar það gerist og allt blóðflæðið lendir á dauðu líkamsfrumunum og eiturefnunum sem þær mynduðu, springa frumurnar og öll eiturefnin stefna svo til baka í blóðrásarkerfinu og að hinum lífsnauðsynlegu líffærum líkamanns.

Það sem tekur núna við hjá hinum sárþjáðu fórnarlömbum Auschwitz læknanna, voru hrikalegar kvalir er nýrun fylltust af eiturefnunum, en nýrun sjá um hreinsun blóðsins og skiljun úrgangsefna úr blóðinu (þvag). Á einum sólarhring fara meira en 900 lítrar af blóði í gegnum nýrun. Er nýrun fara að hætta að virka í fórnarlömbunum og stíflast af þessum eiturefnum myndast ástand sem nefnist ARF á fagmáli Accute Renal Failure, eða nýrnabilun!

Nýrun stíflast bókstaflega af eiturefnum og úrgangi. Nú hefst enn einn kvalakaflinn í lífi fórnarlambsins og sá versti hingað til, en það er sá verkur sem er svo mikill að líkja má honum við að vera stunginn með hníf í bakið neðarlega hægra og vinstra megin við mjóhrygginn. Sum ykkar kannast kannski við að fá nýrnarsteina eða hafa fengið snögglega mjög mikin og sáran verk öðru hvorum megin í bakið. Þið sem lent hafa í þessu vita hvað ég meina með sársauki, en samt var hann bara sýnishorn af þeim sársauka sem fórnarlömb Auschwitz upplifðu í þessum tilraunum á ofkælingu.

Sjúklingurinn fer núna að missa meðvitund vegna óbærilegra kvala, ofkælingar og losts en þegar slíkt magn af eiturefnum flæða um blóðrásarkerfi líkamanns veldur það um leið miklum hjartsláttartruflunum. Hjartað gengur fyrir rafboðum og þegar blóðið er svo yfirfullt af efnum sem trufla þau rafboð verður svokallað hjartaflökt og á endanum hjartastopp og dauði.


Þetta kunnu að vera hrikalegar og óraunverulegar lýsingar á þessum pyntingum sem fóru fram í Auschwitz, en því miður er þetta bara ein afleiðing stríðsátaka mannkynsins. Læknisfræðin og vísindin taka svokallað hástökk fram á við, þekking og kunnátta okkar á sjúkdómum og öðrum kvillum, þar á meðal ofkælingu, bólusótt, hitasótt, malaríu, sárasótt, blóðsýkingum ofl. eykst. Vísindin að sama skapi leiða af sér öflugri tölvuörgjörva því herinn dælir nú ótakmörkuðum peningaupphæðum í allan tækniiðnað. Þetta er ömurleg staðreynd stríðsátaka vorra tíma. Á milli styrjalda fellur svo allt í meðalmennsku og herinn heldur aftur að sér í peningaútlátum.

Er þetta ástand réttlátanlegt til að réttlæta valdasýki leiðtoga risaveldanna og stefnu þeirra?

Hið ómanneskjulega viðhorf Nasista sést berlega hér því þeir litu á alla Gyðinga sem sub-humans eða ómannlega. Þetta er einmitt “Rótin fræga!” að því sem við köllum Genocide eða þjóðarmorð! Þarna er sú hrikalega fræði höfð að illvirkjum að óvinurinn sé ekki mennskur, jafnvel eins og rottur sem Joseph Goebbels gerði frægt myndband um gyðingana og þeirra ógn á þýskt samfélag. Þess vegna var þessi útrýming réttlætanleg fyrir hinu þýska SS heryfirráði sem var stjórnað svo snilldarlega af Heinrich Himmler, kjúklingabóndanum úr bæjaralandi sem hafði sínar frægu og margrómuðu, framandi hugmyndir varðandi hreinræktun og kynbætur stofna.

Árið 1998 var fyrrum borgarstjóri Taba í Rúanda leiddur fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna og var hann dæmdur sekur um þjóðarmorð. Hann hafði hvatt ættbálk sinn, Hutu, til að fara um allt landið og myrða alla sem tilheyrðu ættbálk Tutsi manna. Tutsi ættbálknum var gjarnan lýst sem snákum eða eiturnöðrum á samfélag Rúanda af Hutu mönnum og að allir úr ættbálki Tutsi manna væru réttdræpir. Kannist þið við þennan hræðsluáróður og hverjir notuðu hann snemma á seinustu öld?

Sjálfskipaður frelsari Sierra Leone, Foday Sankoh bíður nú réttarhalda en hann fyrirskipaði hermönnum að höggva alla útlimi af borgurum Sierra Leone sem voru honum andsnúnir. Hann fjármagnaði 10 ára valdatíð sína með því að selja demanta víðsvegar um heiminn.

Árið 1993 settu Sameinuðu þjóðirnar svokallaðan Stríðsglæpa-dómstól á laggirnar og er hann til staðar í Hague, Hollandi. Stríðsglæpa-dómstóllinn hefur á að skipa 41 dómara sem hafa það hlutverk að dæma meðal annars stríðsglæpamenn frá Balkansskaga, úr WWII ofl. Þessi dómstóll hefur vald til að dæma sekur eða saklaus, en ekki að framfylgja dauðadómi.

100 ákærur hafa komið varðandi ríki fyrrverandi Júgóslavíu. Tuttugu áfellis dómar hafa fallið en tveir sýknudómar.

Dragoljub Kunarac og tveir aðrir Serbneskir félagar hans voru dæmdir fyrir að setja upp hinu hræðilegu kvenfangabúðir snemma á tíunda áratugnum þar sem konum var skipulega nauðgað.

Slobodan Milosevic var kosinn frá völdum árið 2000. Hann bíður nú dóms Sameinuðuþjóðanna fyrir glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi.

Króatar losuðu sig við skröltið í sköttinu með því að ná í fyrrverandi hershöfðingja til Argentínu árið 1999. Dinko Sakic var sekur um að útrýma gyðingum og Serbum í Króatíu í valdatíð sinni. Dinko Sakic fékk 20 ára dóm.


Auschwitz Kafli V, mun verða sérstaklega tileinkaður manni sem fékk þá vafasömu nafnbót sem “Engill Dauðans”…

Ég mun senda þann kapitula inn til sammþykkis í lok næstu viku…


Tæknileg ráðgjöf, prófarkarlesari, móralskur stuðningur og mjög góður vinur:
Árni Geir Ómarsson
Stúdent úr MR og núverandi nemi í Háskóla Íslands,
Takk Árni fyrir frábæran stuðning! Þú ert Perla!

Heimildir:
Sybille Steinbacher
Steinbacher er aðstoðarprófessor við Nútíma og Samtíðar-Sagnfræðideild við Háskólann í Ruhr héraði Þýskalandi.

Fangi Nr: 119,104 Auschwitz

The Encyclopedia of the war years, World War II