-DeadPoet- TED BUNDY (1946-1989) Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að skrifa sérstaka grein um uppáhalds raðmorðingjann minn. Hann Ted Bundy.

Skýrnarnafn Bundy var Theodore Robert Cowell. Móðir hans var ógift og ung. Æska Bundy var frekar furðuleg þar sem móðir hans laug að honum að hún væri í rauninni systir hans og foreldrar hennar, eða afi og amma Bundy, foreldrar hans. Þessu var honum aldrei sagt frá, hann komst að þessu sjálfur eftir að hafa rannsakað málið, þá orðinn fullorðinn maður. Flestir raðmorðingjar voru misnotaðir í æsku en sú var ekki raunin með Bundy. Honum þótti sérstaklega vænt um afa sinn (sem hann hélt reyndar að væri faðir sinn). Unglingsár Bundy voru frekar róleg. Hann var yfirburðagreindur og hélt sig fyrir sjálfan sig. Hann útskrifaðist úr framhaldsskóla árið 1965 og ári eftir kynntist hann Stephanie Brooks, sem varð kærasta hans. Stephanie var dökkhærð og falleg, nemandi á háskólaaldri. Einmitt eins og mörg fórnarlömb hans voru síðar. Þau voru saman lengi en Stephanie fékk að lokum nóg, enda var Bundy félagslega skertur og gat varla stundað venjulegt kynlíf (hann æstist næstum aðeins upp við ofbeldi). Bundy varð eyðilagður eftir sambandsslitin.

Árið 1973, þegar Bundy var orðinn háskólamenntaður, farinn að geta sér gott orð sem verðandi pólitíkus og framtíð hans leit út fyrir að vera björt hóf hann ferill sinn sem raðmorðingji. Sumir halda því fram að ef Bundy hefði ekki ákveðið að drepa konur hefði hann sennilega orðið borgarstjóri, ríkisstjóri, forseti eða eitthvað. Þegar lík hinnar 15 ára gömlu Kathy Devine var fundið, skorið á háls og kynferðislega misþyrmt hélt löreglan að þarna væri um einangrað atvik að ræða. Enginn bjóst við því að þetta væri aðeins byrjunin. Það er ekki til nein nákvæm tala um það hversu margar konur Ted Bundy drap. Morðin eru talin vera að minnsta kosti 38 en það er aðeins það sem er öruggt. Líklegra er að talan sé hærri, alveg upp í 100. Ted Bundy keyrði um á bjöllu. Þetta var uppáhalds bílinn hans. Hann lokkaði oft konur inn í hann. Þar barði hann þær í stöppu og fór með á einangraðann stað. Hann nauðgaði þeim ítrekað, pyntaði, limlesti og drap á margan hátt (uppáhaldið hans var kyrking) og riðlaðist oft á líkinu. Uppáhalds fórnarlömb hans voru dökkhærðar klappstýrur. Eitt fyrsta fórnarlambið hans, Sharon Clarke, lifði árásina af. Hann hafði þá nauðgað henni og troðið hlut upp í leggöngin hennar.

Bundy ferðaðist á milli Washington, Colorado og Utah. Hann var ótrúlega klár að forðast lögregluna en náðist á endanum. Hann var stoppaður af lögreglu sem sá að það vantaði eitt sæti í bílinn hans og fullt af tólum eins og handjárn og vopn lágu þar. Honum var þó sleppt. Stuttu eftir náði eitt fórnarlamb hans að sleppa og hringja á lögguna. Hann var settur í fangelsi en það var ekki nóg til að stöðva hann. Hann stökk niður 2 hæðir úr húsinu sem honum var haldið í og flúði í skóginn. Honum tókst að sleppa þrátt fyrir það að hellingur af lögregluþjónum og hundum voru sendir á eftir honum. Sex dögum síðar, eftir mikla mannaleit náðist hann.

Þá var hann settur í fangelsi og ákærður. Hann vildi ekki lögmann, enda var hann fullfær um að verja sjálfan sig. Eftir stutta dvöl í fangaklefanum hafði hann horað sig niður um mörg Kg. Það vissi enginn af hverju þar til hann gerði gat á vegg í klefanum og skreið í gegn. Hann stal venjulegum fötum of ferðaðist langa leið til Tallahassee, Flórída. Þar tók hann sér íbúð á leigu nálægt háskólalóð. Þar lifði hann á því að stela úr búðum og nota stolið kredit kort. Hann gat þó ekki setið á sér lengi. Hann réðst inn á “Chi Omega sorority” húsið við háskólan sem var nálægt íbúð hans. Sá staður var eins og hlaðborð fyrir Ted, fullt af klappstýrum of kynþokkafullum ungum stelpum. Hann réðst inn í húsið og barði tvær stelpur til óbóta sem lifðu þó af. En aðrar tvær voru ekki eins heppnar. Hann kyrkti, nauðgaði, lamdi og beit þær. Það vantaði eina geirvörtu á eina stelpuna og hin var með flösku í leggöngunum. Sömu nóttina réðst hann inn til annarar konu og lamdi hana til óbóta og nauðgaði. Höfuðkúpa hennar brotnaði á fimm stöðum, öxlin fór úr lið. Hún lifði af en beið varanlegan skaða.

Bundy réðst á nokkrar stelpur í viðbót og stal mörgum bílum og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að forðast það að vera handtekinn. Hann var þó stöðvaður á endanum og lögregluþjónninn skaut í áttina að honum en hitti ekki. Bundy gerði tilraun til að þykjast vera dauður en var handjárnaður og færður enn einu sinni í fangelsi. Hann rak lögfræðinga sína enn einu sinni og beitti ýmsum brögðum til að seinka aftökunni. Hann bauðst til að vísa fólki á líkin af fórnarlömbum sínum, Fór að kenna einhverjum bókum um það hvað hann var klikkaður, hjálpaði lögreglunni við það að sálgreina aðra raðmorðingja og tókst með gáfum sínum að seinka aftökunni aftur og aftur.

Þegar hann var loksins tekinn af lífi árið 1989 hafði risavaxinn hópur fólks safnast saman á götunni. Margar konur elskuðu hann og báðu hann að giftast sér en flestir hötuðu hann og fögnuðu því innilega þegar hann var loksins settur í stólinn. Einu mesta fjölmiðlamáli síðustu aldar í Bandaríkjunum hafi lokið, Ted Bundy var dáinn.