Í september 1940 gengu Japanir í bandalag Öxulveldanna, Þýskalands og Ítalíu og í júlí lögðu þeir undir sig Víetnam. Bandarísk stjórnvöld, brugðust við með efnahagsþvingunum gegn Japönum og að lokum algeru banni við olíusölu til landsins.
Þessi aðgerð var það sem fyllti mælinn því þeir voru stórveldi með öflugan flota og þurftu á olíu að halda
Japanska stjórnin ákvað að hernema Austur-Asíu sem átti að tryggja þeim næga olíu og önnur hráefni.Japanir töldu hins vegar öruggt að Bandaríkin myndu skerast í leikinn. Japanski flotinn hafði þegar samið samið áætlun um skyndiárás á aðalflotastöð Bandaríkjamanna á Hawaii til að gera Bandaríkjamönnum erfitt fyrir á Kyrrahafinu.
Japanir undirbjuggu sig vandlega. Sjóliðar og flugmenn voru sérstaklega þjálfaðir fyrir árásina og sérhönnuð vopn voru hönnuð til að eyðileggja bandarísk herskip. Flotinn samanstóð af tveimur orrustuskipum, sex móðurskipum, níu tundurspillum, léttu beituskipi, tveimur stórum beituskipum, átta olíuskipum, þremur kafbátum og 432 flugvélum.
Klukkan 07:02 sér bandarísk ratsjárstöð ókunnar flugvélar en telur þær vera bandarískar flugvélar sem von er á. Árásin hefst klukkan 07:55 og er henni lokið klukkan 10:00.
Alls fórust um 2.390 Bandaríkjamenn í árásinni. 188 flugvélar voru eyðilagðar sem og eitt skotæfingaskip, tvö orrustuskip og tveir tundurspillar. Einn tundurspillir, þrjú beitiskip, flugbátaskip, viðgerðarskip og 159 flugvélar löskuðust. Japanir misstu þó einingus stóran kafbát, 29 flugvélar og fimm dvergkafbáta, 64 japanir misstu lífið auk óþekkts fjölda á stóra kafbátnum.
Japönum mistókst samt að einu leiti, þeir hugsuðu ekkert um olíutankana og viðgerðarstöðvar bandaríska flotans, en Bandaríkjamönnum tókst ótrúlega fljótt að ná sér og snúa vörn í sókn.
Árás Japana hafði einnig verri afleiðingar en þeir höfðu reiknað með því að með þessu höfðu þeir vakið sofandi risa. Bandaríkin sem höfðu ekki tekið neinn beinan þátt í stríðinu helltu sér út í það af fullum krafti.
Þessi árás þjappaði bandaríska fólkinu saman og lýst var yfir stríði á hendur Japana daginn eftir árásina, þann 8. desember 1941. Margir telja að Japanir hafi með þessari árás eyðilagt stríðið fyrir Þjóðverjum þar sem þeim var að takast markmið sitt en nú voru Bandaríkjamenn komnir í stríðið líka og áttu eftir að valda þeim miklum skaða.
Stoltur meðlimur Team-ADAM