Frumbyggjar Ástralíu Frumbyggjar Ástralíu

Frumbyggjar Ástralíu eru kallaðir „aboriginals“ á erlendum málum. Orðið “Aborginal” þýðir “frá upphafi” sem er vel hægt að lýkja við orðið frumbyggi. Frumbyggjar Ástralíu eru með um 40 þúsúnd ára sögu að baki og eiga sér forvitnilegan menningarheim sem er okkar menningarheimi á vesturlöndum mjög frábrugðin að mestu leyti. Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi komið frá Asíu fyrir um 50000 – 60000 þúsund árum og fljótlega dreift sér yfir alla álfuna. Í dag eru tæplega 1,5% áströlsku þjóðarinnar frumbyggjar. Þeir komu til Ástralíu fyrir rúmlega 40.000 árum. Ekki er það vitað fyrir víst hvort að frumbyggjarnir hafi búið alla sína tíð í Ástralíu þar sem að þeir fundust. Það er mögulegt, að einhverjir þessara þjóðflokka hafi flutt sig um set miklu fyrr.

Talið er að frumbyggjar Ástralíu og Tasmaníu hafi flutst þangað fyrir u.þ.b. 40.000 árum. Líklega komu þeir frá meginlandi Suðaustur-Asíu og kunna að hafa komist til Ástralíu á landbrúm, sem nú eru sokknar í sæ. Síðan Sir James Cook og fleiri landnemar settust að í Ástralíu hefur hefðbundið líf og menning frumbyggjanna raskast til muna en þó eru en til í dag fáein frumbyggja samfélög.

Frumbyggjar lifðu í sátt og samlindi við náttúruna, umhverfið, dýrin og guð sinn. Frumbyggjar Ástralíu töldu sig hina útvöldu þjóð, frumbyggjar í Ástralíu trúa einnig mikið á drauma og töldu þá oft heilaga, einnig væru draumar mikils metnir í samfélagi þeirra.
Árið 1788 þegar Bretar sigldu til Ástralíu er talið að frumbyggjar hafi verið um 250.000 til 500.000. Þeim fækkaði síðan töluvert á næstu árum; margir þeirra létust úr sjúkdómum sem Bretar fluttu með sér til Ástralíu. Árið 1971 voru rúmlega 100.000 frumbyggjar í Ástralíu. Barnadauði meðal frumbyggja er hár og meðalaldur þeirra er töluvert lægri en hjá öðrum Áströlum.
Þegar að Bretarnir fundu frumbyggjana voru samskiptin milli þeirra frekar slæm svo Frumbyggjar Ástralíu voru hraktir inn í eyðimörkina eflaust að mestu leiti sökum þess að þar voru þeir látnir vera í friði fyrir lifnaðarháttum vestrænna manna og þar voru þeir látnir lifa án mikils aðbúnaðar. Lítið er um mat og drykk á þessum slóðum svo að ættbálkarnir lifðu frekar erfiðu lífi. En eins og með öll önnur samfélög manna taka venjur sér rótfestu í hegðunarmynstur samfélagsins. Eitt af þessum atriðum var trú þeirra. Á þessu svæði þá voru tveir vígslustaðir. Annar fyrir konur og hinn fyrir karla en þessir vígslustaðir voru nánast kringlótt, björg sem fallið hafa ofan af Wilpena Pound. Vindurinn hefur svo leikið um björgin og gert þau þjál og að auki nánast holótt þannig að stór hellir er á annarri hlið steinsins. Þarna áttu sér stað hinar grimmu vígslur frumbyggjanna sem meðal annars fólust í framtannabroti með steini, þrír skurðir á handleggjum með steini og margt fleira.

Þegar landnámsmennirnir komu til Ástralíu voru börn Frumbyggja Ástralíu tekin frá fjölskyldum sínum ung að aldri. Og var gert langt fram á síðustu öld. Síðasta frumbyggja barnið sem var “stolið” var tekið 1982.
Flestir frumbyggjanna sem voru teknir frá fjölskyldum sínum voru gerðir að hálfgerðum þrælum hjá fjölskyldunum sem tóku þau að sér eða þeim var komið fyrir í trúboðabúðum sem leiddi það að sér að þau misstu samband sit og tengslin við fjölskyldur sínar og uppruna sem er eitt helsta vandamál frumbyggja núna.

Þeir frumbyggjar sem voru sendir í trúboða skóla áttu að læra þar “hina réttu” hvítu siði á meðan beðið var eftir því að hvítir fósturforeldrar finnist handa þeim. Markmið áströlsku stjórnarinnar á þessum tíma með þessum aðgerðum var að losna við þessa blendinga sem taldir voru vera til vandræða og átti að útrýma þeim í einu og öllu með því að samlaga þá að hvítu fólki.
Þeir frumbyggjar sem voru svo heppnir að lenda hjá fjölskyldum sem einfaldlega langaði i barn hafa náð að gera e-d úr lifi sinu og hafa flestir þeirra helgað sig baráttunni gegn fordómum i garð frumbyggjanna með því að kenna frumbyggjasögu eða vera fyrirmyndir i íþróttum. Þess má geta að þeir hafa náð langt í íþróttum og á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 sigraði Ástralski frumbygginn Cathy Freeman í 100 metra hlaupi kvenna og fagnaði síðan kærkomnum sigri sínum með því að hlaupa sigurhringinn í kringum völlinn með frumbyggja fánann og Ástralska fánann sem er orðið af ódauðlegu atviki í sögu ólympíuleikana.

Kynþáttafordómar voru miklir í garð frumbyggja á seinustu öld og öldinni þar á undan, ófáum frumbyggjunum var hreinlega slátrað með köldublóði, en í seinni tíð hefur það nú lagast heilmikið þó að ríkt hafi mikið kynþáttahatur gagnvart þeim. Í dag hrópa Ástralíu menn ennþá og hafa í hótunum við þeldökka frumbyggjana í Ástralíu.
Uppgangur kynþáttahatara um víða veröld á sér líka stað í Ástralíu gagnvart frumbyggjum landsins sem að lifðu í friði við náttúruna, byggðu landið og ræktuðu það áður en hvíti maðurinn kom.

Nú er svo komið í tveimur ríkjum í Ástralíu, Queensland og Victoria, að sérstök lagasetning hefur verið boðuð gegn hatursáróðrinum. Og hefur borið á því að sums staðar að ástandið sé orðið það slæmt að frumbyggjarnir telja sig ekki örugga á götunum og hika við að senda börn sín til skóla..

Hermannsburgh er svæði sem einungis frumbyggjar hafa leyfi til að búa á. Í bæjunum er ekki mjög nútímalegt um að litast en þar eru samt verslanir, kaffihús og veitingahús í nútímalegum stíl. Þess má reyndar geta að öðrum en frumbyggjum Ástralíu er hreinlega bannað að ganga um göturnar nema með sérstökum undantekningum. Sagt er að frumbyggjarnir sem byggja svæðið nú á dögum aðra en frumbyggja ekki eiga heima þarna og hafa það á tilfinningunni að fólkið að menn af öðrum kynstofni ógni samfélagi þeirra á einhvern hátt. Þetta er kannski ekki skrítið í ljósi sögunnar, en ljóst er að nokkuð langt er i land að hvítir og svartir í Ástralíu geti búið saman í sátt og samlyndi á þessu svæði að minnsta kosti.

Hellamálverk er stór partur af menningar sögu frumbyggja Ástralíu. Frá fyrstu tíð hafa frumbyggjar Ástralíu skilið eftir sig djúp spor í hellagerðar list. Fyrir mörg þúsund árum máluðu frumbyggjar myndir sínar á kletta og í hella. Myndirnar eru málaðar með hvítum, rauðum og svörtum lit. Hvíti liturinn er krít, rauði liturinn er járnoxíð og svarti liturinn er kol og mangandíoxíð. Þessar fögru myndir eru vitni um fjarlæga fortíð þegar frumbyggjar Ástralíu lifðu í sátt við náttúruna, veiddu sér til matar og sömdu sögur um það hvernig veröldin varð til við ástarleiki tunglsins og stjarnanna og annað álíka í þeim dúr.

Frumbyggjar Ástralíu hafa gjarnar verið þekktir fyrir frumlegar og náttúrulegar lækningar aðferðir. Frumbyggjar Ástralíu hafa lengi þekkt sótthreinsandi og græðandi áhrif “terunnaolíu” og til gamans má geta að þá barst hróður ekki frá Ástralíu þaðan fyrr en á 18. öld þegar Sir James Cook kafteinn sá sem að fann Ástralíu lagði leið sína þangað. Þegar heim var aftur komið greindu leiðangursmenn frá græðandi áhrifum hennar sem væru nýtt til þess að flýta gróanda áverka og brunasára. Ástralskir landnemar notuðu olíuna sömuleiðis gegn skordýrabiti og öðrum útvortis sárum og löguðu te úr laufi runnans. Í seinni heimsstyrjöldinni báru ástralskir hermenn jafnan terunnaolíu á sér til sótthreinsunar, og olíunni var einnig blandað í vélaolíu í skotfæraverksmiðjum til að draga úr hættu á sýkingum ef starfsmenn yrðu fyrir áverkum vegna óhappa.

Frumbyggjar Ástralíu er miklir tónlistarmenn og hafa að geyma í menningu sinni elstu söng laga og dans athafnir eru þær elstu sem til eru. Þessi athöfn er saman sett úr tónlist og dansi Yolngu ættbálksins sem eru inn merkilegasti ættbálkur frumbygja Ástralíu. Tónlistin og dansinn sem Yolnguarnir flytja eru að öllum líkindum elstu söng- og dans athafnir sem til eru í heiminum í dag. Yolnguarnir eru m.a merkilegir fyrir að eiga sýna eigin tungumál eða málýsku, og guðleg tengsl.



Yidaki er heilagt hljóðfæri frumbyggja sem er upprunnið frá þeim. Yidaki er búið til úr bolum mismunandi tegunda Eucolyptus trjáa (Myrtusviður). Bolir trjánna eru holir af völdum termíta sem éta kjarna trésins á meðan það vex. Yolnguarnir höggva bol trésins í ákjósanlega lengd og rífa burt börkin. Síðan er munnstykkið og holrúmið sniðið að spilastíl þess Yolngua sem smíðar hljóðfærið og leikur á það. Í Yolngu samfélaginu eru það aðeins karlmenn sem spila á yidaki. Yidaki hefur andlega og hátíðlega merkingu fyrir Yolngu fólk. Það þjónar óaðskiljanlegu hlutverki sem hrynhljóðfæri með söng- og dans athöfnum frumbyggja. Og það er með hátíðarsöng og danshátíðum sem Yolngu og fleiri ástralskir frumbyggjar viðhalda menningu sinni og tónlist.

Yolnguarnir og aðrir frumbyggjar eru allir miklir söngmenn og eiga textar þeirra og kvæði rætur að rekja til athafna þeirra frá forsögulegum tíma. Í upphafi ferðuðust forfeður þeirra úr andaheiminum um landleysur og sköpuðu alla hluta hins efnislega heims, þar með talið var að Yolngu ættbálkana og mismunandi mállýskur þeirra. Þessar forsögulegu gjörðir eru skráðar í Manikay (heilagir söngvar). Manikay gefur öllum Yolngu ættbálkunum sameiginlega sjálfsmynd og berst á milli kynslóða í gegnum helga siði og hátíðlegar athafnir.
Dansar eru mjög mikilvægur liður í menningu frumbyggja og hafa þeir dansað sömu þjóðdansana í meira en þúsundir ára. Þjóðdansar frumbyggjana þykja mjög skemmtilegar og listrænar ekki síst fyrir augað en frumbyggjakonurnar dansa slíka dansa berar að ofan sem er fastur hluti af menningu frumbyggja.

Kata Tjuta í Mið Ástralíu þýðir á máli frumbyggjanna “mörg höfuð” Í fyrsta lagi biðja frumbyggjarnir á svæðinu ferðamenn um að klifra ekki upp á klettinn, þar sem það stríðir gegn menningu þeirra og gildum.

Frumbyggjar eiga sér einnig margar skrýtnar hefðir og er ein sú svo hljóðandi að frumbyggjar vilja ekki láta taka mynd af sér því þeir telja að myndavélin steli sálum þeirra og það er einmitt þ.v sem það eru svona fáar myndir af þeim til eins og raun ber vitni. Á hverju hausti brenna þeir öll Gróðurlönd sín í þeirri trú um að endurnýja lífdaga túnanna í von um betri afkomu.