Margt gerðist í seinni heimstyrjöldinni og sennilega standa orrusturnar upp úr. Margir stórir og merkilegir bardagar voru háðir og meðal þeirra má nefna leifturstríð Þjóðverja inn í Pólland, bardagar á Atlantshafinu, Pearl Harbour, El Alamein, Orrustan um Bretland og síðast en ekki síst innrás Bandamanna inn í Normandí.
Innrás Bandamanna inn í Normandí var byrjunin á lokum heimstyrjaldarinnar síðari þ.e.a.s. síendurteknum töpum Þjóverja í Evrópu. Í þessari ritgerð ætla ég einmitt að segja frá innrásinni í Normandí,D-deginum svokallaða, aðdraganda og lokum..

Eftir að Japanir höfðu ráðist á Pearl Harbour féllust Bandaríkjamenn á tillögu Churchills, að stríðið við Þýskaland væri númer 1,2 og 3.
Bretar gerðu tilraunarlandgöngu við Dieppe, rétt hjá Calais 19. ágúst 1942 og ætluðu að vinna staðbundinn sigur og koma liðinu í burtu. Varnir Þjóðverja voru meiri en svo að þeir myndu bara hleypa Bretunum til sín og láta þá drepa sig eða taka til fanga. Um 5000 Bretar komust ekki upp úr fjörunni. Þjóðverjar drápu um 1000 manns, tóku 1500 fanga og eyðilögðu 30 skriðdreka, slatta af skipum og mikinn fjölda flugvéla.
Strandvarnir Þjóðverja í Frakklandi voru vanræktar eins og allt annað á meðan að Þjóðverjar einbeittu sér að Rússlandi. Um leið og þeir hættu við að ráðast inn í Bretland, fóru þeir að einbeita sér að vörnum á ströndum Frakklands, Atlantshafsveggnum. Þeir birtu myndir af stórbrotnum steinsteypuvirkjum og gríðarlega stórum fallbyssum. Allt saman mjög ýkt til að hræða bandamenn.
Á meðan Ítalíustríðið var á fullu fóru Montgomery og Eisenhower til Bretlands til að plana innrás inn í Frakkland. Áætlunin var komin vel af stað og var komið með leyniheitið Overlord.
Það rann kalt vatn á milli skins og hörunds á Þjóðverjum þegar þeir fréttu frá njósnurum að bandamenn væri að undirbúa árás og þeir áttuðu sig á því að þeir þyrftu sennilega að opna nýjar vígstöðvar í V-Evrópu á því ári og þyrftu þeir þá að berjast á tveimur stöðum í einu. Að vita ekki hvar höggið mundi ríða var Þjóðverjum erfitt. Óvissan nagaði þá. Á fundum með hershöfðingjum og hásettum mönnum í þýska hernum leiddi Hitler þá að stóru korti af Evrópu og lét hendina reika, kannski í Danmörku, Hollandi, Noregi, hugsanlega Calais, við Antverpu, Normandí, Bordeux, Bretagne, kannski í S-Frakklandi, Portúgal eða suður á Spáni.
Á vissu tímabili óttuðust Þjóðverjar innrás inn í Noreg þannig að þeir fjölguðu liði sínu mikið þar.
Hitler bað Rommel marskálk að fara í eftirlitsferð á Strandlengjunni frá Danmörk að Spáni.
Rommel skrifaði skýrslu um að allt væri í ólagi og flest þarfnaðist bætinga. Hitler fól honum að endurskipuleggja Strandvarnirnar.
Rommel marskálkur var nokkuð viss um að bandamenn myndu ekki ráðast inn af strandlengjunni frá Hollandi niður að Brertagne, því að þar hefðu Bretar engin loftyfirráð og Rundtsted marskálkur var harðákveðinn á því að þeir myndu ráðst yfir Ermasund rétt við Calais. Þjóðverjar fóru að fjölga liði þar og bandamenn fóru út í það að ,,plata” þá með síendurteknum loftárásum við Calais og nágrenni.
Allt í einu fékk Adolf Hitler sjálfur þá flugu í hausinn að bandamenn myndu ráðast inn í Normandí og bendir það til þess að hann hafi verið miklu gáfaðri en allir aðrir eða hreinlega með einhverskonar skilningarvit. Hitler skipaði herforingjum sínum að vera vel á verði á þessu svæði.Nokkrir þýskir herrforingjar fóru að rannsaka þann möguleika á árás inn í Normandí en niðurstaðan varð neikvæð.
Bandamenn fóru að safna saman liði og hergögnum fyrir árásina miklu og enduðu bandamenn með um 500 skriðdreka, 7000 flugvélar, óheyrilegt magn flutningatækja og þungavopna ásamt 2.000.000 manna.
Bandamenn hófu miklar loftárásir á innrásarstaðina sem báru dulheitin Omaha, Gold, Juno og Sword mörgum dögum fyrir árásina en þegar nær dró D-deginum fóru þeir að þétta árásirnar á Cailais til að villa um fyrir Þjóðverjunum.
Árásin sjálf hófst þann 6 júní því að þá lægði storm sem geysaði og ef ekki hefði verið ráðist inn í Normandí 6 júní hefði þurft að fresta árásinni um óákveðinn tíma, sem var ekki þörf þannig að 6. júní rétt fyrir morgunn klöngruðust hermenn niður netastigana og ofan í landgönguferjur og lögðu af stað í 13 – 18,5 kílómetra langa ferð að innrásarströndunum.
Um 6:30 réðust Bandaríkjamenn til landgöngu á Utah, einni stundu eftir háfjöru því þá stóðu tálmar upp úr sjónum, aðuvelt að komast að þeim og auðvelt að sprengja þá í burtu. Ráðist var á Omaha, Gold og Sword 7:30 því að þar flæddi seinna að.
Á meðan innrásunum stóð varð mikið mannfall á meðal bandamanna enda kjörin skotmörk fyrir vélbyssur og ýmissa stærri vopna t.d. fallbyssur.
Mannfallið minnkaði ekki þegar bandamenn reyndu að komast upp úr fjörunni en þegar þeim tókst að komast í skjól og gera nokkur byssuvirki óvirk varð eftirleikurinn ekki jafnmikið erfiður.
Þjóðverjameginn endaði innrásardagurinn eins og hann byrjaði – í ímyndun eða sjálfsblekkingu. Marcks hershöfðingi í 84 stórdeild taldi að innrásinni á omaha hefði verið hrint aftur. Dollmann hershöfðingi 7 hersins taldi að innrás bandamanna frá sjó væri bara blekking og svo mætti lengi telja.
Bandamannamegin má segja ð þetta hafi hepnnast mjög vel, allt í áætlunninni Overlord(Þýtt Ofjarl) hafði gengið upp og var mannfall minna en haldið hafði að yrði. Samkvæmt leynispá SHAEF hafði verið búist við að um 10000 manns myndu deyja í fyrstu árásarlotunni en svo varð að heildarmanntjón, látnir, særðir, fangar og þeir sem ekkert var vitað um, varð sennilega innan við 12000, þ.a. 6600 Bandaríkjamenn, 1000 Kanadamenn og 3500 Bretar.
Stoltur meðlimur Team-ADAM