Íslensku handritin

Það sem talið eru mestu þjóðargersamir Íslands eru íslensku handritin.

Arngrímur Jónsson sagði dönskum fræðimönnum frá handritum sem hann vissi af á Íslandi sem (er ekki alveg viss um ártalið hérna) innihélt upplýsingar um sögu Norðurlandanna. Þetta voru miklar fréttir í Danmörku, því sagnfræðingur í Svíþjóð hafði nýlega skrifað sögu sænska veldisins, og talið fram ætt sænsku konungsfjölskyldunnar allt fram að barnabarni Nóa og því farið með sögu Svíþjóðs lengra aftur í tímann en sögu dana. Arngrímur var ráðinn í að safna heimildum á Íslandi um gamla danska konungdæmið. Þetta var upphafið á milum áhuga á miðaldarsögu Íslands meðal Norðurlandabúa á 17.öld. Það kom nefnilega í ljós að Íslendingar gátu lesið þessi handrit án sérstakar þjálfunar.

Árni Magnússon, prófessor við Kaupmannahafnarháskólann, dvaldi á Íslandi á árunum 1702-1712 til að skrá niður íbúa Íslands. Á ferðum sínum um landið safnaði hann öllum þeim handritum sam hann gat. Hann einblíndi ekki bara á bækur, heldur líka öll þau handrit sam hann komst yfir og í sama hvernig ástandi þessi handrit voru. Árni fékk handritin gefins, keypti þau eða fékk þau lánuð, sem hann skilaði seint eða aldrei. Þegar hann fór aftur til Danmerkur, tók hann handritin með sér. Árni rannsakaði handritin, en hann gaf ekki út nein verk um rannsóknir sínar. Hann skrifaði þó athugasemdir við handritin á blaðasnepla sem hann setti við handritin. Þessar athugasemdir, sem eru til enn í dag, eru mjög mikilvægar því hann var með þeim fyrstu sem vann nokkuð vísindalega með handritin. Árið 1728 braust út eldur í Kaupmannahöfn og eyðilagði hálfa borgina. Þessi atburður er vel þekktur í íslenskri sögu, kannski betur þekktur á Íslandi en í Danmörku, því þarna lentu handritin í hættu. Flestum handritunum var þó bjargað úr þessum eldsvoða en nokkur handrit glötuðust við þennan atburð.
Árni eftirlét allar eigur sínar, hann kvæntist ríkri ekkju frá Noregi, til Kaupmannarhafnar Háskóla. Peningar hans voru notaðir í að stofna Arnamagnæan Institute í Kaupmannahöfn, sem næstu tvær aldir varð miðstöð íslenskar sögu.

Eftir aðskilnað Íslands frá Danmörku 1944, kom sú krafa frá Íslandi að handritunum yrði skilað aftur til Íslands. Samkomulag náðist 1971 að þau handrit sem tilheyrðu ekki sögu annara landa væru færð aftur til Íslands. Handritunum, Codex Regius-Edduljóð og Flateyrarbók, var skilað formlega til Íslands 21.apríl 1971. Stofnun Árna Magnússonar í Íslandi var stofnuð og er í dag miðstöð philologicalstudy á Íslandi.

Það að Árni safnaði handritunum saman og þó að verðmæt handrit hafi glatast í eldi 1728, þá er líklegt að Árni hafi bjargað handritunum frá algjörri glötun því áhugi Íslendinga á handritunum kom ekki fyrr en löngu seinna