Nú ætla ég aðeins að skrifa um merkasta herforingjann sem hefur komið frá Norðurlöndunum.

Þegar Charles XII var gerður að konungi Svía 1697, aðeins 15 ára að aldri, hugsuðu aðrar þjóðir við Eystrasalt sér gott til glóðarinnar að klekkja á Sænska stórveldinu. Töldu þeir að Charles hefði hvorki kjark né þor til að standa í miklum hernaðarátökum.

Í apríl réðust þeir gegn Svíum. Danir réðust á hertogadæmið Schleswig (sem ég held að sé í Þýskalandi). Pólverjar hófu umsátur um Riga (nú verandi höfuborg Litháens) og Rússar sátu um hafnarborgina Nara.
Charles ákvað að díla við dani fyrst. Þó að allir hans herforingjar væru á móti því,fór hann með mikinn her yfir Eyrarsund og hótaði að ráðast á Kaupmannhöfn og leggja hana í rúst. Danir gáfust upp á bardaga og sömdu frið.
Næst var röðin komin að rússum við Nara. 20. nóvember mætti Charles með 8000 menn en rússar voru með um 35.000 menn en þetta varð stór sigur fyrir svía.
Á þessum tíma var ekki mikið um að menn væru að berjast um vetur og allar þjóðirnar fóru í vetrarfrí.

Í júní 1701 vann Charles sigur á sameinuðum her rússa og pólverja við Riga.
Charles ákvað að kenna pólverjum smá leksiu og hernema allt landið en 9. júli mætti hann öðrum rússneskum her sem stóð í vegi hans á leið til Varsjá og gjörsigraði hann herinn. Charles náði ekki Varsjá fyrir vetrarfrí en borgin féll 14 maí 1702, strax eftir vetrarfríið. Samt tók það svía 4 ár að sigra pólverja en það hafðist að lokum.
Árið 1704 hafi rússum tekist að mynda nýjan her og að hernema Nara en þeir höfðu ekki bolmagn til að koma pólverjum til hjálpar og þegar pólverjar gáfust upp leitaði Pétur Mikli eftir friðarsamningum sem Charles hafnaði.

1. janúar 1708 réðst Charles á Rússland með 45.000 menn. Engin bjóst við þessu þó þar sem venjan var að ekki vari barist á veturnar. Þegar aðal her rússana mætti þeim sænska 4. júlí við Holowczyn var það enn einn stórsigurin fyrir svía.
Pétur Mikli skipaði nú svo fyrir að ekki mætti mæta svíum í orustum og er herinn hörfaði ætti að eyðileggja allt sem svíar gætu notað. Var þetta í fyrsta skipti sem rússar notuðu þetta bragð, í október var ástandið byrjað að verða slæmt hjá svíum: hungur, kuldi og sjúkdómar, var byrjað að hrjá sænska herinn en í staðinn fyrir að hörfa ákvað Charles að fara til Úkraínu með herinn og fá Kóssaka í bandalag með sér. Og gaf hann þó skipun um að myndaður yrði nýr her og áttu þeir að koma með vistir.
Pétur Mikil réðst inn í Úkraínu og brenndi höfuðborgina Baturin og allan mat og allt sem svíar gætu notað, einnig réðust þeir á herinn sem átti að koma með vistirnar, þó herinn sem ætti að koma með vistirnar kæmist í gegn til Charles voru svo að segja engar vistir með og til að bæta gráu ofan á svart var veturinn 1708 til 1709 sérstaklega harður og um vorið voru bara 25.000 Svíar eftir.

Þann 28. júní mættust svíar og rússar aftur og í þetta sinn við Poltava í suður Rússlandi og í þetta sinn voru það rússar sem höfðu yfirhöndina þeir misstu um 5000 manns en svíar misstu um 10.000 menn og 15.000 voru teknir til fanga. Farið var með alla sænsku fangana að Eystrasalti þar sem þeir voru látnir byggja borg sem í dag heitir St Pétursborg, hörmuleg örlög biðu þeirra og er sagt að St. Pétursborg sé byggð á beinum sænskra stríðsfanga.

En Charles náði að flýja til Tyrklands og fá þá til að fara í stríð við rússa.
Í október 1710 unnu Tyrkir mikinn sigur en nenntu ekki að vera mikið meira í stríðinu svo að þeir buðu rússum sanngjarnan friðarsamning.
Ekki var Charles ánægður með þetta og reyndi að sannfæra Tyrki að fara aftur í stríð en þeir nenntu ekki að hlusta meira á hann og settu hann í stofufangelsi. En hann slapp úr haldi og hann kom til Svíþjóðar 1714
1716 varðist hann innrás dana í gegnum Noreg og 1717 réðst hann inn í Noreg en 1718, þegar hann stjórnaði umsátrinu um Fredriksten, lét hann lífið.
Stríðið við dani og rússa stóð til ársins 1721 en þá höfðu svíar tapað öllu og í staðin fyrir að vera stórveldi voru þeir bara venjulegt lítið ríki.
Og rússar komu fram á svið stjórn mála sem stórveldi



Þegar Charles tók við ríkinu var því ógnað allstaðar frá en 1704 stóð hann með pálmann í höndunum búin að sigra alla í kringum sig.
En eins og flest stórmenn vildi hann meira, og lagði allt undir og eins og Napeleon og Hitler á eftir honum tapaði hann öllu er hann fór í rússana.
Það eru ekki margir þjóðhöfðingjar eða hershöfðingjar sem hafa unnið eins marga sigra og Charles, eru það helst Alexander mikli og Napeleon en samt eru ekki margir sem vita hvað mikil hernaðar snillingur Charles var, kanski er það vegna þessa að hann tapaði og sigurvegarnir skrifa söguna.
Jon66 veit meira en ég