Hérna er smá ritgerð sem ég skrifaði um Democratic republic of Congó í Félagsfræði 313. Ég ætla að setja hana hérna en ég geri mér samt alveg grein fyrir því að þetta er ekki það sem mín verður minnst fyrir í framtíðinni. Hehe
Sagan: Kongó svæðið hefur verið byggt síðustu 10.000 ár. Það er talið að Pygmiar hafi verið frumbyggjar landsins, en þeir voru fámennir hirðingjar sem bjuggu saman í littlum hópum. En það var um eina öld fyrir krist þá komu Bantu menn, og um árið 1000 voru þeir búnir að vinna meiri hluta Kongó af Pygmium. Á 14. öld var Konungsríkið Kongó stofnað og það var stærsta og öflugasta konungsríkið af mörgum sem voru stofnuð frá 14. til 17. aldar.
Portugalski landkönnuðurinn Diogo Cao var fyrstur Evrópubúa til að koma inn í Congo. Það var 1482 sem að hann kom að minni Congó ár og silgdi nokkra kílómetra upp eftir henni. Eftir það urðu sterk tengsl milli Congó og Portúgals allt þar til á 19. Öld. Þá fóru Portúgalir, Arabar og fleiri og réðust inn og tóku menn fanga og fluttu út sem þræla
Það var 1865 sem að Leopold II Belgíukonungur hertók Belgíu og fór að auðnýta hana. En það var síðan á ráðstefnunni 1884-5 í Berlín sem að hann fékk samþykki frá hinum stóru Evrópuríkjum og Bandaríkjunum. Leopold átti erfitt með að bæga niður andstöðu heimamanna, en um 1892 var hann búin að ná öllu landinu. Þá fór í hönd ein af mestu glæpum gegn mannkyninu sem að sögur fara af. Þar sem Congó var og er ríkt af gúmítrjám og um þetta leyti var bíllin á hraðri uppleið, þá varð Leopold forríkur á því að framleiða gúmíhjólbarða. En til að geta það þurfti hann að fanga meira en helming vinnufærra manna í Þrældóm og senda út í frumskóginn til að safna saman berkinum af þessum trjám. Það var síðan 1908 sem að Congo varð Belgíska Congo. En málin breyttust ekki neitt fyrir innfædda því að erlendir fjárfestar áttu allar verksmiðjur, námur, plantekrur og bókstaflega alla einkareknu starfsemi sem átti sér stað í landinu. Og þar sem að flest allir karlmenn í landinu voru þrælar Leopolds þá borguðu þessir viðskiptamenn Leopoldi sérstaklega fyrir að manna verksmiðjur sínar, námur og plantekrur. Svona var þetta meira og minna í gegnum allan fyrri hluta 20. aldar. Þegar Belgar lýstu yfir hlutleisi í Seinni heimstyrjöldinni hafa eftlaust flestir lytið á þá sem lýtið saklaust land sem allir traðka á. !!!!!
Það var 30. júní,1960 sem að Congó fékk sjálfstæði frá
Belgum. Það var Joseph Kasavubu sem að varð fyrsti forseti landsins. Fljótlega eftir sjálfstæði þá lýsti Katanga héraðið yfir sjálfstæði undir forystu Moise Tshombe. Það var ungur maður að nafni Joseph Mobutu sem var yfir maður hersins á þessum tíma. Hann nýtti sér lætin í landinu og með tímanum náði hann yfirráðum á landinu. Það var síðan 1966 sem að Mobutu skírði borgirnar, Leopoldsville, Stanleyville og Elisabethville, afrísku nöfnunum Kinsasha,Kisangani og Lubumbashi. 1971 skýrði hann landið Zaire ásamt að breyta nafni stærstu á landsins frá Conco River í Zaire River.
1991 Þurftir Mobutu að samþygja samsteipustjórn vegna mikils vantrausts á ríkisstjórn Zaire ásamt því að hermenn sem ekki höfðu fengið laun greidd fóru í uppreisn gegn Mobutu. Hann hélt samt enþá öllum stærstu og mikilvægustu ráðuneytunum en efnahagur landsins féll ásamt því að opinberir starfsmenn sem ekki höfðu fengið greidd laun í langan tíma höfðu tekið við mútum frá andstæðingum Mobutu
Annað stórt vandamál Mobutu á þessum tíma var að milljónir flóttamanna frá Rwanda bæði úr Tútsa og Hutu ættflokki flúðu til Zaire. Stanslaus rígur milli þessara ættflokka braust út í stöðugum átökum. Það var 1996 þá fór Mubutu til Evrópu til að fá lækningu við krabbameini, andstæðingar hans notuðu tækifærið og náðu mestu Zaire á sitt vald með hjálp frá Uganda, Angola og Zambía. Það var síðan 17 mai 1997 sem að uppreisnarherinn náði höfuðborginni Kinsasha á sitt vald. Það var síðan 29 mai sem að leiðtogi byltingarinnar Laurent Kabilla var settur í embætti forseta. Mobutu dó úr krabbameini 7 sept 1997 þá staddur í Morroco. Kabilla breytti nafninu í Democratic Republic of Conco.
Alþjóðasamfélagið batt miklar vonir við stjórn Kabilla þar sem hann lofaði kosningum 1999. En fljótlega bannaði hann alla pólitíska andstöðu ásamt því að mistakast að endurlífga efnahaginn og ekki takast að stoppa ættbálka deilur í landinu. Það sem kom líka í ljós að þegar hann var að ná völdum í landinu drápu menn hans hundruðuir þúsunda Rwuanda ættuðum Hútúa. Allt þetta og fleiri þættir grófu undan því trausti sem að Alþjóðlega samfélagið sýndi honum og að lokum hættu þeir að styðja hann. Stöðug borgara styrjöld í landinu, ættbálkadeilur, morð og nauðganir á konum og börnum hafa verið stöðug síðan 1997. Efnahgurinn er enginn og landið er talið vera eitt hættulegasta land í heimi. Árið 2005 var talið að 3,3 milljónir manna hafi týnnt lífi í borgarastyrjöldinn sem staðið hafi frá 1998. Það var ekki fyrr en 2003 sem að Sameinuðuþjóðirnar fóru þarna inn og þá með 10,000 fryðargæslumenn. Núna eru þeir mikklu færri og er talið að þeir séu bara að nafninu til.
Þegar maður les sögu þessa lands þá getur manni ekki annað en blöskrað yfir hversu mikil áhrif fundurinn í Berlín á 7. áratug 19. aldar hafði á afríku. (Ég las það einhverstaðar og sel það ekki dýrara heldur en ég keypti það að á Leopolds tímanum þá hafi átt sér stað 4 mesta “Holocost” sögunar), Gyðingaofsóknirnar, Gúlöggin og Þjóðarmorðin í Rúanda eru þau einu sem að toppa Leopold. Svæðum skipt upp án tillits til sögu og íbúa. Þess vegna getur maður ekki séð hvernig þetta á að geta lagast.