McKinley vann Cleveland nokkuð auðveldlega. Hann hafði góð ítök í verkalýðshreyfingunni og margir af yfirmönnum hennar fengu mikilvægar stöður í stjórn McKinleys. Þar sem Repúblikanar voru nú við völd tók svörtum að fjölga í stjórnarstöðum. Þótt að William Mckinley hafði vilja til að auka völd svartra þá vildi hann ekki styggja íbúa suðursins og útnefndi því einungis svarta í mikilvæg embætti í utanríkisþjónustunni. Þar með urðu svertingjar í valdastöðum ósýnilegir heima í BNA.

Fyrsta verkefni forsetans var að tryggja stöðugleika gjaldmiðilsins. (Bíðið bara aðeins við erum að fara út í meira krassandi hluti rétt strax). Hann batt virði dollarsins við gull, til að tryggja stöðugleika beggja, eftir að tilraunir hans til að koma á alþjóðlegri sátt um notkun silfur og gullmynta. Bretland, Frakkland, Þýskaland og Rússland vildu öll halda í gullmyntir sínar.
McKinley setti líka upp öfluga verndartolla til að vernda innlenda framleiðslu.

En McKinley er þekktastur fyrir það að hafa verið fyrsti forseti BNA til að nýta sér vald BNA á alþjóðavettvangi. Vald þeirra var ekki mikið í augnablikinu en þjóðin var orðin fjölmenn, rík og með nægar náttúruauðlindir. BNA menn höfðu allt sem þurfti til þess að keppa við Evrópuþjóðirnar, þeir voru í þokkabót orðnir mun stærri og öflugri en þær ef nýlendur þeirra voru ekki taldar til.

Í BNA voru margar raddir uppi sem vildu taka þátt í útþenslustefnu Evrópulandanna. Margir bentu á að nú þar sem BNA næði strönd frá strönd og ætti bæði Alaska og margar kyrrahafseyjur, þá þyrftu þeir að líta til fjarlægari landa í von um að auðga sig. Amerískir imperíalistar spruttu fram á sjónarmiðið.
En margir, sérstaklega í suðurríkjunum voru á móti þessu. Demókratar óttuðust að ef BNA fengji sér nýlendur þá myndi það leiða til þess að fleiri litaðir kæmu til landsins. Bændur, sérstaklega sykurræktendur óttuðust að ef Kúba og Púertó Ríkó yrðu hlutar af BNA þá myndi það vera efnahagsleg ógn við þá. Og svo voru margir sem töldu að peningum væri betur eytt í málefni heima fyrir í stað þess að eyða þeim í stríð út í útlöndum.
En við vitum öll hverjir á endanum höfðu sigur í þessu málefni.

Árið 1895 braust út uppreisn á Kúbu gegn stjórn Spánverja. (Þetta var á tíma Clevelands forseta). Spánverjar börðu hana niður með hörku og lokuðu rúmlega 300.000 kúbverja inni í fangabúðum. Aftur á móti þegar aðferðir þeirra skiluðu litlum árangri þá tóku þeir að láta undan og hugðust veita Kúbverjum heimastjórn. Árið 1897 (árið sem Mckinley varð forseti) brutust út óeirðir í Havana þegar hópar Kúbverja kröfðust þess að Spánverjar létu ekki undan kröfum uppreisnarmanna og héldu áfram að stýra landinu.
McKinley sendi herskipið Maine til Havana til að sýna Spánverjum samstöðu og til þess að vernda bandaríska borgara sem bjuggu þarna. Þetta er fremur flókin aðstaða sem BNA menn voru búnir að koma sér í, McKinley hafði þrýst á Spánverja að hefja samningaviðræður við uppreisnarmenn, en nú voru þeir að aðstoða Spánverja í baráttu við aðra uppreisnarmenn.
Málið flæktist en meira þegar blaðið New York Journal birti bréf skrifað af Ameríkumálaráðherra Spánar Enrique De Lume sem Kúbverskir þjóðernissinnar höfðu náð. Í því bréfi lýsti hann McKinley sem veiklunda manni sem þráði það eitt að vera dáður af fjöldanum.
BNA menn sem höfðu vorkennt Kúbu afar mikið urðu nú í þokkabót móðgaðir út í Spánverja og fjölmiðlar, jafnt sem þingmenn kröfðust stríðs.
Stuttu síðar grandaði spænsk sprengja herskipinu Maine í höfn Havana. (Ekki er vitað hvort um slys var að ræða). Friðarviðræður milli Spánar og BNA fóru um þúfur þar sem BNA menn töldu Spánverja ekki vera tilbúna til að greiða nægar skaðabætur. Spánverjar lýstu yfir stríði 1.Maí.

Stríðinu lauk með stórum sigri fyrir BNA menn. BNA menn eignuðust Filippseyjar, Guam og Púertó Ríkó. (Púertó Ríkó er ennþá undir þeirra vernd og BNA menn eru ennþá með mikil ítök í Filippseyjum og Guam). Í þokkabót neyddust Spánverjar til að viðurkenna sjálfstæði Kúbu sem fór undir vernd BNA til ársins 1934. Spánverjar höfðu líkast til enga von um sigur í stríðinu sem endaði í febrúar árið 1899 með friðarsamningum í París.

En um leið og stríðinu lauk þá hófst uppreisn í Filippseyjum. Filippeyjingar töluðu spænsku og þótt þeir hafi kannski ekki verið hrifnir af Spánverjum þá voru þeir ennþá óvinveittari BNA mönnum. Stríðið sem BNA hóf í Filippseyjum gegn uppreisnarmönnum kostaði þá 5000 manns, og 20.000 filippseyjingar létust.

Næstu átök McKinleys áttu sér stað í Kína. Í Kína? Virðist furðulegt í fyrstu, BNA menn voru jú bara með ítök í Ameríku, hvaða áhuga hafa þeir á Kína.
Frá því um1850 hafði áhugi BNA manna á Kína aukist og viðskiptamikilvægi landsins einnig. Árið 1900 hafði McKinley miklar áhyggjur af því að þessi viðskiptaítök sem BNA hafði komið sér upp í þessu fjarlæga landi myndu glatast ef Kína yrði skipt milli Breta, Frakka Þjóðverja, Rússa og Japana. Hann lýsti því yfir að BNA menn myndu vernda sjálfstæði Kínverja eins og Kúbverja. (Vera má að þetta sé ástæðan fyrir því að Kína hélt sjálfsstæði eins og raunin varð).
Ekki lenti hann í átökum við Breta og Frakka. Og heldur ekki við Þjóðverja og Japan. Né heldur Rússa. Það voru Kínverjar sem Bandarískir hermenn áttu eftir að eiga þátt í að slátra.
Árið 1900 braust út uppreisn í Kína sem nefnd hefur verið Boxarauppreisninn. Ástæðan fyrir nafngiftinni er sú að uppreisnarmennirnir lögðu stund á sjálfsvarnar íþróttir sem minntu Evrópubúa á box. Uppreisnin beindist gegn ítökum útlendinga, semsagt Evrópuþjóðunum, Japan og BNA. McKinley sendi 2000 manna herlið til þess að berja niður uppreisnina.
Að mínu mati er þetta stundin sem BNA í alþjóðlegum skilningi glata sakleysi sínu. BNA menn höfðu fram að þessu alltaf verið yfirlýstir andstæðingar nýlendustefnu en þegar þetta á sér stað eru þeir að taka þátt í að berja niður uppreisn gegn nýlendustefnu með öðrum nýlenduþjóðum og margir BNA menn telja komin tíma á það þeir fái sér sjálfir nýlendur. (Eins og Filippseyjar sem nú voru í eigu þeirra).
Ekki nóg með þetta, heldur þurftu Kínverjar að greiða 300 milljón dollara í skaðabætur til BNA (og reyndar til hinna þjóðanna líka) fyrir það að hafa ómakað þá með svona borgarastyrjöld.
En sú aðgerð BNA sem skiptir eflaust mestu máli frá tímum McKinleys var innlimun Hawaii í BNA, þar sem forsetinn samþykkti að bundin væri endir á sjálfstæði eyjunnar.

Svo sannarlega er BNA gjörbreytt ríki frá því sem það var við byrjun, þegar einungis voru þrettán fylki sem ekki voru viss um hvort þau vildu stofna sameiginlegt ríki eða bara hafa saman varnarbandalag gegn Bretum. Nú voru BNA menn orðnir það voldugir að þeir skiptu máli í alþjóðlegu samhengi og þeim líkaði það mjög vel.
McKinley náði endurkjöri 1901 en það átti eftir að vera skammvinnt endurkjör. Sama ár var hann myrtur í New York af pólskum innflytjenda að nafni Leon F. Czolgost. (Sem var anarkisti).
Seinustu orð McKinleys voru beiðni um að meiða ekki þann sem gerði árás á sig og önnur beiðni sem hljómaði á þessa leið: „My wife, cortelyou, be careful how you tell her…oh be careful.”
Það má segja að það sé sérkennilegt að forseti sem kom BNA í þrenn stríðsátök á ferli sínum skyldi hafa beðið fólk um að meiða ekki morðingja sinn. McKinley á eflaust vissa vorkunn skilið, hann og eiginkona hans eignuðust aðeins tvo syni, sem báðir létust í æsku. Eiginkona hans fékk síðan flogaveiki, sem engin lækning var fyrir í þá daga. (Og þá erum við að tala um engin lyf).

Ég tel að McKinley hafi ætlað sér góða hluti og hefur eflaust sent hermennina til Kína í góðri trú (án þess að vita að þetta yrði blóðugasta uppreisn sögunnar) og hann forðaðist stríð við Spán í lengstu lög. En hann markar einnig upphafið á þeim tíma sem BNA menn fóru að skipta sér af heimsmálunum til hins betra eða verra.