Ulysses S. Grant varð forseti án þess að hafa nokkurra pólitíska reynslu. Hann var vinsæll fyrir sigurinn í stríðinu og virtur fyrir það en hafði aldrei staðið í pólitískum átökum fyrr en hann bauð sig fram til forseta. Engu að síður vann hann sigur en forsetaferill hans átti eftir að verða mun minna glæsilegur heldur en hernaðarferill hans.
Vanalega ráða forsetar fólk í embætti út af pólitískum tengslum og hentugleika. Oftast nær spilar reynsla eitthvað hlutverk en slík varð ekki raunin með Grant. Við sáum dæmi um það hjá Lincoln að hann réð menn í stöður þrátt fyrir að vera oft ósammála sér, eins og t.d. Andrew Johnson. Lincoln aftur á móti stefndi alltaf á að ná sem mestum víðtækum stuðningi og þannig auka líkurnar á því að koma mikilvægustu málefnum sínum í gegn.
Grant aftur á móti réð ekki menn í stöður eftir valdakerfi flokkanna eða í þeim tilgangi að tryggja aukin áhrif. Hann réð fólk oftast nær út á gamla vináttu og greiðastarfsemi fyrr á ævi hans. Þetta átti eftir að enda á því að Grant varð með spilltustu stjórn í sögu BNA að mati sagnfræðinga. Meira um það síðar.

Eitt fyrsta verkefni Grants var að bæta við 15 stjórnarskrárviðbótinni sem tryggði öllum réttin til að kjósa óháð kynþætti. Núna logaði allt í átökum í suðurríkjunum. Her BNA var staddur þar og bældi niður óeirðir ásamt því að verja blökkumenn frá hryðjuverkahópnum Kú klúx klan sem var búin að sækja í sig veðrið. Yfir næstu tvö kjörtímabil voru suðurríkin hernumin.

Grant átti einnig í stórum vandræðum sökum kreppu sem kom í kjölfar borgarastyrjaldarinnar. Til þess að fjármagna stríðið hafði ríkisstjórn Lincolns prentað út endalaust upplag af pappírsseðlum sem olli því að peningar hröpuðu í verði og verðbólga fór í gang. Tveir verðbréfabraskarar að nafni Jay Gould og Jim Fisk sannfærðu forsetann um að hann mætti ekki undir neinum kringumstæðum selja neitt gull á markaði sama hversu mikið verð á því hækkaði. Á meðan græddu þeir tveir óhemju mikið þar sem gull hækkaði óstýrilega í verði og þeirra fjárfestingar í gulli margfölduðust. Að lokum seldu þeir gullið með miklum gróða.
Þegar Grant sá í gegnum þá, ákvað hann að reyna að koma höggi á þá og skipaði að selja 4 milljónir $ í gulli. Þetta endaði með ósköpum, því hann seldi þetta óvenju háa upplag á gulli (í þá daga) án þess að íhuga afleiðingar á markaðnum. Verð á gulli hrundi niður úr öllu valdi og markaðurinn steyptist í algjöran glundroða.

Spilling í stjórn Grants:

Varaforseti Grants, Henry Wilson var staðinn að svindli tengdu járnbrautauppbyggingar verkefni stjórnvalda sem hafði verið eitt að aðalmálum Repúblikana.
Einnig komu upp skandalar í ráðuneytum: Indíánamála, Fjárhirslu og Innrastarfs. „The attourney general” og „secretary of interior” (sem eru allt háttsett störf í stjórn BNA) þurftu báðir að segja af sér, en þeir höfðu verið ráðnir sem nánir vinir Grants án nokkurrar reynslu.
Þetta leiddi að vísu til þess að harðari lög voru sett á í spillingarmálum. Og þrátt fyrir þetta var Grant óhemju vinsæll forseti og var endurkjörinn. Hann var einnig tilbúin í að bjóða sig fram fyrir þriðja kjörtímabil en repúblikanar afþökkuðu það og kusu frekar að nýta krafta Rutherford Hayes. Grant hafði kostað þá á seinna kjörtímabili sínu þingmeirihlutann eftir klúður sín í fjölmörgum málum.
Ég myndi sjálfur ekki vilja dæma Grant of hart. Hann var auðtrúa maður sem margir svindluðu á og var ekki með neina reynslu af neinu öðru en hernaði. Þetta var eini forseti BNA sem maður getur eitthvað efast um lestrarhæfni á. (Að undanskildum kannski þeim núverandi sem leynir eflaust á sér).
Utanríkismál BNA á þeim tíma voru ekki í brennidepli. En aðal sigrar Grants voru þó á því sviði. Utanríkismálaráðherra hans tókst að fá Bretland til að borga BNA skaðabætur fyrir óbeinan stuðning við suðurríkin og markaði það vissa viðurkenningu á því að BNA væri stórt og öflugt ríki. Grant tókst ekki að fá leyfi þingsins til að lýsa stríði á hendur Spán og hertaka Kúbu og Santo Domingo. Grant dreymdi þó um að gera Kúbu að fylki í BNA. (Kannski ekki stórt atriði, en athyglisvert í ljósi stöðunnar í dag).

Rutherford Hayes

Rutherford Hayes var sonur Viskýframleiðanda sem hafði getið sér góðs orðs sem lögfræðingur. Hann var öflugur baráttumaður gegn þrælahaldi og þrátt fyrir að hafa efni á að sleppa undan herþjónustu bauð hann sig fram til hermennsku. (Þá var hann fjörutíu og þriggja ára, og þriggja barna faðir). Eftir hermennsku tók hann mikinn þátt í pólitík og þegar öðru kjörtímabili Grants var að ljúka var Hayes fylkisstjóri Ohio. Ohio var það sem kallað er „swing state”. Satt að segja þá hefur það verið tilfellið síðar meir líka .
Demókratar voru búnir að byggja sig upp í vinsældum eftir að hafa verið á tap hliðinni í borgarastyrjöldinni. Eftir klúður Grants tvö kjörtímabil í röð bæði í félagslegum og efnahagslegum skilningi voru Demókratar fyrsta sinn í meira en áratug komnir með möguleika á sigri í forsetakosningum.
Repúblikanar buðu Hayes að vera forsetaefni þeirra því þeir áttu eftir að þurfa Ohio til að fara með sigur í forsetakosningunum. Þetta voru afar tæpar kosningar og hvað varðar fjölda atkvæða unnu Demókratar með 250.000 atkvæðum.
Þeir aftur á móti töpuðu í fjölda þingsæta, enda kosningakerfið þá eins og í dag skrítið fyrirbæri. Rutherford var uppnefndur af þeim „Rutherfraud” og „his fraudulency” en þrátt fyrir það þá breytti það engu. Rutherford varð nítjándi forseti BNA. (Sjitt maður ég er ekki einu sinn hálfnaður).
Í vígsluræðu sinni hrósaði hann þjóðinni fyrir að hafa ekki gripið til vopna heldur leyst málum með friðsamlegum hætti. Þá átti hann við að þjóðin skyldi ekki gera uppreisn gegn honum. Hann vildi boða auknar sáttir, og hann kallaði herinn heim úr suðrinu og endaði þar með hernámið sem var búið að endast þrjú kjörtímabil. Hann lýsti því yfir öll fylki BNA séu sjálfstæð og frjáls til að gera það sem þau vilja svo framarlega sem þau virða stjórnarskránna. Herinn yfirgaf suðurríkin eftir að þingmenn fylkjanna sóru þess eið að virða stjórnarskránna sem tryggir kosningarétt svartra og hvítra jafnt. Að vísu átti eftir að vanta virðingu fyrir ýmsum ákvæðum síðar meir, eins og kosningarétti blökkumanna. Demókratar urðu ráðandi flokkur í suðrinu eins og áður og þar með endaði tími svartra þingmanna þar til undir lok tuttugustu aldarinnar.

Forsetaembættið var orðið fremur valdalítið þegar Hayes tók við, en á því eina kjörtímabili sem Hayes var við völd styrktist það. Hayes náði aftur valdi forsetans til að útnefna ríkisstarfsmenn og hér eftir var það vald í höndum forseta og þingmenn höfðu einungis rétt til að koma með tillögur. Honum tókst að standast baráttu Demókrata þingmeirihlutans á seinni hluta kjörtímabils hans fyrir því að enda neitunarvald forsetans.
Eitt af aðalbaráttumálum Hayes var jöfn menntun handa öllum. Hayes taldi að hernámið í suðurríkjunum gerði ekkert gagn. Í stað þess að hafa hersetu taldi hann að menntun og fræðsla væri lykillinn að sáttum milli hvítra og svartra.
Hayes hafði ekki trú á hröðum breytingum heldur vildi gera þær á hægfara máta. Þegar þingið reyndi að koma í gegn lögum sem beindust gegn kínverskum innflytjendum beitti hann neitunarvaldinu. Þess í stað kom hann á lögum sem takmörkuðu innflutning Kínverja til þess að koma til móts við íbúa Kaliforníu.
Hayes tókst ekki að koma í gegn almenningsskóla hugsjón sinni og þrátt fyrir það efnahagur landsins væri á uppleið og vinsældir hans þar með þá bauð hann sig ekki fram til annars kjörtímabils.
Að mínu mati var Hayes góður forseti. Í byrjun kjörtímabils hans þá voru miklar óeirðir út af miklu atvinnuleysi, en hann neitaði að beita vopnavaldi nema til þess að passa upp á öryggi annarra borgara. Hann sá til þess að herinn yrði ekki beittur gegn mótmælendum.
Þrátt fyrir að hann gæti ekki bætt mannréttindamál í suðurríkjunum þá tókst honum að fá suðurríkjamenn til að viðurkenna stjórn landsins og þar með tókst honum að sameina BNA. Eftir að hann hætti sem forseti tók hann við að berjast fyrir því að ríkið sæji til þess að allir fengju menntun. Engin forseti hefur verið jafn vinsæll og Hayes eftir að valdasetu hans lauk.