Halló aftur, það er svolítið síðan seinast. Ég var í smá pásu en þegar ég sá þráðinn hans Azaks þá ákvað ég að það væri komin tími á nýja grein.
Mér líður stundum eins og ég sé að skrifa framhaldsþáttaröð (fyrir utan það að ég fæ ekki að spinna inn efni). En í þessari grein ætla ég að byrja á smá upprifjun og benda á skemmtilegar staðreyndir

„Ef maður væri spurður um hver væri fyrsti forseti BNA, myndu afar fáir segja John Hanson. Samt var Hanson fyrsti forseti kjörni forseti BNA árið 1781, átta árum áður en George Washington komst til valda.”

Bein þýðing upp úr Sunday Times Magazine 27.02.05.

John Hanson var einungis forseti í eitt ár, hann var bóndi og þótti vera mjög góður ræðumaður. Þetta ár, árið 1781 var gerð tilraun til að sameina öll þrettán fylkin. Bretar höfðu gefist upp á tilkalli til ríkjanna, en ennþá átti eftir að sameina ríkin og semja stjórnarskrá. John Hanson var helsti baráttumaður sameiningar í heimahéraði sínu Maryland. Maryland var seinasta ríkið sem gekk í ríkjasambandið þann 1 Mars, 1781. Þingið kaus John Hanson sem forseta í Nóvember sama ár.
Eins og áður sagði var John Hanson bara forseti í eitt ár. Af honum tóku við Elias Boudinot, Thomas Mifflin, Richard Henry Lee, Nathaniel Gorman, Arthur st Clair og Cyrus Griffin. (Allt menn sem engin hefur heyrt um).
Á þessum átta árum sem þessir menn skiptust á að fara með völd voru öll fylkin fremur sjálfstæð, ríkið var kannski sambærilegra við ESB í dag fremur en BNA. Þingið sem þá var að mestu Federalistar 1789 vildi meiri sameiningu og það ár var ný stjórnarskrá samþykkt sem veitti forsetanum meiri völd og gerði hann að því mikilvæga hlutverki sem hann þjónar í dag.
Fyrsti forsetinn sem var kjörinn eftir nýju stjórnarskránna var George Washington og það er því hann, en ekki John Hanson sem við munum eftir.

Heimildir mínar að þessari skemmtilegu staðreynd var The Sunday Times Magazine.

En nákvæmlega hver eru völd forsetans?

Völd forseta BNA virðast við fyrstu sýn fremur ótakmörkuð en í raun eru þau fremur bundin. Samkvæmt stjórnarskránni hefur forsetinn neitunarvald. Fyrstu ár ríkisins var það meiningin að þetta neitunarvald ætti einungis að vera notað sem neyðarúrræði. Rétt eins og á Íslandi (þið munið eflaust eftir seinasta sumri) þá liðu 50 ár áður en það var notað í fyrsta sinn. Tilgangur þess var að vernda stjórnarskránna.
Sá forseti sem tók að nota það fyrst, notaði það óspart og víkkaði þannig út völd forsetans. Andrew Jackson gerði neitunarvaldið að einhverju sem þingmenn öldungardeildarinnar þurftu að gera ráð fyrir að berjast við.
Það var aftur á móti á tímum John Tylers sem það gerðist í fyrsta sinn að þingið hunsaði neitunarvaldið.
Aðalvöld forsetans felast í því að skipa fólk í embætti, hann stýrir ekki hversu mikla peninga embættin fá heldur gerir þingið það. Það hefur komið fyrir að flokkur forsetans sé í minnihluta á þingi. T.d. voru Repúblikanar í meirihluta á þingi mestallan þann tíma sem Clinton var við völd. Þannig að þingið veitir ekki fé endilega í þá hluti sem forsetinn óskar helst eftir. Aftur á móti gæti forsetinn neitað að samþykkja fjármálafrumvarpið, sem var það sem kom fyrir á tímum Clintons, en ég á einn daginn eftir að skrifa um það.
Þar sem völd forsetans eru mest, er á utanríkissviðinu. Lagalega séð þarf forseti alltaf stuðning þingsins til að lýsa yfir stríði, en hann er yfirmaður heraflans og getur því gert árás á önnur lönd áður en þingið samþykkir það.
Dæmi um það er Svínaflóaárásin, þar sem John F. Kennedy gerði tilraun til að framkvæma valdarán á Kúbu. (Að vísu fóru engir Bandarískir hermenn inn á Kúbu opinberlega, heldur voru þetta allt saman skæruliðar frá miðameríkulöndum og flóttamenn frá Kúbu, en þó var um hernaðaraðgerð að ræða sem stuðning þingsins þurfti ekki í).
Einnig sér forsetinn um að útnefna hæstarréttardómara sem eru talsverð völd. T.d. var einn meginmunurinn á stefnu Kerrys og Bush fólgin í því að Kerry lýsti yfir að hann myndi aðeins útnefna hæstarréttardómara sem hlynntir væru fóstureyðingum, en Bush ætlaði aðeins að útnefna þá sem væru á móti þeim. Þetta skiptir miklu máli þar sem dómar hæstarréttar eru lokaúrskurðurinn. Í fyrri greinum mínum kemur m.a. í ljós að hæstiréttur skipti miklu máli í baráttunni fyrir frelsun þrælanna.

Upplýsingar mínar fyrir þessu voru flestar á www.americanpresidents.org sem ég byggi mestallar greinar mínar á. Einnig leitaði ég á náðir www.CNN.com til þess að staðfesta hjá mér fullyrðingar mínar á mismunandi stefnumálum Kerrys og Bush.
Ég vildi óska þess að ég gæti útskýrt Bandaríska kosningakerfið og valdakerfið betur fyrir ykkur en þið verðið að bíða aðeins með það að ég verði nógu fróður í Bandarískri sögu til þess. En sem komið er þá er kosningakerfið í sumum fylkjum hálfgjörð kínverska fyrir mér.

Jæja, í næstu grein verður fjallað um þrælastríðið en fyrir þá sem ekki hafa lesið greinar mínar, eða þá sem muna ekki allt, eða vilja bara rifja upp er hér smávegis upprifjun um hvað átti sér stað. Og hverjir séu hvað.

George Washington, reyndi að feta milliveg milli allra pólitískra fylkinga og kom á þeirri hefð að forsetar BNA sætu einungis tvö kjörtímabil í mesta lagi.
John Adams tók við af honum, hann var federalisti, en sá flokkur taldi að meiri miðstýring væri æskileg og vildi aukin afskipti ríkisins af efnahagi og þjóðinni almennt.
Þessu var Thomas Jefferson algjörlega andsnúin, en stefna hans sem er mjög í ætt við frjálshyggju hefur síðan mótað mikið bandaríska pólitík. Hann stofnaði Democratic Republican flokkin sem hélt völdum lengi eftir hans tíma, en að lokum umbreyttist úr þeim frjálsræðisflokki sem hann átti að vera yfir í erkióvin sinn Federalista og sönnuðu þar með (TAKIÐ EFTIR ÞETTA ER EINUNGIS MITT MAT) í eitt skipti fyrir öll að völd spilla.
Thomas Jefferson er fyrsti forsetinn sem fer í stríð (hann fer í stríð við sjóræningja í afríkuríkjum) og fyrsti til að nota viðskiptabann á lönd. (Sem hann setti á England til að andmæla mannránum sem þeir stunduðu, þegar þeir þvinguðu fólk í breska herinn).
James Madison tók við af Thomas og hafði verið hans varaforseti. Hann lendir í stríði við England og fyrirætlanir hans um að hertaka Kanada mistakast og í kjölfarið fylgir blóðugt stríð. Í því stríði verður svo helsti andstæðingur Democrat Republican flokksins til þegar Andrew Jackson verður stríðshetja.
James Monroe tekur við af Madison og er þetta þriðji forseti Democrat Republicana í röð. Engin bíður sig fram á móti honum seinna kjörtímabil hans og Federalistar sem voru aðal stjórnarandstaðan hrynur.
John Quincy tekur við og er þetta nú farið að minna á flokksræði þar sem hann er líka úr sama flokk og allir hinir þar á undan frá tímum Jeffersons. En flokkurinn klofnar og ekki eru allir sammála um hver ætti að vera forsetaefni flokksins, það endar þó á að Quincy verður forseti þrátt fyrir að vera í minnihluta.
Andrew Jackson stofnar Demókrataflokkin og sigrar Repúblikana í kosningum. Hann víkkar út neitunarvald forsetans. Hann vekur aftur upp þá stefnu að ríkið eigi að skipta sér sem minnst af og lýtur svo á að t.d. ríkisbankar séu brot á stjórnarskránni.
Whigsflokkurinn verður til, á tímum Andrews og er nafnið vísun í annan flokk á bretlandi sem er á móti konungsræði. Þeim þykir Andrew stefna í einveldi.
Eftir Andrew verður demókratinn Van Buren forseti en er það ekki nema í eitt kjörtímabil. Whigs flokkurinn er fyrsti flokkurinn sem gefur frían mat og drykk, og hefur fjöldafundi, baráttulög og öfluga auglýsingaherferð. Þeir koma til valda George Harrison, sem þó drepur sjálfan sig með vígsluræðu sinni. (Hann fær lungnabólgu sökum þess að hafa staðið út í rigningu og haldið ræðu í þrjá tíma). Hann er fyrsti forsetinn til að deyja í embætti.
John Tyler varaforseti tekur við en er afar umdeildur. Þingið neitar að viðurkenna neitunarvald hans og allir nema einn stjórnarliði segja stöðu sinni í ríkisstjórn hans lausri.
Það kemur því fáum á óvart að John sé ekki endurkjörinn (þótt að umdeilanlegt sé hvort hann hafi verið kjörinn), en næstur í röðinni er Demókratinn James Polk.
Polk stækkar BNA um meira en helming, hann staðfestir ný landamæri Kanada og BNA, og hann hertekur Texas, Nýju Mexíkó, Arisóna og Kaliforníu með stríði við Mexíkó.
Zachary Taylor er næsti forsetinn, hann er Whigsmaður. Á hans tíma magnast deilur milli þeirra sem vilja afnema þrælahald og þeirra sem vilja halda því. Zachary er hlutlaus í málinu og deyr úr Kóleru meðan hann er forseti. Millard Fillmore tekur við.

Næstu forsetar BNA eru demókratarnir Franklin Pierce og James Buchanan sem báðir styðja þrælahald, á þeirra tíma brjótast út blóðug átök í Kansas milli stuðningsmanna á þrælahaldi og þeirra sem eru mótfallnir því. Whigsflokkurinn klofnar og hverfur. Þeir menn innan Whigsflokksins sem eru andstæðingar þrælahalds stofna nýjan flokk með mönnum úr The know nothing party, sem var flokkur menntamanna í norðurríkjum sem var á móti þrælahaldi og barðist fyrir réttindum indíána. Nýji flokkurinn er Repúblikana flokkurinn.
Repúblikanar vilja banna allt þrælahald og árið 1861 ná þeir völdum.
Daginn sem Abraham Lincoln tekur við völdum rjúfa suðurríkin sig frá BNA og borgarastyrjöldin hefst.

Næsta grein verður frásögnin frá því.