Varaforsetinn tekur völd

John Tyler tók við af fyrsta forsetanum sem lést í embætti. Hann var sá seinasti sem var ríkur landeigandi í Virginíu. John var á móti því að menn á landeignar hefðu kosningarétt(og hafði eytt mestum pólitískum tíma sínum í að berjast fyrir), það er viss kaldhæðni fólginn í því að hann og Harrison hefði verið kjörnir fyrir það að látast vera almúgamenn og málað upp Van Buren sem aðalsmenn þegar staðreyndin var að því var öfugt farið.
Það sennilega eina sem Tyler var sammála Jackson um var að ekki ætti að banna þrælahald. Að vísu átti Tyler skammvinnan feril innan Demókrataflokksins en hætti vegna persónulegs ágreinings og gekk í Whigs.
Eftir að Harrison hafði haldið tveggja klukkustunda vígsluræðu út í regni án hatts og kápu hafði Tyler snúið heim til Virginíu. Mánuði síðar neyddist hann til að koma aftur og sverja embættiseið. Margir Whigs voru andsnúnir Tyler, en Tyler sór að fylgja stefnumálum Harrisons, og skipti ekki út neinum meðlimum ríkisstjórnarinnar.
En strax ári síðar þá gerði þingið tilraun til að endurvekja landsbanka BNA. (Það er mikið búið að ræða í fyrri greinum um skoðanir forseta á hvort ríkið megi reka banka allt frá tímum George Washingtons hafa staðið deilur um það). Tyler nýtti neitunarvald forsetans gegn stofnun bankans. Allir meðlimir ríkisstjórnar urðu óðir yfir þessu og sögðu upp stöðu sinni í mótmælaskyni, að undanskildum “secretary of state” sem var í mikilvægum samningaviðræðum við Breta um landamæri BNA og Kanada.
John Tyler var á móti deilum við Mexíkó og þegar þing BNA lýsti yfir að Texas væri partur af BNA beitti hann neitunarvaldi. Í fyrsta sinn í sögu BNA gekk þingið framhjá neitunarvaldinu og viðurkenndi það ekki.

Demókratar taka aftur völd

John var rekinn úr Whigs flokkinum og þeir reyndu að flæma hann úr forsetaembætti. Tyler var þó forseti út kjörtímabilið og bauð sig fram aftur. Þá voru þrír frambjóðendur, Demókratinn James Polk, Whigsmaðurinn Henry Clay og Tyler. Tyler hafði megna andúð á Henry Clay og dróg framboð sitt tilbaka til að tryggja að James Polk hefði sigur.
Aðalkosningarmálið var hvort það ætti að fara í stríð við Mexíkó og hertaka Texas. James Polk taldi að það væri kominn tími á það. Meirihluti norðurríkjamanna voru á móti þrælahaldi og vissu að Texas yrði þrælafylki. Þar með yrðu fylki sem leyfðu þrælahald komin í meirihluta og þar með næg völd til að stýra lögum landsins. Fram af þessu hafði verið nokkuð jafnt.
En ástæðan fyrir að Henry Clay fékk ekki afgerandi stuðning norðursins var sú að hann var sjálfur þrælaeigandi.

BNA stækka

Í byrjun kjördæmabils Polk lauk samningaviðræðum Breta og BNA og Washington og Oregon fylki bættust við í BNA þegar landamæralínan milli Kanada og BNA var dregin. Polk beindi því augum sínum til suðurs í átt að Texas. Mexíkó hafði lýst yfir að Texas tilheyrði þeim og væri ekki á leiðinni í hendur BNA. Stríð var í aðsigi.
En rennum fyrst yfir nokkra hluti varðandi ástæður stríðsins:

Í fyrstu höfðu Mexíkanar tekið vel á móti Bandarískum innflytjendum en árið 1830 þegar Ameríkanar urðu fjölmennari en BNA menn þá lokuðu þeir landamærunum. Það dugði ekki til þess að stöðva fólksstreymið inn yfir landamærin. (Kaldhæðni ekki satt, í dag eru landamæri Texas og Mexíkó vel vörðuð til að hindra Mexíkanska innflytjendur).
Árið 1836 lýstu BNA menn í Texas yfir stofnun lýðveldisins Texas. Fyrstu átök uppreisnarinnar voru í Alamo og unnu Mexíkanar þau. En stríðinu lauk ekki þar, Houston (hershöfðingji, sem bærinn var seinna skírður eftir) vann her Santa Anna nokkrum árum síðar og var kjörinn forseti Texas.
Uppreisnin hafði verið styrkt af BNA mönnum og sóttust íbúar Texas eftir sameiningu við BNA. Þegar þing BNA samþykkti það svo 1845 3.mars (degi áður en Polk varð forseti). Stuttu seinna var forseta Mexíkó steypt af stóli en hann var hlynntur samningaviðræðum. Í hans stað kom hershöfðingjastjórn sem sóttist eftir stuðningi Evrópskra konungsvelda til að berjast gegn BNA. (Í BNA gekk meira að segja sá orðrómur um að Mexíkó hefði lofað Bretlandi Kaliforníu á móti því að fella niður skuldir Mexíkó). Stríð var óumflýjanlegt.
Bandaríski hershöfðingjinn Zachary Taylor sigraði Mexíkananna í Texas og BNA menn sendu að auki flota sem lenti í Vera Cruz og réðst þaðan á Mexíkó borg.
Árið 1847 samþykktu Mexíkanar að selja Texas, Nýja Mexíkó og Kaliforníu fyrir 15 milljónir dollara.
Polk varð óhemju vinsæll þrátt fyrir að stríðið hafði kostað mikið mannfall. Hann bauð sig þó ekki fram eftir heldur lét eitt kjörtímabil nægja. Til þess að halda jafnvægi milli andþrælasinna og þrælasinna lét hann stofna jafnmörg fylki sem leyfðu þræla og jafnmörg sem bönnuðu þá.
Sá sem tók við af honum í embætti var Zachary Taylor, sem var stríðshetja, “Indíánabani”, ríkur þrælaeigandi og flokksmeðlimur í Whigsflokknum. Zachary Taylor hafði unnið sér það til frægðar að sigra Santa Anna hershöfðingja í orustu með 6000 hermenn gegn 20.000. Ef Polk hefði boðið sig aftur fram hefðu Demókratar líklega unnið kosningarnar, en Polk lést þrem mánuðum eftir að hann hætti sem forseti úr Kóleru.

Zachary Taylor

Flestir bjuggust við að Zachary Taylor myndi eindregið styðja við þrælahald. En hann ákvað að láta nýju fylkin sjálf ákveða hvort þau vildu leyfa þrælahald til að æsa ekki upp norðurríkin. En til þess að friðþægja Demókrataþingmenn úr suðrinu úrskurðaði hann að ef þrælar myndu finnast í ríkjum þar sem þrælahald væri bannað þá skyldu þeir engu að síður vera skilaðir til “eigenda” sinna. Þetta var kallað 1850 samkomulagið eftir árinu þar sem það var samþykkt.
Mikil ólga var í norðurríkjunum yfir þessari ákvörðun, en Zachary benti á að, suðurríkjamenn hótuðu að segja sig úr ríkjasambandinu ef þessi lög tækju ekki gildi. Kalífornía varð ríki án þræla, en Nýja Mexíkó og Utah urðu hlutlaus.
Zachary Taylor dó árið 1850 úr Kóleru, annar forseti BNA til að deyja í embætti.
Við af honum tók varaforseti hans Millard Fillmore. Fillmore var ekki jafn umdeildur og John Tyler. Núna var komin almenn sátt um það að varaforseti væri sá sem tæki við stjórninni ef forseti léti lífið.
Af því að Millard á svolítið óvenjulega ævi miðað við forseta BNA ætla ég að deila henni með ykkur.

Millard Fillmore
Millard var fæddur í átta barna fjölskyldu. Faðir hans var fátækur bóndi sem bjó skammt undan New York og hann seldi Millard yfir í læri hjá vefnaðarmanni. Í rauninni var Millard þó ekki í neinu læri heldur bara í barnaþrælkun, sem er svo sem ekkert óvenjulegt miðað við það að hann fæddist árið 1800 og á þeim tíma þótti ekkert að því að þræla börnum út. Einhver maður sá þó aumkun á Millard og lánaði honum 30 dollara til að kaupa sig lausan frá vefnaðarmanninum. Millard gekk síðan 100 mílna leið heim á sveitabæjinn.
Millard var að mestu leyti sjálfmenntaður, hann stal bókum til að lesa og stefndi ávallt hátt. Á unglingsárum sínum fór hann til kennara að nafni Abigail, hún ekki bara kenndi honum heldur giftist honum síðar. (Hvað er með BNA og eldri kennslukonur sem giftast nemendum sínum?)
Reyndar var Abigail aðeins tveim árum eldri en Millard svo þetta er ekki svo slæmt, Millard giftist henni stuttu eftir að hann fékk lögmannsembætti hjá héraðsdómaranum. Millard gekk til liðs við smáflokk, andfrímúrara smáflokk.
Á þessum tíma árið 1828 voru margir frímúrarar við völd á þingi, og Andrew Jackson þáverandi forseti var frímúrari. ……..(innsetjið ykkar eigin samsæriskenningar hérna)…. Þegar maður að nafni William Morgan sem hafði sagt sig úr frímúrara reglunni og hafði hótað að ljóstra upp ýmiskonar leyndarmálum fannst látinn urðu fjölmargar samsæriskenningar til. Millard var boðið að bjóða sig fram fyrir hönd þeirra sem voru á móti ítökum frímúrara. (Millard var lögfræðingur en með fátækan bakgrunn og engin tengsl við frímúrara).
Millard komst inn á þing ekki einu sinni þrítugur og stuttu síðar sameinaðist flokkur hans við Whigs flokkin. Whigsflokkurinn varð til þegar fjölmargir smáflokkar sameinuðust til að berjast gegn einræðistilburðum Jacksons. (Þeir sem muna eftir Jackson úr fyrri greinum vita að hann vann einn stærsta sigurinn í 1812 stríðunum, tók þátt í herför inn í Flórída, stofnaði Demókrataflokkin, tók að nota neitunarvald forseta og var almennt einstaklega skapstyggur á seinna kjörtímabili sínu).
Ferill Millards innan Whigs gekk vel og árið 1848 varð hann varaforsetaefni Zachary Taylors og loks árið 1850, varð hann öllum að óvörum forseti BNA. Það er nú svei mér þá andskoti gott fyrir strák sem byrjaði feril sinn í barnaþrælkun.


heimildir:

www.historyguy.com

americanhistory.about.com

www.americanpresidents.org