Fæðing Demókrata flokksins

Demókrata flokkurinn var stofnaður af hershöfðingjanum Andrew Jackson og er talsvert ólíkur þeim Demókrataflokki sem við þekkjum í dag. Þetta er þó hin sami. Eftir kosningarnar þar sem John Quincy Adams vann “sigur” (sjá fyrri grein) stofnaði Andrew flokkin til að styðja sig.
Andrew Jackson varð þjóðhetja eftir sigurinn í orustunni við New Orleans. Hann studdi það að Indíánar yrðu hraktir af löndum sínum með valdi. Eitthvað sem fyrri forsetar studdu ekki, allaveganna ekki opinberlega. Andrew Jackson var einnig ötull stuðningsmaður þrælahalds, en Repúblikanar sem höfðu verið með forsetaembættið frá tímum Thomas Jefferson voru andsnúnir því og höfðu þrátt fyrir að banna ekki þrælahald, bannað innflutning á þrælum og passað upp á það að þau fylki sem studdu þrælahald yrðu aldrei fleiri en þau sem studdu það.
Andrew Jackson og Demókratar nutu því á fyrstu árum sínum mestan stuðning í suðurríkjunum þar sem þrælahald var viðtekinn venja. (Ólíkt þeim flokki sem við þekkjum í dag, sem nýtur mest stuðnings í norðurríkjunum og berst meira fyrir réttindum minnihlutahópa heldur en Repúblikanar).

Forsetinn Andrew

Andrew Jackson var á móti réttindum Indíána og þrátt fyrir að hæstiréttur BNA hefði lýst yfir að ekki mætti hrekja Cherokee Indíánanna frá svæðum sínum ákvað Andrew að gera það samt. Engin forseti notaði neitunarvald sitt jafn mikið og Andrew Jackson, enda voru Repúblikanar oftast með meirihluta þingsins í hans valdatíð.
Andrew hætti við vega og skurða framkvæmdirnar sem John Adams setti í gang. Andrew var á móti ríkisreknum bönkum og dró peninga ríkisins úr “Second Bank of united states” og dreifði þeim í banka víðsvegar um ríkið.
Undir lok forseta ferils síns talaði Andrew Jackson mikið um peningavaldið í BNA og varaði við því að völd peningaelítunnar færu sífellt vaxandi og að fjármagn skipti meira máli en málefni. Í því tel ég hann hafa rétt fyrir sér og framtíðarspá hans um pólitík BNA rættist.
Andrew þótti líka skapmesti forseti hingað til. Hann fékk oft æðisköst og var mjög fljótur til að ásaka. Hvað sem manni getur fundist um hann þá var hann skemmtileg týpa. Í augum almennings var hann hetja meðaljónsins að berjast gegn skrifstofu og peningaveldi og varð nokkuð vinsæll. Margir sagnfræðingar telja að svokölluð æðisköst hans hafi oft verið fyrir fram áætlaðir atburðir og aðferð hans til að koma höggi á andstæðinga sína.

Martin Van Buren

Martin var fyrsti forseti BNA sem ekki var uppruninn frá Bretlandseyjum. (Andrew var af skosk írskum ættum, hinir af breskum uppruna). Hann var komin af Hollenskum innflytjendum. Ekki nóg með það heldur var hann sá fyrsti sem var fæddur í sjálfstæðum BNA.
Faðir Martins, Abraham Van Buren, var kráareigandi og ötull stuðningsmaður Jefferson á sínum tíma. Pólitíkusar voru tíðir gestir á kránni sem var í alfaraleið og Martin fékk ungur áhuga á pólitík. Hann byrjaði ferilinn í Repúblikanaflokkinum en gekk til liðs við Andrew Jackson og Demókrata sem vildu að aftur yrði snúið yfir til stefnu Jefferson um litla ríkisstjórn. Eitt af meginmarkmiðum Demókrata var að draga úr ríkisafskiptum á öllum sviðum þjóðfélagsins (nema her) og Van Buren líkaði vel sú stefna.
Á fyrra kjörtímabili Jacksons var Van Buren “secretary of state” og á því seinna varaforseti. Á þeim tíma vann hann mikið að uppbyggingu Demókrataflokksins og það má segja að þótt Jackson hafi stofnað flokkin þá var það Van Buren sem mótaði hann.

Efnahagsvandamál

Á meðan Jackson var við völd gekk efnahagurinn vel, en undir lok kjörtímabilsins kom Jackson mikilli óreiðu á í efnahagslífinu þegar hann stokkaði upp í bankakerfinu. Van Buren sem vann eftir að hafa lofað að halda áfram stefnu Jacksons horfði fram á risavaxna kreppu í byrjun kjörtímabilsins sem var sú versta sem BNA hafði hingað til staðið á fyrir.
Van Buren varð einnig óvinsæll fyrir að sýna linkind í utanríkismálum. Á þessum tímapunkti voru margir BNA menn að flytja til Texas sem þá tilheyrði Mexíkó. Þar lentu þeir í deilum við mexíkönsk yfirvöld m.a. út af því að þrælahald var ólöglegt í Mexíkó en BNA mennirnir sem reistu búgarða í Texas drógu með sér þræla yfir landamærin og neituðu að frelsa þá. Van Buren lýsti því yfir að hann hefði ekki í hyggju að hefja stríð gegn Mexíkó og hertaka Texas, en margir suðurríkjamenn töldu að slíkt væri nauðsynlegt.
Van Buren var líka ásakaður um linkind í norðurríkjunum því deilur spruttu oft upp á landamærum BNA og Kanada þegar Breskir og Bandarískir landnemar rifust um hvort landsvæði tilheyrðu Bresku krúnunni eða Bandaríkjunum. Van Buren neitaði að beita valdi gegn Bretum og hætta á stríð heldur vildi hann frekar fara samningaleiðina.

Whig flokkurinn

William Henry Harrison hét maður. Hann var fæddur tveimur árum fyrir sjálfstæðisstríðið í einni ríkustu fjölskyldu í þáverandi nýlendu. Hann varð hershöfðingji í 1812 stríðunum eftir að hafa verið fylkisstjóri á “indíánasvæðunum” sem í dag eru Indiana og Illinois. Harrison var eins og Jackson afar andsnúin indíánum. Hann varð eins og Jackson þjóðhetja í stríðunum. Því þótti hann kjörinn andstæðingur gagnvart Van Buren og varð forsetaefni Whig flokksins.
Til þess að við áttum okkur á Whigflokknum verðum við að skilja hversvegna hann heitir Whig flokkurinn.
Á tímabili John Quincy Adams hrundi samstaðan innan Repúblikana flokksins, sem sést meðal annars í því að þeir höfðu mörg forseta efni. Henry Clay sem myndaði kosningabandalag með John Quincy Adams var yfir þjóðlegum Repúblikönum, John Adams var yfir Demókratískum Repúblikönum, en þegar Andrew Jackson hafði lokið af þriggja ára kosningaherferð sinni um BNA hafði fylgi Repúblikana hrunið og þeir höfðu tvístrast í litla smáflokka sem ekki lengur voru megnugir til þess að koma með almennilegt forsetaframboð.
Andrew Jackson og Demókratar áttu því leik á borði komu honum inn sem forseta þrátt fyrir að ná þinginu aldrei alveg. Fyrir tíma Andrew Jacksons hafði engin forseti virkilega notað neitunarvaldið að neinu ráði. Flestir litu svo á að einungis ætti að nota neitunarvaldið til að vernda stjórnarskránna fyrir breytingum af hendi þingsins. Andrew Jackson aftur á móti tók að nota neitunarvaldið gegn venjulegum lagafrumvörpum og fjárveitingum. Hann varð að sjálfsögðu afar umdeildur og fólk tók að líta á hann sem einræðisherra.
Þaðan af sprettur nafnið Whig á whigflokkin sem stofnaður var af and Jacksonistum. Nafnið er tekið af öðrum flokki á Bretlandi. Á Bretlandi var þingið skipt í tvær fylkingar konungsinnar: Tories og þeir sem voru andsnúnir völdum konungs: Whigs.
Harrison sem var þjóðhetja eins og Andrew var kjörið forsetaefni. Hann tapaði að vísu fyrir Van Buren í fyrstu viðureign þeirra, (sem er ekki skrítið miðað við að Whigs voru nýstofnaður flokkur), en hann sigraði Van Buren fjórum árum síðar.

Kosningabaráttan

Whigs voru fyrsti flokkurinn sem notaði söngva, slagorð, hátíðir og slíka hluti í kosningabaráttu. Þeir gáfu fólki vínflöskur og frían mat. (Flöskurnar voru oftast með slagorðum utan á). Þeir gerðu lítið úr Van Buren og héldu því fram að hann væri snobbaður aristocrat(sem er reyndar ekki rétt, Harrison var af ríkri fjölskyldu komin en Van Buren af almúgafjölskyldu). Þeir voru fyrsti flokkurinn með nútímalega kosningabaráttu og það skilaði sér í stærstu kosningaþáttöku fram til þessa þar sem nær allir kjósendur mættu á kjörstaði.
William Harrison varð níundi forseti BNA, en einnig sá elsti (þar til Reagan var kjörinn). 68 Ára gamall hélt hann vígsluræðu sína án hatts og kápu í grenjandi rigningu. Hann fékk lungnabólgu og dó eftir að hafa einungis verið forseti i 32 daga. Á eftir honum fylgdi einn umdeildasti forseti í sögu BNA.

Framhald í næstu grein….

Heimildir:

www.historyguy.com

americanhistory.about.com

www.americanpresidents.org