Þessi grein fjallar um seinna kjörtímabil James Madison og stríð hans við Bretland.

Stríðið 1812

Eins og ávallt gerist í stríðum þá linnir gagnrýni á ráðamenn og þjóðin þjappast saman. Repúblikanaflokkurinn (sem ég minni á að er ekki sá sami og er til í dag) sameinaðist um forsetann og það má segja að þetta hafi gilt um alla þjóðina. Í raun má rekja upphaf sterkrar þjóðernishyggju Bandaríkjanna til þessa stríðs, fram af því höfðu oft fylki hótað að segja sig úr sambandinu eða deilur staðið á um stjórnarskrána. En þetta batt enda á slíkar deilur. (Í bili).

Federalistar (sjá fyrri greinar) gerðu eins og allir aðrir stjórnarandstöðuflokkar myndu gera. Þeir hófu að gagnrýna stríðið af mikilli hörku. Það leiddi til algjörs vinsældahruns á flokknum, fólk tók að líta á þá sem föðurlandssvikara. Í fyrsta sinn í bandarískri sögu fór fólk að vera uppnefnt “unpatriotic” og slíkum nöfnum. Að vísu má ekki gleyma að sjálfsstæðisbaráttuni voru þeir sem studdu England líka litnir hornauga, tjargaðir og fjaðurklæddir.

Stríðið gekk þó alls ekki vel. Madison hafði búist við að Bretar myndu láta undan sökum þess að stríðið gegn Frökkum var að taka sinn toll.
Þvert á móti gekk Bretum óhemju vel í stríðinu. Hin tiltölulega nýstofnaða Washington borg varð meira að segja hertekin og hvíta húsið brennt til grunna.

Það má segja að BNA menn hafi sloppið með skrekkinn, að sjálfsögðu túlkuðu Repúblikanar og Madison þetta sem algjöran sigur, en í raun tókst þeim bara rétt svo að komast undan algjörum ósigri. En þeir unnu þó sigur hvað almenningsálitið varðar, því Federalistar urðu óhemju óvinsælir fyrir gagnrýni á stríðið.

Hér er stutt lýsing á meginatriðum stríðsins og ástæðum.

Viðskiptabannið Desember 1807. Washington, D.C. Jefferson reynir að miðla málum og þvinga Breta til að hætta afskiptum af skipum BNA, en aðgerðir hans leiða til kreppu. (Sjá grein 3)

„Stríðshaukar” kjörnir inn á þing 1810 U.S.
Calhoun, Clay, og aðrir þingmenn sem eru þreyttir á „breskum móðgunum” og „nærveru indíána” kjörnir á þing.

Bardaginn við Tippecanoe. 1811 Ohio River Valley
Bróðir Tecumseh, (indíánahöfðinginn, spámaðurinn) leiðir 1000 manna árás á bandaríska hershöfðingjann Harrison. (Þessir Indíánar eru mikilvægir fyrir framvindu stríðsins því seinna verður sjálfur Tecumseh bandamaður Breta).

Þingið lýsir yfir stuðningi við stríðsáætlun Madisons 18 júní, 1812. Washington, D.C.
Undir þrýstingi frá „stríðshaukum” leggur Madison fram beiðni til stríðsyfirlýsingar. Allir Federalistar mótmæla.

Bretar ná Mackinac virki 16. ágúst, 1812, Michigan.
Bandarískt virki fellur í hendur Breta.

Innrásinn inn í Kanada 1812. Landamæri BNA og Kanada.
Bandaríkin gera þrjár tilraunir til þess að hernema Kanada, allar mistakast.

Stjórnarskráin vs. Guerriere 1812, Atlantshafið.
Herskip BNA vinna sigur á breskum herskipum. (Þetta eru skipanöfn: Stjórnarskráin og Guerriere).

Orustan við Frenchtown í janúar 1813, Michigan.
Kentucky sveitum tekst að halda breskum sveitum frá. Bandarískir eftirlifendur slátraðir í „Raisin River massacre”.

Orustan við York (Toronto) í príl 1813. Toronto, Kanada.
BNA menn ná valdi á stóru fljótavötnunum og brenna York (Toronto). Bretar svara með árás á Washington sem einnig er brennd ári síðar. (Sjá þriggja skrefa áætlun).

Orustan við Erie vatn í september 1813. Put-in-Bay.
Bresk sjóárás stöðvuð af Kaptein Perry.

Orustan við Thames í október 1813. Ontario, Kanada.
Tecumseh drepinn af bandarískum hermönnum.

Orustan Horseshoe Bend í mars 1814. Mississippi Territory.
Andrew Jackson sigrar „Creek Indians”.

Breska þriggja skrefa áætlunin af innrás í BNA: Chesapeake Bay, Lake Champlain, & munnur
Missisippi fljóts, 1814. Washington, D.C.
Bretar brenna höfuðborgina, her þeirra er stöðvaður við Baltimore.

Orustan við Plattsburg í september 1814. Lake Champlain.
BNA menn tryggja landamæri sín í norðri með sigri gegn stærri breskum her.

Hartford ráðstefnan 15. desember 1814. Hartford, Connecticut.
Federalistar ræða úrsögn úr BNA. Þeir leggja til 7 breytingar á stjórnarskránni.

Sáttmálinn við Ghent, 24. desember 1814. Ghent, í Belgíu.
Breskir og bandarískir samningamenn verða sammála um status quo ante bellum eða með öðrum orðum: Frið.

Orustan um New Orleans í janúar 1815. New Orleans.
Jackson hershöfðingii sigrar Breta í orustu. 700 Bretar drepnir, 1400 særðir. Átta BNA menn deyja, 13 særast. Ef fréttir af friðarsamningum hefðu borist fyrr hefði þessi orusta aldrei verið háð.

Þetta er tekið af síðunni:
http://home.earthlink.net/~gfeldmeth/USHistory.html

Smá vangaveltur.

Ef við pælum í því, þá sjáum við stóra stefnubreytingu hjá Repúblikönum. Þessi flokkur fór af stað í upphafi til þess að skapa ríkisstjórn sem ekki myndi fara í stríð. Ríkisstjórn sem ekki væri með miklar herkvaðningu eða háa skatta og ekki mikil afskipti af borgurum. En á þessum tímapunkti þegar þeir voru á sínu fjórða kjörtímabili voru þeir komnir langt frá sínum upphaflegu hugsjónum.
Þegar Madison endaði seinna kjörtímabil sitt og dróg sig í hlé frá stjórnmálum.

Madison er þó sennilega einn merkilegasti stjórnmálamaður í sögu BNA. Höfundur stjórnarskráarinnar, einn af stofnendum bæði Federalista og Repúblikana. Aðalstuðningsmaður George Washington, seinna Thomasar Jefferson og að lokum forseti. En takið eftir því að hann endaði alltaf einhvern veginn í sigurliðinu.

Í næstu grein verður litið á James Monroe og John Quincy Adams.