Áður en við fræðumst um seinna kjörtímabil Thomas Jeffersons og um James Madison, þá vil ég spyrja lesendur á Huga um hversu langar þið viljið hafa þessar greinar. Teljið þið þetta passlega lengd eða viljið þið hafa lengri greinar sem spanna þá yfir meiri tíma?

Seinna kjörtímabil Thomas Jeffersons

Á fyrra kjörtímabili sínu hafði Thomas aðskilið dóms- og framkvæmdavald, dregið úr sköttum og úr hernaðaruppbyggingu. John Adams hafði haft mikinn áhuga á hernaðaruppbyggingu, en Thomas verið á móti henni. Á þessu kjörtímabili átti hann eftir að skipta um skoðun og hallast yfir á málstað Federalista hvað varðar alla veganna utanríkismál.
(Þeir sem vilja fá útskýringar á hverjir Federalistar og Repúblikanar eru verða að lesa fyrri greinar).

Á fyrra kjörtímabili hafði efnahagur BNA blómstrað sem aldrei fyrr, sem má þakka t.d. lágum sköttum og iðnvæðingu. En utanríkisaðgerðir Thomasar áttu eftir að breyta ýmsu. Bresk herskip höfðu tekið bandaríska kaupmenn sem sigldu á Atlantshafa fasta og þvingað til þess að ganga í breska herinn og taka þátt í stríðinu gegn Frökkum. Stríðið sem var á milli Breta og Frakka var farið að hafa alvarleg áhrif á utanríkisviðskipti BNA og sér í lagi eftir að Thomas lýsti viðskiptabanni á bæði Frakkland og Bretland til að andmæla stríðinu. Bandarísk skip komust ekki í hafnir á meginlandi til þess að versla við lönd undir stjórn Napóleons. (Með öðrum orðum nærri allt meginland Evrópu).

Á sama tíma ákvað Jefferson að hætta að borga mútur til Barbarísins í Trípolí. Á þessum tíma í byrjun 19. aldar hafði sá siður tíðkast í nokkur hundruð ár að bjarga bandarískum sæförum úr gíslingu sjóræningja frá norðurströnd afríku með því að múta sjóræningjunum.

Norðurafrískir sjóræningjar er vandamál sem við ættum að kannast við úr Íslandssögunni. Þeir sem rændu Tyrkjaguddu voru þó undir forystu Hollendinga og komu frá Alsír. Þessir sjóræningjar voru frá Líbýu, sem er reyndar næsta land við hliðin á.

En Thomas Jefferson ákvað að lýsa stríði á hendur sjóráni. Hann sendi bandaríska flotann út á miðjarðarhaf og réðst á Líbýu. (Ég verð að játa að þegar ég las um þetta í bók um bandaríska sögu þá kom þetta mér mjög á óvart, en því miður fellur þetta stríð í skuggan á Napóleonsstyrjöldunum, enda er það mjög smátt í samanburði).

Þessar hernaðaraðgerðir kostuðu Jefferson árás á Boston og neyddu hann til þess að styrkja Bandaríska flotann og hækka skatta. Á móti þá batt hann enda á sjórán.

Ég skil ekki afhverju þetta stríð er aldrei borið saman við stríð Bush gegn hryðjuverkum, því í eðli sínu eru þau ekki hrikalega ólík. (Fyrir utan það að Jefferson er hlynntur málfrelsi og mannréttindum og Bush, tja …þið afsakið þetta pólitíska innskot, ég ætla að reyna að vera hlutlaus restina af greininni).

Hræsnarinn Thomas Jefferson

Það var Thomas Jefferson sem keypti Louisiana af Frökkum og tvöfaldaði stærð BNA fyrir 15 milljónir dollara. Hann leyfði Lewis, sem var hernaðarráðgjafi í Hvíta húsinu að fara af stað með könnunarleiðangur yfir svæðin, betur þekkt sem The Lewis & Clark expedition. Sjálfur var Thomas efins um kaupin á Louisiana því hann var ekki viss um að það væri hlutverk ríkisstjórnarinnar að kaupa landsvæði. Það má bæta því við að þessi kaup áttu eftir að kosta marga indíána lífið, þegar landnemar tóku að flæða yfir svæðin.

Thomas Jefferson hélt því oft á lofti að allir menn væru jafnir og var opinberlega á móti þrælahaldi. Þó átti hann fullt af þrælum heima á plantekrunni sinni sem er svartur blettur á ferli manns sem kom trúfrelsi og málfrelsi inn í stjórnarskránna.

James Madison 4. forseti BNA

James Madison var sonur ríkra plantekrueigenda í Virginíu rétt eins og Thomas Jefferson. Hann var góður vinur Jeffersons og þeir stóðu saman í baráttunni fyrir “The bill of rights” sem hægt er að lesa um í 2. grein.

Madison var þó Federalist og saman með Alexander Hamilton mótaði hann stefnu fyrir flokkinn sem barðist fyrir sterkri miðstýringu og voldugri ríkisstjórn. Hann var einn af aðalstuðningsmönnum Washingtons, og átti stóran þátt í tilurð forsetaembættisins. Einnig var hann nefndur faðir stjórnarskráarinnar því hún er að mestu talin hans höfundarverk.

En á þeim tímapunkti sem Washington fór að verða meiri Federalisti og meira sammála Alexander og James um það að ríkisstjórnin ætti að hafa meiri völd og áhrif tók James að efast um þessa stefnu. Hann tók að líta á það þannig að ríkisstjórnin ætti ekki að styrkja iðnað eða verslun fram yfir landbúnað eða slíka hluti og gekk því yfir í stjórnarandstöðuna og í Repúblikanaflokk, Thomas Jefferson. Sú ákvörðun átti eftir að gera hann að utanríkisráðherra (secretary of state) á valdatíma Jefferson og aðalsamningarmanninum í Louisiana kaupunum.

Árið 1808 varð hann svo forsetaefni Repúblikana og vann kosningarnar.

Kosningabaráttan

Kosningabaráttan var þó tvísýn. Viðskiptabannið á Bretland og Frakkland hafði lagt efnahag BNA í rúst. Jefferson hafði aukið herkvaðningu og skatta andstætt kosningaloforðum. Og ekki bara það, heldur þá skiptist Repúblikanaflokkurinn í tvennt, helmingur þeirra studdi George Clinton til forseta embættis. (Skondið nafn miðað við tvo seinustu forseta BNA). Ekki nóg með það heldur hótaði eitt fylkjanna, Nýja England að segja sig úr ríkjasambandinu.

Öllum að óvörum þá burstaði James Madison kosningarnar. Federalistar voru í algjörum minnihluta og þrátt fyrir Repúblikanar væru tvískiptir þá hlutu báðir flokkshelmingur í hvoru lagi meira en þeir.

James Madison varð forseti og George Clinton varð varaforseti.

Kjörtímabilið 1808-1812 var tiltölulega tíðindalaust, engin tíðindi áttu sér stað sem voru “söguleg” alla veganna ekki í utanríkismálum.
En á meðan því stóð magnaðist spenna milli BNA og Breta. 15 Dögum fyrir kosningar fékk Madison stuðning þingsins fyrir stríði gegn Bretlandi. BNA menn voru sannfærðir um að Bretar væru svo veikburða að þeir gætu ekki svarað fyrir sig og að Kanada yrði innan skamms frelsað og innlimað í Bandaríkin. Þetta átti ekki eftir að fara alveg eins og þeir höfðu hugsað sér.

Framhald í “Forsetar BNA 4. hluti”