Þegar seinni heimstyrjöldin skall á 1.september 1939 var fastlega búist við sama ómannúðlega skotgrafarhernaðinum frá fyrri heimstyrjöldinni frá árunum 1914-18.

Óralanga skotgrafir voru grafnar um víglínurnar, og endalausar pattstöður gerðu það að verkum að hermenn eyddu dögum saman í þessum röku og morafengnu skotgröfum. Þegar loksins skipunin kom að hefja áhlaup á óvininn, tók við en ein tilgangslausa mannfórnin, þar sem hermenn voru notaðir sem fallbyssufóður stórskotaliðs.

En raunin var sú að her Hitlers “Deutche Wehrmacht”, var búin að hverfa frá þess konar hernaði. Eftir að hafa lært sína lexíu í fyrri heimstyrjöldinni knúði þýski herinn fram ósigur bandamanna í Póllandi, Belgíu, Hollandi, Frakklandi og í Norður Afríku.
Með ógnarhraða leysti Hitler fram úr læðingi, fljótfærann skriðdrekaflotann sinn á bandamenn og voru þeir alls ekki undirbúnir fyrir þessa nýju og grimmulegu hernaðaráætlun.

Þessi hernaðaráætlun hét “Blitzkrieg” eða Leyftursókn.


Áður en fyrri heimstyrjöldinni skall á, sendu bandamenn flugvélar sínar á loft til að fylgjast með því hvort þýski herinn kæmi með árás í gegnum Ardenne fjöllin, en þá sótti þýski herinn um Holland og Belgíu á bandamenn inn í Frakkland.

Áður en seinni heimstyrjöldin skall á, sendu bandamenn flugvélar sínar á loft til að fylgjast með landamærum Belgíu, þar var samankomin stór og mikill her bandamanna sem nam um milljón manns.
Þýski herinn ræðst á Holland og Belgíu með alefli og herir bandamanna þramma að stað til að hrekja þýska herinn til baka úr niðurlöndunum. Nema hvað að skriðdrekafylkingar, eins langar og augað eygði, skröltuðust í gegnum þrönga vegi um skógi vaxin Ardenne fjöll, von Rundstedt og Erwin Rommel voru þar í fararbroddi.

Andlitið á fólkinu í smábæum fjallana lýstu undrun og gersamri vantrú þegar skriðdrekastjórnendur Panzer skriðdrekana heilsuðu fólkinu úr turnunum á skriðdrekunum. Það var telft á tæpasta vað því ef eitt farartæki hefði bilað þá hefði allur flotinn stöðvast á þróngum vegunum. En þegar risastórar sléttur Frakklands tóku við af Ardenne fjöllunum var það draumur hvers skriðdrekastjórnanda að hafa slíka víðlendur fyrir framan sig.

Leyfturstríðið var skollið á og ærslafullur kappakstur þýsku skriðdrekana var hafin yfir sléttur Frakklands og stefnan var tekin að landamærum Belgíu, von Rundstedt setti allan þann kraft í að halda “eliment of surprise” og lét það í léttu rúmi liggja að byrgðarflutningalestir þýska hersins höfðu ekki undan hinu hröðu sókn hans. Lykilhlutverkið var að inniloka her bandamanna sem stefndi óðfluga að átákasvæðunum í Hollandi og norðanverðri Belgíu.

Áætlunin gekk upp og voru bandamenn innikróaðir með fjölmenna heri og breski herinn tókst að bjarga sér undan þýsku stríðsmaskínunni í Dunkirk til Bretlands….


Þann 7 maí næstkomandi munu verða 60 ár frá því að Aðmiráll Dönitz undirritaði skilyrðislausa uppgjöf þýska hersins árið 1945, og þar með lauk þeim mestu hörmungartímum sem gervöll Evrópa hafði upplifað fyrr og síðar. Aldrei í sögu mannkyns hafa jafn margir fallið og gildir þá einu hvort sem um saklausa borgara væri að ræða eða hermenn.

Eins voru háð á vígvöllum Rússlands og í Austur-Prússlandi þau mestu hernaðarlegu átök sem mannkynið hefur horft upp á fyrr og síðar. Mannfall var talið í tugum milljóna og voru jafnframt hinu þýsku SS sveitir sem og Rauði herinn, sök um þá hræðilegustu stríðsglæpi og fjöldamorð gegn saklausum borgurum.

Grimmdin virtist vera óseðjandi og engum var sýnd misskun, konur og börn voru skipulega pyntuð og tekin af lífi. Þegar þýski herinn hefur undanhald sitt frá Sovétríkjunum var gefin út sú skipum af rússnenskum hershöfðingjum að engin þýskur borgari mætti komast undan.
Á vegum sem lágu að Austur-Prússlandi og þýskalandi voru sett upp skilti sem á stóðu “Rússneskir hermenn: Nú eru þið á þýskri grund, stund hefndarinnar er komin”. Flóttafólkið sem voru á vegunum voru keyrð niður og kramin undir skriðdrekunum.

Rússnenskir hershöfðingjar skipulögðu hópnauðganir í Austur-Prússlandi og í þorpunum voru konunum hópað saman. Einn eiginmaður reyndi að sporna við þessu er eiginkonu hans var misþyrmt, en hann var skotin í nárann af rússnenskum hermanni.
Konur voru krossfestar við hurðakarma heimila sinna og nauðgað á meðan börnununum þeirra voru útrýmt af r.

Eins gerði rússnenski herinn sekur um að nema á brott um 5000 hermenn í Pólska hernum 1940 og myrða menn án dóms né laga. Þeim hafði verið safnað saman í Katynskógi utan við borgina Smolensk, og þeir voru allir skotnir í höfuðið síðan grafnir í fjöldagröf. Þetta komst upp í apríl 1943 þegar þýski herinn fann fjöldagröfina í skóginum. Þjóðverjar lögði sig alla fram við að sanna ákæruna á Rússana. Þeir völdu úr ýmsum áttum ýmsa sérfróða menn í réttarkrufningum. Svissnenskann vefjarfræðing sem var þekktur úr hópi and-nasista. Meira segja voru stríðsfangar bandamanna kallaðir til sem kviðdómendur. Allir voru á einu máli að þessi lík höfðu að minsta kosti legið í jörðu í þrjú ár, eða þegar Smolensk var en undir yfirráðu Rússa. Allir pappírar á líkunum voru ekki yngri en frá 6 maí 1941. Einn bandarísku stríðsfangana sagði “Við fórum allar tiltækar leiðir til að kasta rírð á framburð Þjóðverja og forðast þá niðurstöðu að Rússarnir ættu sök á drápunum. Að lokum ákvað ég í þetta eina sinn væru Þjóðverjar ekki að ljúga.”

Svipaðar aðfarir Serba voru tilhafðar í stríðinu á Balkansskaga um 1990, og máttleysi Sameinuðuþjóðanna til að bjarga hundruðum þúsunda saklausra borgara var algjört. Fólkið var tekið af lífi án dóms og laga. Þeir sem stóðu fyrir þessum fjöldamorðum ganga sumir en lausir í dag. Þetta gerist fyrir framan alheiminn í beinni sjónvarpútsendingu gott fólk, og þar sem fjölmiðlar flytja okkur mjög nákvæmar fréttir daglega. Samt var horft upp á þessi fjöldamorð gerast aftur og það var viðgengist.
Frakkar en og aftur voru fremstir í flokki að nota neitunarvald Sameinuðarþjóðanna til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, en armorði, enda einn sá stærðsti vopnaframleiðandi í heiminum og hefur meðal annars útvegað nokkrar eldflaugar til Saddam Husseins.

Þýski Waffen SS herinn var engu skárri og hengdi alla þá rússnensku borgara sem hann fann á grimmilegri leið sinni að Moskvu. Gyðingar voru notaðir í nauðungarvinnu í vopnaverksmiðjur og voru börn og gamalmenni tekin af lífi því kraftar þeirra voru nýttust ekki vígtólaframleiðslu Hitlers. Rússnenski herinn frelsaði hundruði þúsunda gyðinga undan dauðadóm sem var rétt handan hornsins. Meðal annar í Aushwitzch, 27 janúar 1945..

Dönitz Aðmiráll hafði verið skipaður æðsti yfirmaður þriðja ríkisins af Hitler, eða skömmu áður en hann og eiginkona hans Eva Braun, höfðu gengið inn í einkaherbergið sitt sem var undir ríkshöllini í Berlín og framið sjálfsmorð.

Eva Braun tók inn blásýruhylkið sem henni hafði verið fært, og um leið horfði hún á eiginmann sinn sem hún elskaði og nokkrum sekúndum síðar var hún látin.
Hitler hleður Luger skammbyssu sína, setur hlaup hennar við gagnauga sitt og hleypir af…

Tvær milljónir rússnenskra hermanna höfðu rutt sér leið inn fyrir borgarmúra Berlín, og barist var á hverju götuhorni. Þegar þýskir hershöfðingjar reyndu hvað þeir gátu til að fá yfirsýn yfir stöðu mála og hvernig bardagar gengu hringdu þeir stundum í íbúðarhús í Berlín, en þá svöruðu þeim oft og iðulega vigreifir rússnenskir hermenn…

Þegar rússnenski herinn fann líkamsleyfar Hitlers og Evu Braun í neðanjarðarbyrginu tóku þeir lík þeira út, heltu bensíni yfir þau brenndu líkamsleyfar þeirra á torginu fyrir utan ríkishöllina…

Skilaboðin voru skýr, endirinn er hér….


Hvernig gat skollið á önnur heimsstyrjöld svo skömmu eftir þá fyrri?

Eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar Þjóðverjar voru sigraðir og algjörlega niðurlægðir, undirrituðu þeir Versalarsamninginn um borð í lestarvagni í París…


Ein krafa samningsins var sú að þýski herinn mætti aldrei vera með fleiri, svokallaða þjóðvarðliða þýskalands, sem nam fleirri en 100.000 manns. Eins bannaði samningurinn Þjóðverjum að búa her sinn þeim nýtískulegustu vopnum sem val var á, svo sem skriðdrekum, fallbyssum og öðrum þungum vopnum og hergögnum. Þýskt herforingjaráð var bannað, sem er hverju herveldi nauðsynlegt því þar hvílir heilinn á bak við allar hernaðaraðgerðir þess…

Þýskaland var auk þess sett undir ok stjarnfræðilegra háa stríðsskaðabóta sem var gersamlega ómögulegt fyrir nokkra þjóð að geta staðist í skil við…. Þýskaland var í raun í stríðslok örmagna, févana og sveltandi ríki….

2 milljónir þýskra hermanna höfðu fallið, auk þess voru meira en 800.000 manns í fangabúðum. Milljónir af ekkjum, munaðarleysingjum og særðum auk milljónir af hörnuðum uppgjarahermönnum voru farin að berjast fyrir því að eiga fyrir salti í grautinn…


Auk þess ýttu bandamenn á undirgefni Þjóðverja eftir að aðrar 800.000 manns höfðu dáið úr hungri vegna farbanna bandamanna við hafnir þýskalands.
Fáttækt og atvinnuleysi skók hið stolta þýska ríki og fólk bað um útborgun launa í hádeginu eftir aðeins nokkura stunda vinnu, því ef var beðið eftir síðdeginu voru launin orðin verðlaus og minna fékkst fyrir aurinn…

Óðaverðbólga skall á og húsmæður kveiktu upp í eldavélunum með verðlausum peningum.

En það var eitt samheldið samfélag í þýskalandi sem varð ekki eins fyrir barðinu á þessari eymd og hungri. Þetta samfélag hélt sig oft fyrir utan aðra þýska menningu og þjóðlíf, og áður en varði voru vonlausir þýskir borgarar farnir að líta hornauga á þetta lokaða samfélag og þann auð sem það geymdi í hyrslum sínum. Þetta samfélag varð skotspónn öfunda og síðar ofsókna….

Eitthvað varð undan að láta, og þegar menn leika sér með jafn jafn eldfiman eld og þjóðernisást er, varð það byggingarflötur fyrir öfgastefnur sem án efa ruddu sér til rúms í samfélagi þar sem fátækt og hungur var farið að hafa alvarlegar afleiðingar.

Þegar hér er komið við sögu hefur kommúnistminn hreiðrað um sig í Rússlandi og helstefna Stalins hefur tröllriðið öllu í Rússlandi.

En önnur og jafn skelfileg ógnarstefna fór að hreiðra um sig í Evrópu, fasismi, sem kom fram fyrst í Ítalíu, en því miður stökkbreyttist sú öfgastefna til hins verra, og tók að myndast í þeirri mynd sem við í dag þekkjum sem stefna nasista.

Hitler nýtti sér til hins ítrasta alla þá örvæntingu, ótta og vonleysi sem ríkti á meðal borgara þýskalands sér til framdráttar, en samt var sú áætlun ekki undirbúin af Hitler, heldur varð sú þráhyggja Þjóðverja að eiga aftur von, þeirra Akilleserarhæll…


Þýski blekkingarmeistarinn Hans von Seeckt, sannur úlfur í sauðaskinni…

Hans Von Seeckt var heilinn á bak við uppbyggingu þýska hersins á milli stríðsárana. Hann fann glufur í Versalarsamningnum sem gerðu honum kleift að þjálfa að vild þann úrvalsher sem honum listi…

Bandamenn litu á von Seeckt sem steinrunninn gamlann íhaldsmann, en raunin varð önnur og með sanni má segja að hann hafi verið úlfur í sauðaskinni. Hann fór að þjálfa menn í skriðdrekahernaði og í stað þess að notast við skriðdreka voru settar á undirvagna bifreyða blikkplötur, krossviður og pappi til að líkja eftir skriðdrekum.

Skriðdrekavarnarbyssur voru úr tré, og flugvélalíkön voru úr timbri voru þeytt í hringi til að samhæfa loftvarnir.

Seeckt leyndi öllum æfingum og dulbjó þær sem þjálfun manna sem gæti nýst við friðsamleg störf eftir að skilduþjónustu hafði lokið.

Öll þjálfun hermanna var með það að leiðarljósi að byggja upp mjög hæfa herstjórnendur sem gátu hugsað sjálfsstætt, þeir vissu nákvæmlega sín markmið og að undirmenn þeirra gætu án tafar leyst yfirmann sinn af hólmi ef hann særðist eða félli frá í orrustu. Aðeins þeir bestu af þeim bestu, komust í gegnum þessa þjálfun og var valin maður í hverju rúmi.

Engin her í heimi lagði meir upp úr líkamsþjálfun en Reichswehr eða þýska ríkisvarnarliðið eins og það var kallað. Sjón, einbeiting og jafnvægi voru þær æfingar sem sem hart var lagt á í þjálfuninni.


Þó svo að menn frá Bretlandi og víðar fylgdust með öllum þessum æfingum leikfangahersins, var eins og fólk hafi látið þetta í léttu rúmi liggja. Frakkar höfðu öflugan her í vestri og glæstur riddaraher Póllands lá í austri.

Skráð voru fjöldinn allur af nýjum landbúnaðartækjum sem framleidd voru í Þýskalandi en raunin var sú að Seeckt dulbjó pappírana þannig svo að hin raunverulega framleiðsla væri bandamönnum hulin. Hin nýji skriðdrekaher þýskalands tók á sig skelfilega mynd því stærð hans var gífurleg.

En þetta var aðeins lognið á undan storminum því maður frá Austurríki hafði stigið á stokk stjórnmála og var farin að berja hugrekki aftur í þýska stálið.
Hann varð formaður þýska verkamanna flokksins eða “National Sozialistische Deutche Arbeiterpartei” eða “NAZI Partei”, og dáleiddi fólk með ræðusnilld sinni sem hann var búin að ná meistaratökum á, með góðri aðstoð frá einkaljósmyndara sínum Heinrich Hoffman. Þeir æfðu saman sviðsframkomur og Hoffman tók ljósmyndir af Hitler í ýmsum ræðustillingum og þeir skoðuðu hverja mynd gaumgæfilega, og hvaða tilþrif Hitler vildi fá fram hverju sinni. Ekkert var látið hendiningu ráða, hvern einasta lausa enda varð að binda með Gordionshnút….

Áður en nokkur gat við rönd reist snéri þessi ræðusnillingur dæminu við, og efnahagur í þýskalandi blómstraði. Hann fór að hefja framleiðslu ríkisbifreyðar sem maður að nafni Dr.Porshe hannaði, bílinn hét Volkswagen, og varð hverjum ríkisborgara möguleg eign.
Hitler fór að láta þýska iðnaðarhjartað slá örar, meðal annars hið mikla og gjöfula Ruhr hérað.

“Ein volk, ein reich, ein fuhrer!” eða “ein þjóð, eitt ríki, einn foringi…”

Þegar Þjóðverjar ráðast inn í Pólland í september mánuði 1939, til að endurheimta það landsvæði sem Hitler fanst að tilheyrði þriðja ríkinu og væri réttmæt eign þýskalands, var kynnt til sögunar algjörlega ný og byltingarkend árásartækni. Engin hershöfðingi hafði aldrei áður upplifað annan eins stórsigur á jafn skömmum tíma.

Heilinn á bak við þessa árásartækni hafði farið yfir til Svíðjóðar til að keyra skriðdreka í fyrst sinn á ævinni. Þar lærði hann alla þá fræði sem lá á bak við þeim hugmyndum hans um hvernig stríð ætti að vera háð í framtíðinni. Hann gaf út bók um 1937 um þennan hernað og er það hulin ráðgáta af hverju hershöfðingjar annara ríkja kynntu sér ekki þessar byltingarkendu fræði.

Bókin hét “Achtung Panzer” eftir Heinz Guderian og þessi nýja byltingarkenda hernaðartækni hét, “Blitz Krieg!” eða “Leyfturstríð!”.

Einnig er það ótrúleg staðreynd að franskir hershöfðingjar sögðu að framtíðarhernaður væri byggður á hestum sem drógu fallbyssur um á hjólum. Allar hugmyndir Frakka um hernað voru frá 1920, og þar sem þeir stóðu uppi sem sigurvegarar eftir fyrri heimstyrjöldinna, var engin að véfengja þeirra fræði því hún hlaut að vera rétt, eða hvað?

Breskir hershöfðingjar sögðu kokhraustir, og í skugga þýska hernaðarmáttarnis sem byggðist upp fyrir framan nefið á þeim, “Þökkum Guði fyrir franska herinn!”…

Eftir fyrri heimstyrjöldina höfðu Bretar og Frakkar kynnt til sögunar skriðdrekana sem völtuðu yfir varnarlínur Þjóðverja, og látið svo þar við liggja í stað þess að hanna betur skriðdrekana og hernað með þá.

En þess í stað treystu Frakkar á sínar sterku varnarlínur sem láu allt frá landamærum Sviss og meðfram öllum landamærum Þýskalands. Varnarlínurnar samanstóðu af niðurgröfðum fallbyssuhreiðrum sem voru þau stærðstu og öflugustu í heiminum og gjörsamlega órjúfnaleg fyrir nokkurn her. Frakkar grófu sig bara en dýpra niður í skotgrafirnar og héldu í einfeldni sinni að það mundi duga.

Reyndar slepptu frönsku hershöfðingjarnir að byggja þessi fallbyssuhreiður við Ardenne fjöll sem voru talin ófær flestum farartækjum, auk þess voru brýrnar vaktaðar eða þá eyðilagðar í þéttum skóginum í Ardenne fjöllunum allan sólarhringinn, eða allar nema ein brú, þar sem viss refur, sem var seinna meir var kenndur við eyðimörk, náði að þefa uppi þessa einu brú í skógi vöxnum Ardenne fjöllunum…Að seinustu tóku við landamæri Belgíu, sem láu að hafinu, þar sem Frakkar vildu ekki styggja eða móðga nágranna sína Belga með því að beina að þessum ógurlegu fallbyssuhreiðrum að þeim, var því sleppt að setja upp hin risavöxnu fallbyssuhreiður við landamæri Belgíu…

Margir hafa gælt við þá tilgátu að Hitler hafi verið neyddur út í seinni heimsstyrjöldina, en þegar sagan er krufin og öll kurl eru komin til grafar, eru þær staðreyndir svo ljósar að hvert mannsbarn getur ekki annað skilið það að Hitler var ekkert annað en valdasjúkur einræðisherra. Hitler hataði Gyðinga allt frá því að þeir höfnuðu honum við listaháskólann í Vín, þar sem hann hafði reynt fyrir sér sem listmálari.

Hitler innlimaði Austurríki og 1938 hélt þýskur her inn í tékknenska Súdetaland, þar sem meirihluta íbúa voru þýskir og þau fögnuðu hernámsliðinu innilega. Tékknéska hernum hafði verið bannað að veita mótstöðu.

Allt var til reiðu og fjöldi herdeilda réðust inn í Pólland, valdsýki og sýn Hitlers um hið þúsund ára ríki sitt varð að veruleika 1 september 1939, þá hófst seinni heimstyrjöldin með öllum sínum hörmungum.

Hitler reyndi að villa fyrir stjórnmálaleiðtogum heimsins, með því að senda út falskar fjarskiptasendingar um Evrópu þess efnis að Pólski herinn hafi ráðist fyrst á þýskaland. Eina er að það gleymdist að athuga það hve langt sendirinn dró, þannig að það heyrði engin þessi fölsku skilaboð Hitlers…

Hitlersæskan

Það var ekki nóg fyrir Hitler að sannfæra flesta Þjóðverja um málsstað sinn heldur vann Hitler skipulega að fá ungvið þýskalands og Austurríkis til að skrá sig í Hitlersæskuna. Heinrich Himmler hafði verið dyggur stuðningmaður Hitlers og fór dult með stjónunarhæfileika sína. Himmler var æðsti yfirmaður hinna alræmdu þýsku leynilögreglusveita þriðja ríkisins, sem kölluðust Gestapo.

GEheime STAats POlizei eða GESTAPO…

Hermann Goering var upphaflega yfirmaður Gestapo en var svo gerður að yfirmanni þýska flughersins Deutche Luftwaffe, þegar Heinrich Himmler, hænsnabóndinn úr Bæjaralandi, varð æðsti yfirmaður Gestapo. Undir hans stjórn voru þeir bestu og öguðstu hermenn sem nefntust SS sveitirnar. Himmler var mjög hrifin af því hvernig hin rússnenska leynilögregla starfaði og eftir að hafa sent þýskann hershöfðingja þangað hvernig best væri að stunda iðninna hannaði Himmler hina nýju leynilögreglu Hitlers.

Himmler setti upp risastórt njósnenet um allt Þýskaland þar sem stuðst var við fjöldan allan af uppljóstrurum, og má segja að engin vinnustaður, skóli, spítali eða heimili þar sem ekki mátti finna uppljóstrara á vegum Gestapo. Börn voru meira að segja ráðin til að kjafta frá foreldrum sínum til Gestapo eftir að hafa fengið strangann aga hjá Hitlersæskuni. Eins tryggði Hitler sér um komandi ár nægan mannauð í herinn sinn næstu áratugina þar sem þriðja ríkið mundi vinna þvílíka landvinninga og knúa fram mikinn ósigur á hendur óvini þriðja ríkisins. Hitlersæskan var öðrum kynstofnum fremri í einu og öllu. Hún var ósigrandi, að mati Hitlers.


Eftir að hafa byrjað af miklum krafti við aðskilnaðarstefnu gyðinga, varð það næsta skref Gestapo að fara skilja að alla í heimalandinu, þá sem voru óhæfir að eignast afkvæmi vegna andlegrar fötlunar sinnar og var litið á þetta fólk sem réttdræpan svartan blett á þriðja ríkið, auk þess voru það mikil útgjöld að þjónusta þessa sjúklinga á stofnunum. Fjöldamorð á þýskum borgurum voru framin af SS og var þetta allt samþykkt af Hitler.

Þjóðernishreinsanir voru gerðar í Rússlandi og Stalin lét þess ógetið þegar hann sagði bandamönnum að þýski herinn hafið drepið um 20 milljón Rússa, að hann sjálfur gaf skipanir að drepa álíka marga borgara og það samlanda sína. Alls voru þetta um 60 milljónir Rússa sem létust á þessum umbortatímum.

Þýska tónskáldið Ludwig Van Beethoven samdi verkið “Figlio Perduto”
Verkið er um tvo feðga sem voru á göngu og rekast svo á konungs álf, sonurinn verður svo heillaður af álfinum að hann ákvað að snerta hann. Föður hans biður hann ekki að gera svo, en sonurinn óhlíðnast og snertir konungsálfinn og deyr svo…..

Verkið sjálft er eins og það sé samið fram í tímann af þessum snillingi sem varð síðar heyrnalaus. Treginn og eymdin kemur svo skýrt fram í þessu verki og textinn í verkinu endurspeglar þýska raunarsögu, á seinni stríðsárunum.
Faðir missir son vegna þess að hann heillaðist af rómantískum leiðtoga þýsklands, sonurinn gekk í Hitleræaskuna og lætur lífið fyrir geðsjúkann einræðisherra…


Heimildir:
Richard Collier, Ritstjóra Time-Life bóka… Eins bækur hans um Eyðimerkurstríðið… (samanber vitnanir í bresku sérsveitirnar um eyðimerkurstríðið)
http://www.joric.com/com/Conspiracy/Rommelb.htm
http://www.topedge.com/panels/ww2/na/tactics.html
http://www.achtungpanzer.com/gen1.htm
Heinz Guderian, Achtung Panzer
Robert Wernick ritstjóra Time-Life Bóka
Ronald Heiferman
Wars of the 20th Century
World War I, heimstyrjöldin 1939-1945,
Ritröð Almenna Bókafélagsins
Þjóðarbókhlaðan
Lesbók Morgunblaðsins