Þorsteinn hét maður, sonur Egils Skallagrímssonar. Hann bjó á Borg á Mýrum. Vor eitt fór Þorsteinn á vorþingstað þeirra Borgfirðinga að hressa við búðina sem hann ætlaði að búa í á vorþinginu. Með honum var norskur kaupmaður sem hafði verið hjá honum um veturinn. Þegar þeir höfðu lokið sofnaði Þorsteinn. Þá dreymdi hann að hann ætti álft mjög fallega. Hann sá fljúga til hennar örn ofan frá fjöllunum og klakaði hann við hana blíðlega. Þá flaug að annar örn og settist hjá álftinni. Börðust þeir svo útaf henni og féllu báði niður dauðir. Þá kom valur og settist hjá álftinni og lauk svo að hún flaug í burtu með honum.

Norðmaðurinn réð þennan draum þannig að Þorsteinn mundi eignast dóttur. Tveir menn mundu biðja hennar og berjast út af henni og falla báðir. Þá mundi þriðji maðurinn biðja hennar og húna giftast honum.

Þegar þetta gerðist átti kona Þorsteins von á barni . hann vildi ekki láta drauminn rætast. Áður en hann reið til Alþingis um sumarið skipaði hann svo fyrir að barnið skyldi borið út ef það fæddist á meðan ig yrði stúlka. Á meðan Þorsteinn var á þingi fæddi kona hans meybarn. Hún sendi þá smalamann sinn með það vestur að Hjaðarholti í Dölum þar sem Þorgerður systir Þorsteins bjó og sagði honum að biðja hana að ala stúlkuna upp á laun. Það var gert og var stúlkan látin heita Helga.

Sex árum síðar sá Þorsteinn Helgu hjá systur sinni og hafði orð á því hvað hún væri fallegt barn. Þá sagði Þorgerður honum hver hún væri. Þorsteinn var hinn ánægðasti með það og sagði að hún skyldi kölluð Helga hin fagra. Fór hún svo heim með föður sínum og ólst upp þar.

Þegar Helga var komin á unglingsár kom að Borg jafnaldri hennar sem hét Gunnlaugur og var kallaður ormstunga. Bjó hann þar í nokkur ár. Sagan segir að þau Helga hafi oft skemmt sér með því að tefla saman. Þegar Gunnlaugur var orðinn átján ára gamall bjó hann sig til að fara til útlanda. Hann vildi þá fá að giftast Helgu áður en hann færi. Þorsteinn vildi ekki leyfa það en féllst á að hún skyldi bíða hans í þrjú ár og giftast engum öðrum á meðan. Fór svo Gunnlaugur úr landi og ferðaðist um ýmis lönd og orti kvæði um konunga og fékk laun fyrir því að hann var gott skáld.

Þegar Gunnlaugur hafði verið þrjú ár utanlands bað maður Helgu sem Hrafn hét. Þorsteinn lofaði honum að hann skyldi fá hennar ef ekkert bólaði á Gunnlaugi í eitt ár enn. Síðan leið eitt ár og ekki kom Gunnlaugur. Þá var Helga gift Hrafni, og er þó gefið í skyn í sögunni að hún hafi ekki verið ánægð með það.

Meðan Gunnlaugur var í útlöndum gerðist hann hirðmaður hjá konungi í Englandi. Þegar hann var búinn að vera þrjú ár í burtu bað hann konung um leyfi til að fara heim til Íslands. En konungur vildi ekki leyfa honum það því að hann átti von á árás frá Danakonungi og vildi ekki missa neinn af hirðmönnum sínum frá því að verja landið. Eftir ár fékk Gunnlaugur þá að fara og flýtti sér til Íslands og kom í Borgarfjörð kvöldið sem brúðkaupsveisla Hrafns og Helgu stóð á Borg.

Á Alþingi sumarið eftir bauð Gunnlaugur Hrafni að ganga á hólm við sig, en það var kallað að ganga á hólm þegar tveir menn háðu einvígi, börðust þangað til annar féll eða særðist þannig að hann gat ekki barist lengur. Þar voru þeir skildir áður en annar hafði unnið fullan sigur, og strax á eftir voru hólmgöngur bannaðar á Íslandi. Þá sömdu þeir um um að fara báðir til Noregs og berjast þar. Það gerðu þeir, og hjó Gunnlaugur annan fótinn undan Hrafni. Hann studdi sig við trjástofn og bað Gunnlaugað gefa sér að drekka. ,,Svík mig þá eigi,” sagði Gunnlaugur, ,,ef ég færi þér vatn í hjálmi mínum.” Hrafn lofaði að svíkja hann ekki. En þegar Gunnlaugur kom með vatnið hjó hann samt í höfuð honum með sverði. ,,Illa sveikstu mig nú,” sagði Gunnlaugur. ,,Satt er það,” sagði Hrafn, ,,en það gekk mér til þess að ég ann þér eigi faðmlagsins Helgu hinnar fögru.” Létust þeir svo báðir af sárum sínum.

Seinna giftist Helga manni sem Þorkell hét. Bjuggu þau saman lengi og eignuðust mörg börn.