Þetta er ritgerð sem ég gerði í fyrra í stjórnmálafræði um Nelson Mandela. Mér datt í hug að hún ætti ágætlega við hér. Ég þýddi nokkrar setningar sem hann sagði og vona að það fari ekki í taugarnar á neinum.

Það var þann 18. Júlí 1918 að Henry Mandela höfðingi Tembu ættbálksins í Transkei, sem er hérað í austur S-Afríku, og kona hans eignuðust son. Þessi piltur var nefndur Rolihlahla, sem þýðir vandræðagemsi á tungumáli heimamanna, Xhosa, Mandela. Það er skondið að foreldrar hans hafi ákveðið þetta nafn þar sem hann átti eftir að verða hvítum stjórnendum S-Afríku til mikils ama. Nelson nafnið kom ekki fyrr en seinna þegar enskur kennari í skólanum, sem átti það víst til að nefna menn nöfnum eftir handahófi, ákvað að kalla hann Nelson, eflaust eftir Nelson Flotaforingja.

Margir telja þennan mann meiri en Nelson Flotaforingi en hann segist sjálfur ekki vera meiri en aðrir menn. Hann vaknar alla daga kl. hálf fimm og byrjar líkamsrækt um fimm og eyðir um klukkutíma í hana. Um hálf sjö fær hann sér svo morgunmat og les blöðin. Þetta gerir hann alltaf óháð því hversu lengi hann vinnur kvöldið áður. Hluti af þessu tengist því hversu lengi hann lifði við hinn stranga aga í fangelsum þar sem hann eyddi nærri því 30 árum. Að hluta til vegna þess lætur hann sér nægja einfalda hluti til að lyfta sér upp eins og að horfa á sólsetrið og að hlusta á tónlist eftir Haindel eða Tsaikovsky.

Hann ólst upp eins og flestir aðrir drengir á þessu svæði, þar sem hann passaði upp á kýr og sótti skóla hjá trúboðum í Fort Hare. Þar kynntist hann mótmælum vegna nýlendustefnu hvíta mannsins í S-Afríku. Það var þó ekki fyrr en hann var búinn með skólann þar sem hann fór að feta veginn sem gerði hann að þjóðhetju sem að öllum öðrum ólöstuðum átti mestan þátt í að S-Afríka fékk sjálfstæði.

Uppreisnargirni hans kom þó upp af fullum krafti á fjórða áratugnum þegar hann var rekinn úr Fort Hare fyrir að stofna til verkfalls og mótmæla í skólanum ásamt Oliver Tambo. Þetta var ekki það eina sem “vandræðagemsinn” gerði upp á móti “yfirvöldum”, því þegar hann kom heim þá komst hann að því að öldungarnir í ættbálknum sem hann kom úr höfðu ákveðið að hann ætti að giftast stúlku í þorpinu sem hafði verið borgað uppsett verð fyrir svo að hann gæti gifst henni. Þá ákvað hann að flýja til Jóhannesar-borgar.
Árið 1944 ákvað hann ásamt Walter Sisulu og Tambo ásamt öðrum að stofna ungliðahreyfingu ANC (African National Congress) og innan nokkurra ára var hann orðinn formaður hennar. Uppfullur af metnaði og draumum kláraði hann lögfræðipróf frá Háskólanum í Witwatersrand. Þar var hann virkur í að mótmæla órættlæti sem aðskilnaðarstefnan gerði. Hann stofnaði fyrstu lögfræðiskrifstofuna í eigu svartra í S-Afríku ásamt Tambo. Ef þeim hefði grunað hversu hættulegan stíg þeir væru að feta þá hefðu þeir eflaust ekki farið hann. Þeir sáu betur hversu gífurlegt óréttlætið var í gegnum stofuna. Þeir félagar stjórnuðu friðsamlegum mótmælum sem svertingjar voru kvattir til að virða ekki reglur aðskilnaðarsinna. Einnig skipulögðu þeir verkföll og mótmælagöngur.

Rolihlahla var fyrst handtekinn árið 1952 en var sýknaður. Árið 1958 var hann aftur handtekinn og þá ásamt fleiri fyrirmönnum ANC og stóðu réttarhöldin yfir í nærri ár. Þeir komust þá að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt að standa í friðsömum mótmælum lengur og Rolihlahla varð foringi herdeildar ANC, Umkhonto we Sizwe, sem þýðir spjót þjóðarinnar. Hann fór til Eþíópíu þar sem hann lærði allt um hernað og hernaðartækni. Þegar hann kom aftur lifði hann sem flóttamaður og sagði skilið við fjölskylduna sína og lögfræðistarfið. Hann flakkaði um landið og skipulagði skærur á hendur stjórnvöldum sem bílstjóri, verkamaður eða hvað annað sem hægt var að nota til að fela hann.

Hann var handtekinn 1962 eftir nokkurra ára baráttu þar sem hann hafði falist svo vel að menn voru farnir að tala um hann sem ,,svarta nónblómið”. Hann var dæmdur í 5 ára fangelsi á Robben eyju, þar sem hann varð strax til vandræða þar sem hann neitaði að skokka frá bryggjunni þar sem báturinn sem flutti fangana lagðist að. Þá sagði einn vörðurinn að ef hann myndi ekki fara að hlýða þá myndi hann sjá eftir því. Þá sagði Rolihlahla: “Ef þú svo mikið sem snertir mig þá skal ég fara með þig fyrir æðstu dómstóla landsins og þegar ég verð búinn með þig þá verður þú fátækari en kirkjumús” (Þýð Ég)

Innan tveggja ára voru svo allir forystumenn ANC handteknir og dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Rolihlahla var engin undantekning. Hann fékk dóm ofan á þann fyrri.

Þegar dómurinn var kveðinn upp þá sagði hann orð sem áttu eftir að skekja heiminn: “Ég hef tileinkað líf mitt baráttunni fyrir réttindum Afríkubúa. Ég hef barist gegn yfirráðum hvítra, og ég hef barist gegn yfirráðum svartra. Ég hef haldið í heiðri hugsjón á lýðræðislegu samfélagi þar sem allir lifa í sátt og samlyndi með jafna möguleika. Þetta er hugsjón sem ég vonast til að lifa fyrir og láta verða að veruleika. En ef þörf er á er þetta hugsjón sem ég er tilbúinn að deyja fyrir”

(“During my lifetime I have dedicated myself to the struggle of the African people. I have fought against white domination, and I have fought against black domination. I have cherished the ideal of a democratic and free society in which all persons live together in harmony and with equal opportunities. It is an ideal which I hope to live for and to achieve. But, if needs be, it is an ideal for which I am prepared to die.”) (Þýð Ég)

Rolihlahla og félagar voru fluttir til fangelsisins á Robben eyju sem liggur uþb. 7 km fyrir utan Höfðaborg. Þar sat hann inni til ársins 1984 þegar hann var fluttur til Polsmoor Fangelsisins í Höfðaborg, þar sat hann inni til desember 1988 þegar hann var fluttur í Victor Verster fangelsið nærri Paarl þar sem hann var látinn laus 11. febrúar 1990.

Þetta atvik á bryggjunni sem ég minntist á fyrr í ritgerðinni var ekki eina atvikið þar sem hann varð til vandræða á Robben eyju. Fangar bjuggu þarna við gífurlega slæmar aðstæður og voru látnir vinna mjög mikið. Klefarnir voru aðeins með einum litlum glugga og stórri og mikilli tréhurð. Þeir voru svo litlir að Rolihlahla gat gengið þvert yfir hann í þrem skrefum. Einnig þá fengu svertingjar mjög léleg föt: stuttar buxur, þunna peysu, jakka úr segldúk og skó. Þeir fengu enga sokka. Aftur á móti fengu indverjar sem voru þarna almennilegar buxur og sokka. Hann byrjaði strax að berjast fyrir betri aðbúnaði og hann vildi fyrst fá almennilegar buxur því engum líkar vel við að vera kallaður “kortbroek” sem þýðir bara stuttbuxur. Eftir margra mánaða baráttu birtust kakhi buxur í klefanum hans einn daginn. En hann vildi samt ekki nota þær fyrr en samfangar hans fengju samskonar buxur. Hann barðist fyrir betri mat fyrir svarta, sólgleraugu fyrir þá sem unnu í kalknámunni og einnig fyrir því að fangar fengu kolla til að sitja á í klefunum.

Yfirvöld í S-Afríku höfðu þá gefist upp á baráttu sinni við að halda honum í fangelsi en honum hafði oft verið boðið lausn úr fangelsinu fyrir samning um sjálfstæði Transkei og að samþykkja að setjast þar að til frambúðar. Þessu neitaði Rolihlahla alla tíð og sagði: “aðeins frjálsir menn geta samið” (þýð. Ég)

Þegar hann steig út úr fangelsinu eftir 27 ár í fangelsi beið hans mikill fjöldi fréttamanna og stuðningsmanna hans. Hann gekk út og fólk sá ekki harðnaðann fanga heldur mann sem kom út tilbúinn til að berjast áfram. Hann var grannur, gráhærður og síðast en ekki síst brosandi. Þetta bros átti eftir að verða ásamt litríkum skyrtum aðalsmerki hans. Hann lyfti upp hægri hnefa og lýðurinn trylltist. Hann sagði seinna að þegar hann gekk út 71 árs að honum hafi liðið eins og lífið væri að hefjast á ný.

Hann þurfti í raun að kynnast börnunum sínum og konunni aftur á ný þar sem börnin voru orðin fullorðin þegar hann var látinn laus. Einnig þá höfðu foreldrar hans dáið meðan hann sat inni. Þetta ásamt baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni gerði það að verkum að hann hóf í raun nýtt líf þann dag.

Nánast sama dag og hann var látinn laus sökkti hann sér í baráttuna sem hann var búinn að eyða stórum hluta lífs síns til að berjast fyrir. Hann átti stóran hlut í því að árið 1991 var haldin fyrsta þing ANC innan S-Afríku eftir að samtökin höfðu verið bönnuð í áratugi. Þar var Rolihlahla kosinn forseti flokksins og Oliver Tambo vinur hans og samstarfsfélagi í gegnum öll þessi ár var kosinn formaður.

Árið 1993 fengu Nelson Rolihlahla Mandela og F.W. de Klerk forseti S-Afríku friðarverðalaun Nóbels fyrir starf sitt í þágu afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Þeir tóku við þeim í sameiningu og tileinkuðu þessu öllum íbúum S-Afríku.

Árið eftir var Rolihlahla kosinn forseti S-Afríku í sögulegum kosningum þar sem allir landsmenn á tilsettum aldri fengu að kjósa. Hann gegndi því embætti til ársins 1999 þegar hann dró sig úr stjórnmálum.

Hann lét þó ekki deigann síga og hefur frá þeirri stund einbeitt sér að því að berjast gegn óréttlæti annarsstaðar í heiminum og eyðir hann nú mestum hluta síns tíma í að ferðast um heiminn og halda fyrirlestra.

Þeim mun meira sem ég las um þennan mann þeim mun meiri virðingu og aðdáun fékk ég á honum, það virðist eins og ekkert bíti á honum ekki einu sinni elli kelling. Hann yfirstígur hverja þraut og brosir eftir að hann er búinn. Samt þrátt fyrir allt óréttlætið sem hann hefur lent í hefur hann aldrei fallið í þá gryfju að beita óréttlæti á móti. Ég held að það sé viðeigandi að enda þessa ritgerð á orðum hans: “Any man or institution that tries to rob me of my dignity will lose.”
,,Always do sober what you said you´d do drunk. That will teach you to keep your mouth shut" -Ernest Hemmingway