Lavrenti Pavlovich Beria Lavrenti Pavlovich Beria fæddist árið 1899 í Merkheuli í Georgíu en foreldrar hans voru fátækir bændur. Menntun hans var ekki mikil en þó útskrifaðist hann sem arkítekt frá tækniskóla í Baku árið 1919. Áður en það gerðist hafði hann hins vegar þjónað í keisarahernum en gerðist liðhlaupi líkt og aðrir þegar bolsévikar komust til valda árið 1917. Beria gekk fljótt til liðs við bolsévika og hóf á sama tíma störf við öryggislögreglu bolsévika, Cheka, en hún hafði þann tilgang að vernda byltinguna gegn andstæðingum hennar. Á vegum hennar var Beria sendur til heimalands síns sem var mjög andstætt byltingunni þar sem hann starfaði sem njósnari og greindu frá andbyltingarlegri hegðun ættingja sinna og vina. Þegar bolsévikar tóku Georgíu yfir voru ,,svikarnarnir”, sem Beria kallaði svo, handteknir og teknir af lífi.

Á þriðja áratugnum hóf Beria valdabrölt sitt innan leyniþjónusta Sovétríkjanna, fyrst Cheka, síðan staðgengils Cheka, GPU, staðgengils GPU OGPU og loks innan NKVD sem var forveri hinnar alræmdu KGB. Leið hans til valda var vörðuð ýmsu leynimakki og eftirlætis leið hans sjálfs sem var sú að nota giftar konur til þess að tæla hina ýmsu yfirmenn, afhjúpa hneykslið og hrifsa síðan til sín störf þeirra. Þeim sem ekki var hægt að ryðja úr vegi með þessum hætti voru myrtir annað hvort af honum sjálfum eða hópi varmenna sem fylgdi honum jafnan. Árið 1921 hvatti Stalín, sem einnig var fæddur í Georgíu, Vladimir Lenin til þess að skipa Beria yfirmann sovésku leyniþjónustunnar en Stalín var skuldbundinn Beria sem hafði framið fjölda morða fyrir hann. Í staðin studdi Beria Stalín til valda í kjölfar dauða Leníns árið 1924. 1934 skipaði Stalín Beria síðan í miðstjórn kommúnistaflokksins og í þakklætisskyni ruddi Beria fjölda andstæðinga Stalíns úr vegi.

Árið 1934 skipaði Stalín Nicolai Yezhov sem yfirmann NKVD en sá fljótt eftir þeirri ákvörðun þar sem Yezhov var með eindæmum blóð- og valdaþyrstur. Því kallaði hann Beria á sinn fund og lét hann ryðja Yezhov úr vegi í staðin fékk Beria starf hans. Til að vald sitt yrði engum vafa undirorpið fordæmdi hann fimm yfirmenn NKVD í Úkraínu fyrir að beita óhóflegu valdi og skipaði fyrir um aftöku þeirra.

Þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland árið 1941 var Beria skipaður varaforsætisráðherra og fór með öll öryggismál handan við víglínu Rússa. Að skipan hans voru allir hermenn sem ekki sýndu nægan baráttuvilja teknir af lífi á staðnum en þar að auki bar hann ábyrgð á því að skipuleggja og framkvæma hreinsanir á andstæðingum Stalíns sem voru tugum þúsunda saman teknir af lífi meðan á stríðinu stóð. Þeir sem ekki féllu í valinn voru fluttir í Gúlagið. Harka Berias var mikil en þegar nasistar nálguðust Minsk t.d. skipaði hann svo fyrir að varðhaldsstöð fyrir pólitíska fanga í borginni skildi jöfnuð við jörðu en áður en hún var sprengd í loft upp með handsprengjum voru yfir 10.000 fangar skotnir til bana með vélbyssum. Síðan var kveikt í rústunum og líkin brennd. Ástæðan fyrir þessu var sú að Stalín vildi ekki að pólitískir fangar sínir kæmust í hendur Vesturveldanna þar sem þeir myndu síðan gagnrýna stjórnarhætti hans.

Þegar stríðinu lauk straumlínulagaði Beria njósnakerfi Sovétmanna og þjálfaði þúrundir nýrra njósnara fyrir NKVD sem varð MVD. Þeir sem fluttust yfir til MVD nutu auðs, valda og lifðu í lúxus en lifðu þó jafnframt við ógnina sem fólst í innri hreinsunum MVD sem fóru reglulega fram. Njósnanet Berias var gríðarlega umfangsmikið og kostnaðarsamt en skilaði árangri í samræmi við það og náðu njósnarar hans að komast yfir mörg ómetanleg hernaðarleyndarmál vesturlanda.

Það er e.t.v. kaldhæðni örlaganna að Beria skyldi sjálfur á endanum falla í þá gryfju pólitískra hreinsana sem hann sjálfur átti svo umfangsmikinn þátt í að framfylgja en 1951 sendi hann Svetlönu Stalin, dóttur sinni, eftirfarandi skilaboð þegar hún dvaldist á heimili Berias og konu hans: ,,I don't trust Beria. He could use you as a hostage in trying to force me from my office." Sama ár lét hann handtaka Beria og ákæra sem njósnara Vesturvaldanna. Meðan á réttarhöldunum stóð lést Stalín en arftakar hans höfðu hins vegar lítinn áhuga á að hleypa eiturnöðrunni Laverenti Beria aftur til valda og á þorlákmessu árið 1953 var ,,slátrarinn Beria” tekinn af lífi frammi fyrir aftökusveit í Lubianka fangelsinu.