Svarti Dauði Smá flipp hérna, grunnur af sögu verkefni sem ég var að gera fyrir ekki svo löngu.

Svarti dauði

Svarti Dauði skipaði sér í þrjár gerðir af veikinni. Kýlapest, lugnapest og blóðrásarpest. Kýlapestin var lang algengust og eru svarti dauði helst einkenndur við kýlapestina. Kýlapestin einkenndist af stórum kýlum á líkömum fólks, helst við háls og hendur. Lítið var um hreinlæti á tímanum og vildi það svo óheppilega til að það voru flær sem báru kýlasóttina á milli manna. Flestir dóu innan tveggja sólarhringa.
Lungnapestin barst með loftinu og herjaði á lungu einstaklinga, flestir dóu innan sólarhrings.

Blóðrásarsóttin var sú allra sjaldgæfasta. Ef að menn smituðust af henni lifðu þeir þó oftast talsvert lengur en þeir með kýla og lungnapest, en það er spurning hvort að sá stutti tími hafi verið þess virði. Eftir að menn smituðust máttu þeir lýða gríðarlega þjáningu allt til dauðadags. Hendur og fætur urðu fjólubláar af bólgu. Samkvæmt heimildum hefur enn ekki fundist lækning við Blóðrásarsóttinni.

Svartrottur bárust frá Afríku til Evrópu. Þessar rottur báru á sér flær sem sugu blóðið úr rottunum. Bæði rotturnar og flærnar voru smitaðar af svartadauða. Ef að tekist hefði að halda fólki innan borgar í einangrun hefði svartidauði þótt helst til lítilvæg pest.

Rotturnar, og flærnar, komu að landi í viðskiptaborginni Kaffa á Ítalíu eftir langa leið sína frá Afríku.
Höfðu heimahagar Tartara orðið fyrir barðinu á Svarta Dauða og kenndu Kaffa búum um og sátu þeir um borgina. Þeir sýktust af svarta dauða þegar þeir sátu um borgina. Vildu þeir deila þjáningunni með borgarbúum og skut því sýktum líkum yfir virkisveggi Kaffa. Kaffabúar köstuðu líkunum í sjóinn.

Vegna hræðslu lækna við sjúkdóminn entist enginn mjög lengi við rannsóknir, þeir sem þorðu dóu. Margir töldu Svarta Dauða berast með loftinu, líkast til vegna fnyksins af rotnandi líkum og óhreinindum. Reyndi fólk því að verja sig með allskonar klútum og ilmjurtum, það virkaði ekki svo vel.
Mílan og Feneyjar hittu naglann hinsvegar á höfuðið og gerðu það eina mögulega í stöðunni til þess að draga úr dánartíðni. Einangrun, voru þetta einu varúðarráðstafirnar sem virkuðu að einhverju magni og minnkaði dánartíðnin í borgunum töluvert.

Svarti Dauði átti mikinn þátt í þróun menningar lífs. Ýtti pestin undir raunsæi og veraldarhyggju í bókmenntum og listum. Margar myndir og sögur urðu til á þessum árum sem byggðust á ýmsum atburðum sem Svarti Dauði hafði í för með sér.